Ættardeilur algengar: Oftast einhver sem telur sig bestan að stjórna klaninu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. ágúst 2023 18:09 Theodór hefur starfað við sáttamiðlun í áratugi. Ættardeilur snúast nær alltaf um peninga og arf að sögn Theodórs Francis Birgissonar klínísks félagsráðgjafa. Oft telur einn sig vera foringja í systkinahópi og eigi þar af leiðandi að ráða meiru um skiptingu en aðrir. „Í langflestum fjölskyldum er einhver sem telur sig betur til þess fallinn en aðrir að stjórna klaninu. Það gerist í bæði stórum og litlum fjölskyldum. Síðan eru aðrir í fjölskyldunni misauðveldir í taumi hvað það varðar,“ sagði Theodór í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefnið var Lambeyrardeilan svokallaða í fjölskyldu Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Theodór hefur áratuga reynslu af sáttamiðlun í málum eins og því. Theodór sagði ættardeilur algengar og erfiðar, þær finnist í svo gott sem öllum fjölskyldum í einhverjum mæli. Rótin er yfirleitt sú að einhverjum finnist að sér vegið og finnist hann vera undanskilinn. Einnig að viðkomandi njóti ekki sannmælis. „Ef báðir aðilar, eða eins og í þessu tilviki allir aðilar, vilja ná sáttum þá er það hægt. Þetta er bara spurning um vilja,“ sagði Theodór. Allir verða að hafa rödd Vandinn er sá að mannskepnan hafi þann eiginleika að telja sig alltaf hafa rétt fyrir sér. Þá sé einnig algengt að fólk misskilji hvert annað og hlusti ekki á hvort annað. Hlutverk félagsráðgjafa í þessu samhengi sé að láta alla hafa rödd og að passa upp á að rödd allra hafi jafn mikið vægi. „Það getur hins vegar farið illa í þann sem er útvalinn af sjálfum sér til að vera foringinn,“ sagði Theodór. Þetta sjáist ekki aðeins innan fjölskyldna. Heldur einnig í félagasamtökum, kórastarfi, kirkjusöfnuðum og víðar. Erfðaskrár mikilvægar en duga ekki alltaf Aðspurður um lausnina sagði Theodór mikilvægast að fólk hlustaði hvert á annað. Einnig að þeir sem láta eftir sig fjármuni tryggi að búið sé að festa skiptinguna niður og koma henni skjalfestri til sýslumanns. Það síðasta sem foreldrarnir vilja, þegar þeir kveðja þetta jarðlíf, er að börnin fari að deila um arfinn. En jafn vel það leysir ekki alltaf deilurnar á milli fólks því fólki finnst það vera að tapa þegar það fær ekki arf. Theodór sagði einnig að deilur sem þessar geta farið niður kynslóðirnar. Stundum væri upprunalega deiluefnið jafn vel gleymt. Fjölskyldumál Deilur um jörðina Lambeyrar Nágrannadeilur Reykjavík síðdegis Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
„Í langflestum fjölskyldum er einhver sem telur sig betur til þess fallinn en aðrir að stjórna klaninu. Það gerist í bæði stórum og litlum fjölskyldum. Síðan eru aðrir í fjölskyldunni misauðveldir í taumi hvað það varðar,“ sagði Theodór í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefnið var Lambeyrardeilan svokallaða í fjölskyldu Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Theodór hefur áratuga reynslu af sáttamiðlun í málum eins og því. Theodór sagði ættardeilur algengar og erfiðar, þær finnist í svo gott sem öllum fjölskyldum í einhverjum mæli. Rótin er yfirleitt sú að einhverjum finnist að sér vegið og finnist hann vera undanskilinn. Einnig að viðkomandi njóti ekki sannmælis. „Ef báðir aðilar, eða eins og í þessu tilviki allir aðilar, vilja ná sáttum þá er það hægt. Þetta er bara spurning um vilja,“ sagði Theodór. Allir verða að hafa rödd Vandinn er sá að mannskepnan hafi þann eiginleika að telja sig alltaf hafa rétt fyrir sér. Þá sé einnig algengt að fólk misskilji hvert annað og hlusti ekki á hvort annað. Hlutverk félagsráðgjafa í þessu samhengi sé að láta alla hafa rödd og að passa upp á að rödd allra hafi jafn mikið vægi. „Það getur hins vegar farið illa í þann sem er útvalinn af sjálfum sér til að vera foringinn,“ sagði Theodór. Þetta sjáist ekki aðeins innan fjölskyldna. Heldur einnig í félagasamtökum, kórastarfi, kirkjusöfnuðum og víðar. Erfðaskrár mikilvægar en duga ekki alltaf Aðspurður um lausnina sagði Theodór mikilvægast að fólk hlustaði hvert á annað. Einnig að þeir sem láta eftir sig fjármuni tryggi að búið sé að festa skiptinguna niður og koma henni skjalfestri til sýslumanns. Það síðasta sem foreldrarnir vilja, þegar þeir kveðja þetta jarðlíf, er að börnin fari að deila um arfinn. En jafn vel það leysir ekki alltaf deilurnar á milli fólks því fólki finnst það vera að tapa þegar það fær ekki arf. Theodór sagði einnig að deilur sem þessar geta farið niður kynslóðirnar. Stundum væri upprunalega deiluefnið jafn vel gleymt.
Fjölskyldumál Deilur um jörðina Lambeyrar Nágrannadeilur Reykjavík síðdegis Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira