Strandveiðar á tímamótum – næstu skref Bjarni Jónsson skrifar 21. júlí 2023 17:01 Strandveiðar skipta nú sköpum fyrir fjölda fjölskyldna vítt og breytt um landið en 750 sjálfstæðar útgerðir hafa afkomu sína af handfæraveiðum, að ótöldum afleiddum störfum fiskverkenda, verkafólks og þjónustuaðila sem njóta góðs af. Auk útgefinna heimilda til strandveiða, hefur á undanförnum árum verið hægt að bæta við strandveiðipott ársins áður en vertíð líkur af heimildum annarsstaðar frá sem sýnt hefur verið að verði ekki nýttar á því fiskveiðiári. Nú þegar virðist ljóst að hluti ráðstafaðra heimilda verður ekki nýttur á yfirstandandi fiskveiðiári. Upphaflegar heimildir til strandveiða í sumar voru ekki slæm byrjun á vertíð í óbreyttu kerfi. Það sem er óvenjulegt er sú niðurstaða Matvælaráðuneytisins að koma ekki með árvissa viðbót við strandveiðipottinn í sumar, líkt og undanfarin ár. Það kom okkur mörgum á óvart, enda virðist árið í ár ekkert sérstaklega frábrugðið fyrri árum hvað varðar veiðiheimildir sem fyrirséð er að muni ekki verða nýttar á árinu, eða hægt sé að koma við lágmarks sveigjanleika á milli fiskveiðiára í strandveiðikerfinu samanborið við það sem hefur tíðkast í kvótakerfinu. Jón Bjarnason verður sjávarútvegsráðherra, strandveiðum komið á Strandveiðar skipta sköpum fyrir byggðafestu á Íslandi. Það voru því mikilvæg og farsæl tímamót 25. júní 2009, þegar faðir minn og þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason undirritaði fyrstu reglugerðina um strandveiðar. Upphaf strandveiða fól í sér algjöra byltingu í möguleikum fólks til að hefja smábátaútgerð og blés lífi í hart leiknar sjávarbyggðir sem kvótakerfið og óheft framsal hafði rúið lífsbjörginni í þágu fámenns hóps aðila sem höfðu náð undir sig stórum hluta veiðiheimilda. Strandveiðar hafa á undanförnum árum stuðlað að réttlátari uppbyggingu atvinnutækifæra hringinn í kringum landið. Það er ekki eftir neinu að bíða að ráðast í aðgerðir til að styrkja enn frekar strandveiðikerfið með aukinni hlutdeild í veiðiheimildum og skapa því sterkari heildstæða umgjörð. Tillaga fyrir Alþingi um aukningu á félagslega hluta fiskveiðistjórnunarkerfisins Síðastliðið haust mælti ég fyrir tillögu þingmanna VG til þingsályktunar um eflingu félagslega hluta fiskveiðistjórnunarkerfisins. Tillagan byggir á sjávarútvegsstefnu hreyfingarinnar og felur í sér að stækka í áföngum félagslegan hluta fiskveiðistjórnunarkerfisins með það fyrir augum að hlutdeild hans verði 8,3% af heildarafla í stað 5,3% í dag. Sömuleiðis er í tillögunni lagt til að endurskoða hlutverk mismunandi aðgerða innan kerfisins og skiptingu aflamagns á milli þeirra. Ástæða er til að endurskoða úthlutun og meðhöndlun aðgerða innan kerfisins með tilliti til þess hvernig þær veiðiheimildir nýtist sem best smærri byggðarlögum sem þær eiga að þjóna og færa stærri hluta þeirra til smærri útgerða og inn í strandveiðikerfið. Þá þarf að koma í veg fyrir að stór hluti þeirra endi hjá stærstu útgerðarfélögum landsins sem nú þegar halda á stærstum hluta allra veiðiheimilda við Íslandsstrendur. Hlutdeild strandveiða aukist við næstu úthlutun Það er ekki eftir neinu að bíða að ráðast í aðgerðir til að styrkja enn frekar strandveiðikerfið með aukinni hlutdeild í veiðiheimildum og skapa því sterkari heildstæða umgjörð. Hægt hefði verið að hefjast handa síðastliðið sumar með tilfærslum í reglugerð á veiðiheimildum úr byggðakvótakerfinu inn í strandveiðikerfið. Mikilvægt er að þær umbætur á ráðstöfun veiðiheimilda hefjist nú þegar þannig að þær komi til framkvæmda samhliða úthlutun næsta árs. Að meira komi í hlut vistvænna strandveiða en rennur nú til að mynda til stærstu útgerðarfélaga landsins sem þegar halda á stærstum hluta veiðiheimilda. Strandveiðar verði tryggðar í 4 mánuði Þá þarf að tryggja að strandveiðar sé hægt að stunda frá 1. maí til 31 ágúst ár hvert. Þegar sýnt er að veiðiheimildir klárist snemma eins og nú, hefði verið til bóta að fækka veiðidögum til að lengja veiðitímabilið, líkt og hagsmunasamtök smábátaeigenda lögðu til https://www.visir.is/g/20232421344d/jofnum-stodu-byggdanna-med-strandveidum Ekki varð af því. Strandveiðar skapa 1000 störf í smærri sjávarbyggðum Mikilvægur árangur hefur náðst í gæðum afla á strandveiðum og fæst varla betri fiskur. Fyrir margar fiskvinnslur vítt og breytt um landið skiptir það sköpum að geta fengið afla úr strandveiðum yfir sumarið, tímabil sem gjarnan er mikill skortur á hráefni fyrir vinnslurnar og þannig tryggð fjölmörg störf í landi, einnig fyrir þá sem sjá um flutninga og veita fjölþætta aðra þjónustu í tengslum við strandveiðarnar. Tryggt verði að farið sé að reglum við strandveiðar Hugmyndafræðin á bak við strandveiðarnar byggir á því að auðvelt sé komast inn í þær og að sem flestir geti svo róið á eigin bátum eða í félagi við fleiri úr fjölskyldunni eða vini. Engu að síður er ljóst að mikilvægt er að tekið sé fastari tökum á eignaraðildinni, eins og að fara yfir kvótaeign fyrirtækja sem vista kvótann annarsstaðar og gera svo út á strandveiðar. Hér verður Matvælaráðuneytið að stíga fastar niður og skapa styrkari umgjörð um hvernig heimilt er að haga eignarhaldi á strandveiðibátum. Einnig verður ráðuneytið og svo Fiskistofa, án frekari tafa að grípa til aðgerða til að stöðva þá iðju sumra, að landa síendurtekið verulega umfram leyfilegan dagskammt á strandveiðum og velja að taka fremur á sig lága sekt fyrir athæfið og þannig ganga á veiðiheimildir fyrir miklum meirihluta strandveiðisjómanna sem fara að settum reglum. Hér þarf eftir atvikum, endurbættar reglur, lagabreytingar, aukið sanngjarnt eftirlit, viðurlög sem þjóna hlutverki sínu. Undanfarin tvö ár hefur Matvælaráðuneytið ítrekað verið hvatt af samtökum smábátasjómanna og fleirum til þess að grípa í taumana með slíkum hætti, enda eru það hagsmunir langflestra strandveiðisjómanna vítt og breytt um landið og sjávarbyggðanna. Það er verkefni Matvælaráðuneytisins og Fiskistofu að bregðast við því kalli. Árlegar viðbætur við strandveiðipottinn Á undanförnum árum hefur að jafnaði verið hægt að bæta við strandveiðipott ársins áður en vertíð líkur af heimildum annarsstaðar frá sem sýnt hefur verið að verði ekki nýttar á því fiskveiðiári. Fiskveiðiárið 2021/2022 bætti núverandi sjávarútvegsráðherra þannig við 1074 tonnum 7. júlí. Almennur byggðakvóti var lækkaður úr 4500 tonnum í 3626 tonn vegna vannýttra heimilda, eða 874 tonn. Línuívilnun lækkaði úr 1400 tonnum í 1250 tonn, eða 150 tonn, heimildir til frístundaveiða lækkuðu úr 250 tonnum í 200 tonn eða 50 tonn. Með sama hætti bætti forveri hennar við strandveiðipottinn fiskveiðiárið 2020/2021, 1171 tonni. Þá var almennur byggðakvóti hækkaður úr 3800 tonnum í 4029 tonn, línuívilnun hækkuð úr 1200 tonnum í 1386 tonn, frístundaveiðar lækkaðar úr 300 tonnum í 222 tonn og strandveiðar auknar úr 10.000 tonnum í 11.171 tonn, eða alls 11.71 tonn í strandveiðipottinn. Þannig er hægt að rekja sig til baka ár fyrir ár og sjá úthlutun til strandveiða, viðbætur og heildarúthlutun. Þorskveiðiafli á strandveiðum árin 2009-2023. Upphafleg úthlutun og endanlegur afli með viðbótum. Hluti ráðstafaðra heimilda verður vart nýttur á yfirstandandi fiskveiðiári Nú þegar virðist ljóst að hluti ráðstafaðra heimilda verður ekki nýttur á yfirstandandi fiskveiðiári. Gert er ráð fyrir í reglugerð að heimildir sem fara í gegnum Byggðastofnun verði 3850 tonn af þorski. Samkvæmt vef Fiskistofu er einungis búið að úthluta 1595 tonnum. Hér er mismunur upp á 2255 tonn. Af byggðakvóta til byggðarlaga gerir reglugerð ráð fyrir að þorskveiðiheimildir þangað verði 3500 tonn af þorski. Samkvæmt vef Fiskistofu er einungis búið að úthluta 1618 tonnum. Það gerir mismun upp á 1882 tonn. Til að nýta þann byggðakvóta þurfa fiskiskip að uppfylla ákveðin skilyrði, svo sem að landa tvöföldu því magni sem þau hafa fengið vilyrði um úthlutun fyrir. Sem dæmi um þetta nú má taka nokkra ónefnda báta; A með vilyrði fyrir 104 tonnum af þorski, en hefur aðeins uppfyllt 28% af skilyrðunum,B með vilyrði fyrir um 30 tonnum af þorski, staða 0% í að uppfylla skilyrði, C með vilyrði fyrir 38 tonnum af þorski, staða 5% í að uppfylla skilyrð og D með vilyrði fyrir 33 tonnum af þorski þar sem staðan er 4% í að uppfylltum skilyrðum. Alls eru þarna 180 tonn þar sem uppfyllt skilyrði eru 5% eða minna. Hér er ekki allt talið. Jafnvel þó rættist úr hjá einhverjum á síðustu metrunum, er þetta ekki óþekkt staða víðar á undanförnum árum. Hér er ótalið nú að veiðiheimildir VS-afla í þorski hafa ekki verið fullnýttar á undanförnum árum og verða það ekki á yfirstandandi fiskveiðiári. Viðbót við strandveiðitímabilið nú leiðir því varla til mikilla frávika frá ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Lögin um strandveiðar gera ráð fyrir að heimildir til þeirra séu fullnýttar. Þannig urðu eftir á síðasta ári 84 tonn og í liðinni viku 48. Sveigjanleiki innan fiskveiðiárs til nýtingar veiðiheimilda? Nokkra athygli vakti á föstudaginn var, þegar forstjóri Hafrannsóknastofnunar steig fram og hræddi þjóðina á því að okkur væri hleypt inn í óvissuna ef leyfðar yrðu frekari krókaveiðar við Íslandsstrendur á fiskveiðiárinu umfram áður útgefnar heimildir til strandveiða. Veiðarfæri sem rúmast í einu veski. Grundvöllur fiskveiðiráðgjafarinnar, 20% aflareglan, sem tekur ekki tillit til stofnsamsetningar, árgangastyrkleika, vaxtar eða stöðu lífríkisins að öðru leyti, væri fokinn. Einhverjir hafa sagt að löngum hafi verið stutt á milli stórútgerðarinnar í landinu og Hafró. Ekki skal ég leggja mat á það. Forstjórinn kaus að miða einungis við 4000 tonn, sem komið hafði fram í umræðunni. Gaman hefði verið að heyra álit stofnunarinnar gagnvart hógværari nálgun sem gæti verið 1000-2000 tonn og gæti skipt miklu. En hvernig hefur þetta verið á undanförnum árum? Hefur Hafró nokkurn tíma hreyft andmælum við því að stórútgerðin og þeir sem eru í aflamarkskerfinu flytji, jafnvel þúsundir tonna í aflaheimildum á milli ára? Það fer lítið fyrir því. Læt hér til fróðleiks fylgja með töflu um heimildir til þorskveiða og flutning á milli ára undanfarin fimm ár. Flutningur þorskveiðiheimilda milli ára síðustu fimm fiskveiðiár. Réttur sjávarbyggðanna viðurkenndur Við sjáum af nýlegum skrifum og hræðsluáróðri framkvæmdastjóra SFS að stórútgerðin er dauðhrædd við að frekari breytingar séu í vændum, að réttur smærri sjávarbyggða sem hafa verið rúnar réttinum til að sækja sjóinn af umbjóðendum hennar, verði viðurkenndur. Að snúið verði ofan af samþjöppun veiðiheimilda á fárra hendur og einokun þeirra á aðgengi að sameiginlegri auðlind landsmanna sem eign þeirra væri. Þessi hræðsla er góðs viti, þau finna að almenningur í landinu stendur með sjávarbyggðunum og eflingu vistvænna krókaveiða. Ég hef hér reifað tillögur og bent á leiðir sem myndu styrkja stöðu sjávarbyggðanna og festa strandveiðar í sessi með auknum aflaheimildum. Það er mikilvægt að minna á að sjávarútvegsráðherra hefur lýst því yfir í samræmi við stefnu hennar flokks og samþykktir að hún vilji styrkja strandveiðar í sessi. Við þurfum öll að fylgja því eftir. Viðbætur við strandveiðipottinn Þrátt fyrir allt voru upphaflegar heimildir til strandveiða í sumar ágætis byrjun á vertíð í óbreyttu kerfi. Það sem er óvenjulegt er sú niðurstaða Matvælaráðuneytisins að koma ekki með árvissa viðbót við strandveiðipottinn í sumar, líkt og undanfarin ár. Það olli miklum vonbrigðum og kom okkur mörgum á óvart, enda virðist árið í ár ekkert sérstaklega frábrugðið fyrri árum hvað varðar veiðiheimildir sem fyrirséð er að muni ekki verða nýttar á árinu, eða hægt sé að koma við lágmarks sveigjanleika á milli fiskveiðiára í strandveiðikerfinu samanborið við það sem hefur tíðkast í kvótakerfinu. Þetta árið virðist stjórnsýslan hafa farið í ótímabært sumarleyfi áður en sú heimavinna var unnin. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Sjávarútvegur Vinstri græn Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Strandveiðar skipta nú sköpum fyrir fjölda fjölskyldna vítt og breytt um landið en 750 sjálfstæðar útgerðir hafa afkomu sína af handfæraveiðum, að ótöldum afleiddum störfum fiskverkenda, verkafólks og þjónustuaðila sem njóta góðs af. Auk útgefinna heimilda til strandveiða, hefur á undanförnum árum verið hægt að bæta við strandveiðipott ársins áður en vertíð líkur af heimildum annarsstaðar frá sem sýnt hefur verið að verði ekki nýttar á því fiskveiðiári. Nú þegar virðist ljóst að hluti ráðstafaðra heimilda verður ekki nýttur á yfirstandandi fiskveiðiári. Upphaflegar heimildir til strandveiða í sumar voru ekki slæm byrjun á vertíð í óbreyttu kerfi. Það sem er óvenjulegt er sú niðurstaða Matvælaráðuneytisins að koma ekki með árvissa viðbót við strandveiðipottinn í sumar, líkt og undanfarin ár. Það kom okkur mörgum á óvart, enda virðist árið í ár ekkert sérstaklega frábrugðið fyrri árum hvað varðar veiðiheimildir sem fyrirséð er að muni ekki verða nýttar á árinu, eða hægt sé að koma við lágmarks sveigjanleika á milli fiskveiðiára í strandveiðikerfinu samanborið við það sem hefur tíðkast í kvótakerfinu. Jón Bjarnason verður sjávarútvegsráðherra, strandveiðum komið á Strandveiðar skipta sköpum fyrir byggðafestu á Íslandi. Það voru því mikilvæg og farsæl tímamót 25. júní 2009, þegar faðir minn og þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason undirritaði fyrstu reglugerðina um strandveiðar. Upphaf strandveiða fól í sér algjöra byltingu í möguleikum fólks til að hefja smábátaútgerð og blés lífi í hart leiknar sjávarbyggðir sem kvótakerfið og óheft framsal hafði rúið lífsbjörginni í þágu fámenns hóps aðila sem höfðu náð undir sig stórum hluta veiðiheimilda. Strandveiðar hafa á undanförnum árum stuðlað að réttlátari uppbyggingu atvinnutækifæra hringinn í kringum landið. Það er ekki eftir neinu að bíða að ráðast í aðgerðir til að styrkja enn frekar strandveiðikerfið með aukinni hlutdeild í veiðiheimildum og skapa því sterkari heildstæða umgjörð. Tillaga fyrir Alþingi um aukningu á félagslega hluta fiskveiðistjórnunarkerfisins Síðastliðið haust mælti ég fyrir tillögu þingmanna VG til þingsályktunar um eflingu félagslega hluta fiskveiðistjórnunarkerfisins. Tillagan byggir á sjávarútvegsstefnu hreyfingarinnar og felur í sér að stækka í áföngum félagslegan hluta fiskveiðistjórnunarkerfisins með það fyrir augum að hlutdeild hans verði 8,3% af heildarafla í stað 5,3% í dag. Sömuleiðis er í tillögunni lagt til að endurskoða hlutverk mismunandi aðgerða innan kerfisins og skiptingu aflamagns á milli þeirra. Ástæða er til að endurskoða úthlutun og meðhöndlun aðgerða innan kerfisins með tilliti til þess hvernig þær veiðiheimildir nýtist sem best smærri byggðarlögum sem þær eiga að þjóna og færa stærri hluta þeirra til smærri útgerða og inn í strandveiðikerfið. Þá þarf að koma í veg fyrir að stór hluti þeirra endi hjá stærstu útgerðarfélögum landsins sem nú þegar halda á stærstum hluta allra veiðiheimilda við Íslandsstrendur. Hlutdeild strandveiða aukist við næstu úthlutun Það er ekki eftir neinu að bíða að ráðast í aðgerðir til að styrkja enn frekar strandveiðikerfið með aukinni hlutdeild í veiðiheimildum og skapa því sterkari heildstæða umgjörð. Hægt hefði verið að hefjast handa síðastliðið sumar með tilfærslum í reglugerð á veiðiheimildum úr byggðakvótakerfinu inn í strandveiðikerfið. Mikilvægt er að þær umbætur á ráðstöfun veiðiheimilda hefjist nú þegar þannig að þær komi til framkvæmda samhliða úthlutun næsta árs. Að meira komi í hlut vistvænna strandveiða en rennur nú til að mynda til stærstu útgerðarfélaga landsins sem þegar halda á stærstum hluta veiðiheimilda. Strandveiðar verði tryggðar í 4 mánuði Þá þarf að tryggja að strandveiðar sé hægt að stunda frá 1. maí til 31 ágúst ár hvert. Þegar sýnt er að veiðiheimildir klárist snemma eins og nú, hefði verið til bóta að fækka veiðidögum til að lengja veiðitímabilið, líkt og hagsmunasamtök smábátaeigenda lögðu til https://www.visir.is/g/20232421344d/jofnum-stodu-byggdanna-med-strandveidum Ekki varð af því. Strandveiðar skapa 1000 störf í smærri sjávarbyggðum Mikilvægur árangur hefur náðst í gæðum afla á strandveiðum og fæst varla betri fiskur. Fyrir margar fiskvinnslur vítt og breytt um landið skiptir það sköpum að geta fengið afla úr strandveiðum yfir sumarið, tímabil sem gjarnan er mikill skortur á hráefni fyrir vinnslurnar og þannig tryggð fjölmörg störf í landi, einnig fyrir þá sem sjá um flutninga og veita fjölþætta aðra þjónustu í tengslum við strandveiðarnar. Tryggt verði að farið sé að reglum við strandveiðar Hugmyndafræðin á bak við strandveiðarnar byggir á því að auðvelt sé komast inn í þær og að sem flestir geti svo róið á eigin bátum eða í félagi við fleiri úr fjölskyldunni eða vini. Engu að síður er ljóst að mikilvægt er að tekið sé fastari tökum á eignaraðildinni, eins og að fara yfir kvótaeign fyrirtækja sem vista kvótann annarsstaðar og gera svo út á strandveiðar. Hér verður Matvælaráðuneytið að stíga fastar niður og skapa styrkari umgjörð um hvernig heimilt er að haga eignarhaldi á strandveiðibátum. Einnig verður ráðuneytið og svo Fiskistofa, án frekari tafa að grípa til aðgerða til að stöðva þá iðju sumra, að landa síendurtekið verulega umfram leyfilegan dagskammt á strandveiðum og velja að taka fremur á sig lága sekt fyrir athæfið og þannig ganga á veiðiheimildir fyrir miklum meirihluta strandveiðisjómanna sem fara að settum reglum. Hér þarf eftir atvikum, endurbættar reglur, lagabreytingar, aukið sanngjarnt eftirlit, viðurlög sem þjóna hlutverki sínu. Undanfarin tvö ár hefur Matvælaráðuneytið ítrekað verið hvatt af samtökum smábátasjómanna og fleirum til þess að grípa í taumana með slíkum hætti, enda eru það hagsmunir langflestra strandveiðisjómanna vítt og breytt um landið og sjávarbyggðanna. Það er verkefni Matvælaráðuneytisins og Fiskistofu að bregðast við því kalli. Árlegar viðbætur við strandveiðipottinn Á undanförnum árum hefur að jafnaði verið hægt að bæta við strandveiðipott ársins áður en vertíð líkur af heimildum annarsstaðar frá sem sýnt hefur verið að verði ekki nýttar á því fiskveiðiári. Fiskveiðiárið 2021/2022 bætti núverandi sjávarútvegsráðherra þannig við 1074 tonnum 7. júlí. Almennur byggðakvóti var lækkaður úr 4500 tonnum í 3626 tonn vegna vannýttra heimilda, eða 874 tonn. Línuívilnun lækkaði úr 1400 tonnum í 1250 tonn, eða 150 tonn, heimildir til frístundaveiða lækkuðu úr 250 tonnum í 200 tonn eða 50 tonn. Með sama hætti bætti forveri hennar við strandveiðipottinn fiskveiðiárið 2020/2021, 1171 tonni. Þá var almennur byggðakvóti hækkaður úr 3800 tonnum í 4029 tonn, línuívilnun hækkuð úr 1200 tonnum í 1386 tonn, frístundaveiðar lækkaðar úr 300 tonnum í 222 tonn og strandveiðar auknar úr 10.000 tonnum í 11.171 tonn, eða alls 11.71 tonn í strandveiðipottinn. Þannig er hægt að rekja sig til baka ár fyrir ár og sjá úthlutun til strandveiða, viðbætur og heildarúthlutun. Þorskveiðiafli á strandveiðum árin 2009-2023. Upphafleg úthlutun og endanlegur afli með viðbótum. Hluti ráðstafaðra heimilda verður vart nýttur á yfirstandandi fiskveiðiári Nú þegar virðist ljóst að hluti ráðstafaðra heimilda verður ekki nýttur á yfirstandandi fiskveiðiári. Gert er ráð fyrir í reglugerð að heimildir sem fara í gegnum Byggðastofnun verði 3850 tonn af þorski. Samkvæmt vef Fiskistofu er einungis búið að úthluta 1595 tonnum. Hér er mismunur upp á 2255 tonn. Af byggðakvóta til byggðarlaga gerir reglugerð ráð fyrir að þorskveiðiheimildir þangað verði 3500 tonn af þorski. Samkvæmt vef Fiskistofu er einungis búið að úthluta 1618 tonnum. Það gerir mismun upp á 1882 tonn. Til að nýta þann byggðakvóta þurfa fiskiskip að uppfylla ákveðin skilyrði, svo sem að landa tvöföldu því magni sem þau hafa fengið vilyrði um úthlutun fyrir. Sem dæmi um þetta nú má taka nokkra ónefnda báta; A með vilyrði fyrir 104 tonnum af þorski, en hefur aðeins uppfyllt 28% af skilyrðunum,B með vilyrði fyrir um 30 tonnum af þorski, staða 0% í að uppfylla skilyrði, C með vilyrði fyrir 38 tonnum af þorski, staða 5% í að uppfylla skilyrð og D með vilyrði fyrir 33 tonnum af þorski þar sem staðan er 4% í að uppfylltum skilyrðum. Alls eru þarna 180 tonn þar sem uppfyllt skilyrði eru 5% eða minna. Hér er ekki allt talið. Jafnvel þó rættist úr hjá einhverjum á síðustu metrunum, er þetta ekki óþekkt staða víðar á undanförnum árum. Hér er ótalið nú að