Lloyd dregur í land: „Ég ann þessu liði“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. ágúst 2023 14:30 Carli Lloyd lék 316 landsleiki á árunum 2005-21 og skoraði 134 mörk. getty/Katelyn Mulcahy Carli Lloyd, ein besta fótboltakona allra tíma, hefur dregið í land með gagnrýni sína á bandaríska landsliðið sem komst naumlega upp úr sínum riðli á HM. Í lokaumferð riðlakeppninnar á HM mætti bandaríska liðið Portúgal og þrátt fyrir að hafa verið sterkari aðilinn í leiknum mátti engu muna að Bandaríkin töpuðu leiknum. Í uppbótartíma slapp varamaðurinn Ana Capeta í gegnum vörn bandaríska liðsins en skaut í stöng. Leikar fóru 0-0 og það dugði Bandaríkjakonum til að komast áfram. Eftir leikinn gagnrýndi Lloyd sína gömlu liðsfélaga, fyrir spilamennskuna og að fagna sætinu í sextán liða úrslitum óhóflega. „Ég hef aldrei upplifað neitt svona lagað. Að vera dansandi, brosandi. Ég meina, stöngin var maður leiksins,“ sagði Lloyd. „Þið eruð heppnar að vera ekki á heimleið.“ Lloyd útskýrði ummæli sína frekar í gær og dró verulega í land með gagnrýni sína. „Ég var mjög gagnrýnin á liðið í gær. Ég hef fengið smá tíma til að melta þetta og sofa á þessu og ég vil að fólk skilji að ég ann þessu liði,“ sagði Lloyd. "I want people to understand that I care deeply about this team."@CarliLloyd shares how her previous comments on the USWNT come from a place of admiration and how they were reflected in a legacy of success and generational greatness pic.twitter.com/2TIv8YQOVr— FOX Soccer (@FOXSoccer) August 2, 2023 Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt ummæli Lloyds eru Lindsey Horan, leikmaður bandaríska liðsins, og þjálfari þess, Vlatko Andonovski. Hann sagði ummælin galin. Bandaríkin mæta Svíþjóð í sextán liða úrslitum á HM á sunnudaginn. Bandaríska liðið varð heimsmeistari 2015 og 2019. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Bandaríski fótboltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira
Í lokaumferð riðlakeppninnar á HM mætti bandaríska liðið Portúgal og þrátt fyrir að hafa verið sterkari aðilinn í leiknum mátti engu muna að Bandaríkin töpuðu leiknum. Í uppbótartíma slapp varamaðurinn Ana Capeta í gegnum vörn bandaríska liðsins en skaut í stöng. Leikar fóru 0-0 og það dugði Bandaríkjakonum til að komast áfram. Eftir leikinn gagnrýndi Lloyd sína gömlu liðsfélaga, fyrir spilamennskuna og að fagna sætinu í sextán liða úrslitum óhóflega. „Ég hef aldrei upplifað neitt svona lagað. Að vera dansandi, brosandi. Ég meina, stöngin var maður leiksins,“ sagði Lloyd. „Þið eruð heppnar að vera ekki á heimleið.“ Lloyd útskýrði ummæli sína frekar í gær og dró verulega í land með gagnrýni sína. „Ég var mjög gagnrýnin á liðið í gær. Ég hef fengið smá tíma til að melta þetta og sofa á þessu og ég vil að fólk skilji að ég ann þessu liði,“ sagði Lloyd. "I want people to understand that I care deeply about this team."@CarliLloyd shares how her previous comments on the USWNT come from a place of admiration and how they were reflected in a legacy of success and generational greatness pic.twitter.com/2TIv8YQOVr— FOX Soccer (@FOXSoccer) August 2, 2023 Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt ummæli Lloyds eru Lindsey Horan, leikmaður bandaríska liðsins, og þjálfari þess, Vlatko Andonovski. Hann sagði ummælin galin. Bandaríkin mæta Svíþjóð í sextán liða úrslitum á HM á sunnudaginn. Bandaríska liðið varð heimsmeistari 2015 og 2019.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Bandaríski fótboltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira