Kópavogsbær hækkar leikskólagjöld um tugi þúsunda króna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. ágúst 2023 22:00 Verðið hækkar gríðarlega á leikskólanum Læk og öðrum leikskólum Kópavogs um næstu mánaðamót. Arnar Halldórsson Ólga er meðal foreldra leikskólabarna í Kópavogi í ljósi gríðarlegra gjaldskrárhækkana um næstu mánaðamót. Gjaldskráin hækkar um tugi prósenta og leikskólarnir verða þeir dýrustu á höfuðborgarsvæðinu. Gjaldskrárbreytingin var samþykkt á fundi bæjarráðs þann 6. júlí og tekur gildi frá og með 1. september næstkomandi. Í breytingunni er dvalargjaldið fellt niður ef barn er í sex tíma eða skemur í leikskóla á dag en fyrir aðra hækkar gjaldskráin verulega. Samkvæmt heimildum Vísis er mikil ólga á meðal foreldra vegna þessara hækkana og bent er á á samfélagsmiðlum að afar fáir geti leyft sér þann munað að hafa börn sín aðeins sex tíma eða skemur á leikskóla. Hækkunin hlaupi á tugum prósenta hjá flestum. Dýrustu leikskólarnir á höfuðborgarsvæðinu Vísir gerði könnun á verði átta tíma leikskóladvalar með fullu fæði á höfuðborgarsvæðinu. Verðið í Kópavogi fer úr því að vera þriðja hæsta verðið í það dýrasta. Það fer úr 38.126 krónum í 49.474 krónur, hækkun upp á 11.348 krónur. Þjónustan kostar 45.646 krónur í Garðabæ, 38.259 krónur í Hafnarfirði, 36.351 í Seltjarnarnesi, 31.157 í Reykjavík og 28.784 í Mosfellsbæ. Hækkunin er enn þá meiri í lengri vistun. Níu klukkutíma dvalargjald með fullu fæði í Kópavogi hækkar úr 55.108 krónum í 77.474 krónur. Hækkun upp á 22.366 krónur. Hafa ber í huga að verðin hér að framan eru utan við alla systkinaafslætti, tekjutengda afslætti eða aðrar niðurgreiðslur sem sveitarfélög bjóða upp á í ýmsum tilfellum. Vilja hvetja fólk til að draga úr vistun Aðspurð um hækkanirnar vísar Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í útskýringar bæjarins sem birtast á kopavogur.is. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs.Vísir/Vilhelm Þar segir meðal annars að eitt markmiðið með gjaldskrárhækkuninni sé að búa til hvata meðal foreldra og forsjáraðila til að draga úr dvalartíma barna sinna. Erfiðlega hafi gengið að manna leikskólana og veikindadögum fjölgað. Þegar ákvörðunin var tekin á fundi bæjarráðs var það bókað að bæjarráð teldi mikilvægt að koma til móts við útivinnandi foreldra undir tekjuviðmiðun sem eiga ekki kost á því að draga úr vistun barna sinna og eiga erfitt með að mæta gjaldskrárhækkuninni. Hins vegar verður ekki horft til úrræða fyrir þennan hóp fyrr en eftir þrjá mánuði við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Fréttin hefur verið uppfærð. Kópavogur Leikskólar Skóla - og menntamál Fjármál heimilisins Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Gjaldskrárbreytingin var samþykkt á fundi bæjarráðs þann 6. júlí og tekur gildi frá og með 1. september næstkomandi. Í breytingunni er dvalargjaldið fellt niður ef barn er í sex tíma eða skemur í leikskóla á dag en fyrir aðra hækkar gjaldskráin verulega. Samkvæmt heimildum Vísis er mikil ólga á meðal foreldra vegna þessara hækkana og bent er á á samfélagsmiðlum að afar fáir geti leyft sér þann munað að hafa börn sín aðeins sex tíma eða skemur á leikskóla. Hækkunin hlaupi á tugum prósenta hjá flestum. Dýrustu leikskólarnir á höfuðborgarsvæðinu Vísir gerði könnun á verði átta tíma leikskóladvalar með fullu fæði á höfuðborgarsvæðinu. Verðið í Kópavogi fer úr því að vera þriðja hæsta verðið í það dýrasta. Það fer úr 38.126 krónum í 49.474 krónur, hækkun upp á 11.348 krónur. Þjónustan kostar 45.646 krónur í Garðabæ, 38.259 krónur í Hafnarfirði, 36.351 í Seltjarnarnesi, 31.157 í Reykjavík og 28.784 í Mosfellsbæ. Hækkunin er enn þá meiri í lengri vistun. Níu klukkutíma dvalargjald með fullu fæði í Kópavogi hækkar úr 55.108 krónum í 77.474 krónur. Hækkun upp á 22.366 krónur. Hafa ber í huga að verðin hér að framan eru utan við alla systkinaafslætti, tekjutengda afslætti eða aðrar niðurgreiðslur sem sveitarfélög bjóða upp á í ýmsum tilfellum. Vilja hvetja fólk til að draga úr vistun Aðspurð um hækkanirnar vísar Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í útskýringar bæjarins sem birtast á kopavogur.is. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs.Vísir/Vilhelm Þar segir meðal annars að eitt markmiðið með gjaldskrárhækkuninni sé að búa til hvata meðal foreldra og forsjáraðila til að draga úr dvalartíma barna sinna. Erfiðlega hafi gengið að manna leikskólana og veikindadögum fjölgað. Þegar ákvörðunin var tekin á fundi bæjarráðs var það bókað að bæjarráð teldi mikilvægt að koma til móts við útivinnandi foreldra undir tekjuviðmiðun sem eiga ekki kost á því að draga úr vistun barna sinna og eiga erfitt með að mæta gjaldskrárhækkuninni. Hins vegar verður ekki horft til úrræða fyrir þennan hóp fyrr en eftir þrjá mánuði við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kópavogur Leikskólar Skóla - og menntamál Fjármál heimilisins Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira