„Stríðið færist til Rússlands“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. júlí 2023 23:24 Rússneskur hermaður virðir fyrir sér eyðileggingu eftir drónaárás sem Rússar saka Úkraínumenn um að hafa framið. epa Volodomír Selenskí forseti Úkraínu segir stríðið sem geisar nú í landi hans á leið „aftur til Rússlands“. Þetta sagði hann í kjölfar drónaárása sem gerðar voru í Moskvu höfuðborg Rússlands. Í myndbandsávarpi segir hann árásir á rússneskri grundu „óhjákvæmilegar, eðlilegar og algjörlega sanngjörn þróun“ á stríðinu milli landanna tveggja. Rússneska varnarmálaráðuneytið greindi frá því í dag að tekist hafi að skjóta niður þrjá úkraínska dróna. Tveir drónar hæfðu byggingar í viðskiptahverfi Moskvu, þar sem tvö ráðuneyti eru til húsa. Flugvöllurinn Vnukovo var jafnframt lokað tímabundið í öryggisskyni. Árásin átti sér stað snemma morguns en enginn lést í árásunum. Húsvörður særðist í árásinni.Getty Kveður við nýjan tón Í ávarpi sínu frá úkraínsku borginni Ivano-Frankivsk segir Selenskí að Úkraínumönnum hafi vaxið ásmegin undanfarið. „Í dag er 522. dagur svokölluðu sérstöku hernaðaraðgerða, sem rússnesk yfirvöld héldu að myndu standa yfir í nokkrar vikur,“ sagði Selenskí. „Jafnt og þétt færist stríðið til baka á yfirráðasvæði Rússlands , á táknræna staði og gegn herstöðvum.“ Ukraine's President Volodymyr Zelenskyy attends a meeting with Ireland's Prime Minister Leo Varadkar at Horodetskyi House in Kyiv, Ukraine, Wednesday July 19, 2023. (Clodagh Kilcoyne/Pool via AP) Alla jafna hafa Úkraínumenn ekki lýst ábyrgð á árásum sem þessum innan rússneskra landamæra og má því merkja ákveðna breytingu á tóni Selenskís í ávarpinu. Hann ferðast nú um landið til að hvetja þjóð sína til dáða. Í gær lýstu Rússar því yfir að þeir hefðu eyðilagt hernaðarlega mikilvæga stjórnstöð í úkraínsku borginni Dnipro. Særðust níu í eldflaugaárásum á borgina, þar af tvö börn. Úkraínumenn hafa sett aukinn þunga í árásir gegn Rússum í Sapórisíjahéraði í suðausturhluta landsins en sóknir Úkraínumanna eru taldar hafa verið mjög kostnaðarsamar. Margir hermenn eru sagðir hafa fallið en raunverulegur fjöldi liggur ekki fyrir, þar sem ráðamenn í Úkraínu eru iðulega þöglir sem gröfin um mannfall. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn sagðir gefa í og sækja fram í Saporisjía Úkraínumenn eru sagðir hafa sett aukinn þunga í árásir þeirra gegn Rússum í Sapórisíjahéraði í suðausturhluta landsins. Þeir hafa einnig náð frekari árangri nærri Bakhmut í Dónetskhéraði. 27. júlí 2023 09:37 „Við munum hvorki gleyma né fyrirgefa neitt af þessu“ Rússar segjast hafa eyðilagt hernaðarlega mikilvæga stjórnstöð í úkraínsku borginni Dnipro í gær. Níu særðust í eldflaugaárásum á borgina, þar af tvö börn. Forseti Úkraínu gerir allt hvað hann getur til að hvetja þjóð sína til dáða í stríðinu. 29. júlí 2023 22:00 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Í myndbandsávarpi segir hann árásir á rússneskri grundu „óhjákvæmilegar, eðlilegar og algjörlega sanngjörn þróun“ á stríðinu milli landanna tveggja. Rússneska varnarmálaráðuneytið greindi frá því í dag að tekist hafi að skjóta niður þrjá úkraínska dróna. Tveir drónar hæfðu byggingar í viðskiptahverfi Moskvu, þar sem tvö ráðuneyti eru til húsa. Flugvöllurinn Vnukovo var jafnframt lokað tímabundið í öryggisskyni. Árásin átti sér stað snemma morguns en enginn lést í árásunum. Húsvörður særðist í árásinni.Getty Kveður við nýjan tón Í ávarpi sínu frá úkraínsku borginni Ivano-Frankivsk segir Selenskí að Úkraínumönnum hafi vaxið ásmegin undanfarið. „Í dag er 522. dagur svokölluðu sérstöku hernaðaraðgerða, sem rússnesk yfirvöld héldu að myndu standa yfir í nokkrar vikur,“ sagði Selenskí. „Jafnt og þétt færist stríðið til baka á yfirráðasvæði Rússlands , á táknræna staði og gegn herstöðvum.“ Ukraine's President Volodymyr Zelenskyy attends a meeting with Ireland's Prime Minister Leo Varadkar at Horodetskyi House in Kyiv, Ukraine, Wednesday July 19, 2023. (Clodagh Kilcoyne/Pool via AP) Alla jafna hafa Úkraínumenn ekki lýst ábyrgð á árásum sem þessum innan rússneskra landamæra og má því merkja ákveðna breytingu á tóni Selenskís í ávarpinu. Hann ferðast nú um landið til að hvetja þjóð sína til dáða. Í gær lýstu Rússar því yfir að þeir hefðu eyðilagt hernaðarlega mikilvæga stjórnstöð í úkraínsku borginni Dnipro. Særðust níu í eldflaugaárásum á borgina, þar af tvö börn. Úkraínumenn hafa sett aukinn þunga í árásir gegn Rússum í Sapórisíjahéraði í suðausturhluta landsins en sóknir Úkraínumanna eru taldar hafa verið mjög kostnaðarsamar. Margir hermenn eru sagðir hafa fallið en raunverulegur fjöldi liggur ekki fyrir, þar sem ráðamenn í Úkraínu eru iðulega þöglir sem gröfin um mannfall.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn sagðir gefa í og sækja fram í Saporisjía Úkraínumenn eru sagðir hafa sett aukinn þunga í árásir þeirra gegn Rússum í Sapórisíjahéraði í suðausturhluta landsins. Þeir hafa einnig náð frekari árangri nærri Bakhmut í Dónetskhéraði. 27. júlí 2023 09:37 „Við munum hvorki gleyma né fyrirgefa neitt af þessu“ Rússar segjast hafa eyðilagt hernaðarlega mikilvæga stjórnstöð í úkraínsku borginni Dnipro í gær. Níu særðust í eldflaugaárásum á borgina, þar af tvö börn. Forseti Úkraínu gerir allt hvað hann getur til að hvetja þjóð sína til dáða í stríðinu. 29. júlí 2023 22:00 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn sagðir gefa í og sækja fram í Saporisjía Úkraínumenn eru sagðir hafa sett aukinn þunga í árásir þeirra gegn Rússum í Sapórisíjahéraði í suðausturhluta landsins. Þeir hafa einnig náð frekari árangri nærri Bakhmut í Dónetskhéraði. 27. júlí 2023 09:37
„Við munum hvorki gleyma né fyrirgefa neitt af þessu“ Rússar segjast hafa eyðilagt hernaðarlega mikilvæga stjórnstöð í úkraínsku borginni Dnipro í gær. Níu særðust í eldflaugaárásum á borgina, þar af tvö börn. Forseti Úkraínu gerir allt hvað hann getur til að hvetja þjóð sína til dáða í stríðinu. 29. júlí 2023 22:00