veiðiheimildir VS-afla í þorski hafa ekki verið fullnýttar á undanförnum árum og verða það ekki á yfirstandandi fiskveiðiári. Viðbót við strandveiðitímabilið nú leiðir því varla til mikilla frávika frá ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Lögin um strandveiðar gera ráð fyrir að heimildir til þeirra séu fullnýttar. Þannig urðu eftir á síðasta ári 84 tonn og í liðinni viku 48. Sveigjanleiki innan fiskveiðiárs til nýtingar veiðiheimilda? Nokkra athygli vakti á föstudaginn var, þegar forstjóri Hafrannsóknastofnunar steig fram og hræddi þjóðina á því að okkur væri hleypt inn í óvissuna ef leyfðar yrðu frekari krókaveiðar við Íslandsstrendur á fiskveiðiárinu umfram áður útgefnar heimildir til strandveiða. Veiðarfæri sem rúmast í einu veski. Grundvöllur fiskveiðiráðgjafarinnar, 20% aflareglan, sem tekur ekki tillit til stofnsamsetningar, árgangastyrkleika, vaxtar eða stöðu lífríkisins að öðru leyti, væri fokinn. Einhverjir hafa sagt að löngum hafi verið stutt á milli stórútgerðarinnar í landinu og Hafró. Ekki skal ég leggja mat á það. Forstjórinn kaus að miða einungis við 4000 tonn, sem komið hafði fram í umræðunni. Gaman hefði verið að heyra álit stofnunarinnar gagnvart hógværari nálgun sem gæti verið 1000-2000 tonn og gæti skipt miklu. En hvernig hefur þetta verið á undanförnum árum? Hefur Hafró nokkurn tíma hreyft andmælum við því að stórútgerðin og þeir sem eru í aflamarkskerfinu flytji, jafnvel þúsundir tonna í aflaheimildum á milli ára? Það fer lítið fyrir því. Læt hér til fróðleiks fylgja með töflu um heimildir til þorskveiða og flutning á milli ára undanfarin fimm ár. Flutningur þorskveiðiheimilda milli ára síðustu fimm fiskveiðiár. Réttur sjávarbyggðanna viðurkenndur Við sjáum af nýlegum skrifum og hræðsluáróðri framkvæmdastjóra SFS að stórútgerðin er dauðhrædd við að frekari breytingar séu í vændum, að réttur smærri sjávarbyggða sem hafa verið rúnar réttinum til að sækja sjóinn af umbjóðendum hennar, verði viðurkenndur. Að snúið verði ofan af samþjöppun veiðiheimilda á fárra hendur og einokun þeirra á aðgengi að sameiginlegri auðlind landsmanna sem eign þeirra væri. Þessi hræðsla er góðs viti, þau finna að almenningur í landinu stendur með sjávarbyggðunum og eflingu vistvænna krókaveiða. Ég hef hér reifað tillögur og bent á leiðir sem myndu styrkja stöðu sjávarbyggðanna og festa strandveiðar í sessi með auknum aflaheimildum. Það er mikilvægt að minna á að sjávarútvegsráðherra hefur lýst því yfir í samræmi við stefnu hennar flokks og samþykktir að hún vilji styrkja strandveiðar í sessi. Við þurfum öll að fylgja því eftir. Viðbætur við strandveiðipottinn Þrátt fyrir allt voru upphaflegar heimildir til strandveiða í sumar ágætis byrjun á vertíð í óbreyttu kerfi. Það sem er óvenjulegt er sú niðurstaða Matvælaráðuneytisins að koma ekki með árvissa viðbót við strandveiðipottinn í sumar, líkt og undanfarin ár. Það olli miklum vonbrigðum og kom okkur mörgum á óvart, enda virðist árið í ár ekkert sérstaklega frábrugðið fyrri árum hvað varðar veiðiheimildir sem fyrirséð er að muni ekki verða nýttar á árinu, eða hægt sé að koma við lágmarks sveigjanleika á milli fiskveiðiára í strandveiðikerfinu samanborið við það sem hefur tíðkast í kvótakerfinu. Þetta árið virðist stjórnsýslan hafa farið í ótímabært sumarleyfi áður en sú heimavinna var unnin. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun