Hver á lottómiða og 750 milljónir króna? Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 30. júlí 2023 12:02 Spánverjar eru gríðarlega virkir lottóspilarar og lottósölubása er að finna á öðru hvoru götuhorni í borgum og bæjum landsins. Oscar J. Barroso/Getty Images Tveir bræður á Norðvestur-Spáni eru sakaðir um að hafa stolið lottómiða sem á hafði fallið fyrsti vinningur að andvirði 750 milljónum króna í spænska lottóinu. Saksóknari krefst sex ára fangelsis yfir bræðrunum. Lottómiðasalinn þóttist eiga vinningsmiðann Þann 30. júní árið 2012 féll fyrsti vinningur í spænska lottóinu á einn miða, tæpar fimm milljónir evra, andvirði um 750 milljónir íslenskra króna. Þremur dögum síðar kom Manuel Reija með vinningsmiðann til Spænskrar getspár í Gallisíu-héraði á Spáni. Þar var hann samþykktur og stimplaður. Sá sem það gerði var yfirmaður Spænskrar getspár og reyndar bróðir Manuels. Manuel þessi rak í þokkabót lottósölubás í La Coruña og þegar farið var að kanna betur ástæðu þess að einmitt lottósali hefði unnið stærsta vinninginn sagðist hann hafa fundið miðann daginn áður þegar hann var að loka. Einhver hefði hent honum eða skilið hann eftir. 317 manns vildu Lilju kveðið hafa Ári síðar birtist auglýsing í Lögbirtingablaði Gallisíu þar sem auglýst var eftir eiganda miðans. 317 manns gáfu sig fram og sögðust eiga miðann. Lögreglan hóf umfangsmikla rannsókn á málinu og árið 2019 taldi hún sig hafa fundið miðaeigandann. Það væri karlmaður á eftirlaunum, sem spilaði í öllum lottóum sem hægt er að spila í á Spáni og þau eru mörg. Hann spilaði alltaf á tölur sem tengdust merkisviðburðum í lífi sínu og þær komu einmitt allar upp í þessum drætti. Ítarleg rannsókn leiddi ennfremur í ljós að hann keypti alltaf miða í versluninni þar sem vinningsmiðinn var seldur og hafði einmitt farið í lottóbásinn hjá Manuel tveimur dögum eftir dráttinn með slatta af miðum, beðið um að farið yrði yfir þá og fengið að vita að því miður væri enginn vinningur á miðunum. Lögreglan telur sig vita hver vinningshafinn sé Niðurstaða lögreglunnar var því afdráttarlaus; hinn spilaglaði eftirlaunaþegi væri réttmætur eigandi andvirði 750 milljóna íslenskra króna. Réttarhöld eru hafin yfir bræðrunum peningagráðugu og krafist er 6 ára fangelsis yfir báðum. Hið sorglega er svo það að eftirlaunaþeginn sem datt í lukkupottinn, lést árið 2014, tveimur árum eftir að hafa unnið, fullkomlega óafvitandi um þennan háa vinning. Dóttir hans freistar þess nú að fá vinninginn greiddan út. Það gera reyndar 317 aðrir sem enn halda því fram að þeir hafi átt miðann. Þess má geta að HBO frumsýndi fyrr í þessum mánuði þriðja þátta heimildamyndaröð um þetta undarlega mál. Hún heitir Se busca millionario eða Lýst eftir milljónamæringi. Spánn Fjárhættuspil Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Sjá meira
Lottómiðasalinn þóttist eiga vinningsmiðann Þann 30. júní árið 2012 féll fyrsti vinningur í spænska lottóinu á einn miða, tæpar fimm milljónir evra, andvirði um 750 milljónir íslenskra króna. Þremur dögum síðar kom Manuel Reija með vinningsmiðann til Spænskrar getspár í Gallisíu-héraði á Spáni. Þar var hann samþykktur og stimplaður. Sá sem það gerði var yfirmaður Spænskrar getspár og reyndar bróðir Manuels. Manuel þessi rak í þokkabót lottósölubás í La Coruña og þegar farið var að kanna betur ástæðu þess að einmitt lottósali hefði unnið stærsta vinninginn sagðist hann hafa fundið miðann daginn áður þegar hann var að loka. Einhver hefði hent honum eða skilið hann eftir. 317 manns vildu Lilju kveðið hafa Ári síðar birtist auglýsing í Lögbirtingablaði Gallisíu þar sem auglýst var eftir eiganda miðans. 317 manns gáfu sig fram og sögðust eiga miðann. Lögreglan hóf umfangsmikla rannsókn á málinu og árið 2019 taldi hún sig hafa fundið miðaeigandann. Það væri karlmaður á eftirlaunum, sem spilaði í öllum lottóum sem hægt er að spila í á Spáni og þau eru mörg. Hann spilaði alltaf á tölur sem tengdust merkisviðburðum í lífi sínu og þær komu einmitt allar upp í þessum drætti. Ítarleg rannsókn leiddi ennfremur í ljós að hann keypti alltaf miða í versluninni þar sem vinningsmiðinn var seldur og hafði einmitt farið í lottóbásinn hjá Manuel tveimur dögum eftir dráttinn með slatta af miðum, beðið um að farið yrði yfir þá og fengið að vita að því miður væri enginn vinningur á miðunum. Lögreglan telur sig vita hver vinningshafinn sé Niðurstaða lögreglunnar var því afdráttarlaus; hinn spilaglaði eftirlaunaþegi væri réttmætur eigandi andvirði 750 milljóna íslenskra króna. Réttarhöld eru hafin yfir bræðrunum peningagráðugu og krafist er 6 ára fangelsis yfir báðum. Hið sorglega er svo það að eftirlaunaþeginn sem datt í lukkupottinn, lést árið 2014, tveimur árum eftir að hafa unnið, fullkomlega óafvitandi um þennan háa vinning. Dóttir hans freistar þess nú að fá vinninginn greiddan út. Það gera reyndar 317 aðrir sem enn halda því fram að þeir hafi átt miðann. Þess má geta að HBO frumsýndi fyrr í þessum mánuði þriðja þátta heimildamyndaröð um þetta undarlega mál. Hún heitir Se busca millionario eða Lýst eftir milljónamæringi.
Spánn Fjárhættuspil Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Sjá meira