Eyðilagði bikar Verstappen á verðlaunapallinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2023 13:31 Max Verstappen með brotinn bikar á verðlaunapallinum. Getty/Qian Jun Bretinn Lando Norris hefur verið að minna á sig með góðri frammistöðu í síðustu keppnum í formúlu eitt sem voru í Englandi og Ungverjalandi en hann stal fyrirsögnunum á annan hátt eftir verðlaunaafhendinguna í Ungverjalandi um helgina. Norris, sem keyrir fyrir McLaren-Mercedes liðið, var að ná öðru sætinu annan kappaksturinn í röð en keppnin í ár hefur verið að mestu keppni um annað sætið því yfirburðir Max Verstappen hafa verið það miklir. Max Verstappen vann sjöundu keppnina í röð í Ungverjalandi og fékk að launum veglegan bikar. Verstappen hefur unnið tvo heimsmeistaratitla í röð og er með 110 stiga forystu í keppni ökumanna í ár. Thanks @LandoNorris pic.twitter.com/Yw9e50oCxd— Max Verstappen (@Max33Verstappen) July 23, 2023 Auk þess að fá bika fyrir frammistöðu sína þá fengu mennirnir þrír á verðlaunapallinum veglega kampavínsflöskur sem þeir sprautuðu yfir hvern annan og alla í kring. Norris var ekki nógu ánægður með þrýstinginn í kampavínsflösku sinni og barði henni í verðlaunapallinn. Vandamálið var að bikarinn hans Max Verstappen þoldi ekki höggið, datt í jörðina og brotnaði. Norris eyðilagði því í raun bikar Verstappen á verðlaunapallinum. „Takk fyrir Lando,“ sagði Max Verstappen á Twitter og liðið hans Red Bull skrifaði: „Okkur vantar smá lím.“ Lando Norris sjálfur vill ekki taka fulla ábyrgð. „Lando setti bikarinn alltaf nálægt brúninni. Það datt í gólfið og þetta er ekki mitt vandamál heldur hans,“ sagði Norris brosandi. Norris fékk uppfærslu á bílnum sínum í Austurríki og það hefur skilað honum upp í fimmta sæti í keppni ökumanna með þremur góðum keppnum í röð. Fyrst fjórða sætið og svo tvisvar í röð í öðru sæti. Lando Norris breaking Max Verstappen s #HungarianGP trophy pic.twitter.com/p1MGE7ZOli— SuperSport (@SuperSportTV) July 23, 2023 Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Norris, sem keyrir fyrir McLaren-Mercedes liðið, var að ná öðru sætinu annan kappaksturinn í röð en keppnin í ár hefur verið að mestu keppni um annað sætið því yfirburðir Max Verstappen hafa verið það miklir. Max Verstappen vann sjöundu keppnina í röð í Ungverjalandi og fékk að launum veglegan bikar. Verstappen hefur unnið tvo heimsmeistaratitla í röð og er með 110 stiga forystu í keppni ökumanna í ár. Thanks @LandoNorris pic.twitter.com/Yw9e50oCxd— Max Verstappen (@Max33Verstappen) July 23, 2023 Auk þess að fá bika fyrir frammistöðu sína þá fengu mennirnir þrír á verðlaunapallinum veglega kampavínsflöskur sem þeir sprautuðu yfir hvern annan og alla í kring. Norris var ekki nógu ánægður með þrýstinginn í kampavínsflösku sinni og barði henni í verðlaunapallinn. Vandamálið var að bikarinn hans Max Verstappen þoldi ekki höggið, datt í jörðina og brotnaði. Norris eyðilagði því í raun bikar Verstappen á verðlaunapallinum. „Takk fyrir Lando,“ sagði Max Verstappen á Twitter og liðið hans Red Bull skrifaði: „Okkur vantar smá lím.“ Lando Norris sjálfur vill ekki taka fulla ábyrgð. „Lando setti bikarinn alltaf nálægt brúninni. Það datt í gólfið og þetta er ekki mitt vandamál heldur hans,“ sagði Norris brosandi. Norris fékk uppfærslu á bílnum sínum í Austurríki og það hefur skilað honum upp í fimmta sæti í keppni ökumanna með þremur góðum keppnum í röð. Fyrst fjórða sætið og svo tvisvar í röð í öðru sæti. Lando Norris breaking Max Verstappen s #HungarianGP trophy pic.twitter.com/p1MGE7ZOli— SuperSport (@SuperSportTV) July 23, 2023
Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn