Prjónar það sem henni er sagt að prjóna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. júlí 2023 20:30 Margrét Katrín Guttormsdóttir, sem er umsjónarmaður Textíllabsins á Blönduósi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fullkomnasta prjónavél landsins er á Blönduósi en hún er stafræn, sem þýðir að hún prjónar það sem henni er sagt að gera þegar búið er að vinna prjónaverkefnið í gegnum tölvuforrit. “Þetta er mjög skemmtileg tækni, sem opnar marga möguleika,” segir Margrét Katrín Guttormsdóttir, umsjónarmaður vélarinnar á Blönduósi Hér erum við að tala um Textíllab á vegum Textílmiðstöðvar Íslands en um er að ræða aðstöðu, sem er búin stafrænum tækjum, sem tengjast textílvinnslu eins og vefnaði, prjóni, þæfingu og útsaumi. Ein vél vekur þó sérstaka athygli en það er fullkomnasta prjónavél landsins þó víða væri leitað. „Já, það er prjónavél, sem prjónar í rauninni að sjálfum sér. Maður segir henni hvað hún á að gera í gegnum tölvu, þar að segja, maður vinnur allan prjónaðahlutann í gegnum tölvu, tölvuforrit og síðan les prjónavélin það og prjónar eins og maður forritaði hana. Þetta er mjög skemmtileg og alveg nýtt, sem opnar marga möguleika hjá okkur,” segir Margrét Katrín. En getur vélin prjónað hvað sem er? „Hún á að geta gert mjög margt en við erum rosalega ný í þessu, við erum rétt að byrja, við byrjum á treflum en síðan á hún alveg að geta farið upp í peysu, þekkingin er að koma hingað til okkar.” Hér er vélin, fullkomnasta prjónavél landsins staðsett á Blönduósi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað verður þá um allar prjónakonur og prjónakarla landsins, eiga þau bara að hætta og leggjast í dvala? „Nei, nei, þetta er allt annað en það sem maður getur gert í höndunum, þess vegna er þetta svo spennandi því þetta vinnur með hvort öðru. Þykktin sem maður getur prjónað í þessu er allt önnur en maður getur gert í höndunum til dæmis,” segir Margrét Katrín. Margrét Katrín segir að mikið af fólki komi í Textílabið til að vinna fjölbreytt og skemmtileg verkefni hvort sem það er vefstólinn eða bara eitthvað allt annað. „Já, hér erum við með rosalega mörg stafræn tækni, sem snúa að nýsköpun í textíl. Þetta eru allt stafræn tækni, sem vinna í rauninni með hvort öðru. Þetta er æðislegt og mjög skemmtilegt. Það kemur svo mikið af fjölbreyttum hugmyndum og fólki með allskonar verkefni, sem það vill vinna hérna,” segir Margrét Katrín enn fremur. Heimasíða Textílmiðstöðvar Íslands Húnabyggð Prjónaskapur Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Hér erum við að tala um Textíllab á vegum Textílmiðstöðvar Íslands en um er að ræða aðstöðu, sem er búin stafrænum tækjum, sem tengjast textílvinnslu eins og vefnaði, prjóni, þæfingu og útsaumi. Ein vél vekur þó sérstaka athygli en það er fullkomnasta prjónavél landsins þó víða væri leitað. „Já, það er prjónavél, sem prjónar í rauninni að sjálfum sér. Maður segir henni hvað hún á að gera í gegnum tölvu, þar að segja, maður vinnur allan prjónaðahlutann í gegnum tölvu, tölvuforrit og síðan les prjónavélin það og prjónar eins og maður forritaði hana. Þetta er mjög skemmtileg og alveg nýtt, sem opnar marga möguleika hjá okkur,” segir Margrét Katrín. En getur vélin prjónað hvað sem er? „Hún á að geta gert mjög margt en við erum rosalega ný í þessu, við erum rétt að byrja, við byrjum á treflum en síðan á hún alveg að geta farið upp í peysu, þekkingin er að koma hingað til okkar.” Hér er vélin, fullkomnasta prjónavél landsins staðsett á Blönduósi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað verður þá um allar prjónakonur og prjónakarla landsins, eiga þau bara að hætta og leggjast í dvala? „Nei, nei, þetta er allt annað en það sem maður getur gert í höndunum, þess vegna er þetta svo spennandi því þetta vinnur með hvort öðru. Þykktin sem maður getur prjónað í þessu er allt önnur en maður getur gert í höndunum til dæmis,” segir Margrét Katrín. Margrét Katrín segir að mikið af fólki komi í Textílabið til að vinna fjölbreytt og skemmtileg verkefni hvort sem það er vefstólinn eða bara eitthvað allt annað. „Já, hér erum við með rosalega mörg stafræn tækni, sem snúa að nýsköpun í textíl. Þetta eru allt stafræn tækni, sem vinna í rauninni með hvort öðru. Þetta er æðislegt og mjög skemmtilegt. Það kemur svo mikið af fjölbreyttum hugmyndum og fólki með allskonar verkefni, sem það vill vinna hérna,” segir Margrét Katrín enn fremur. Heimasíða Textílmiðstöðvar Íslands
Húnabyggð Prjónaskapur Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira