Drónar bannaðir en ekki þyrlur: „Þarna leggurðu heilu hóteli inn í miðju friðlandi“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. ágúst 2023 06:46 Margrét segir marga furða sig á því að drónaflug sé óheimilt í friðlandinu við Dynjanda vegna fuglalífs á meðan þyrluferðir á vegum skemmtiferðaskipa eru heimilar. Fornleifafræðingur furðar sig á því að skemmtiferðaskipum og þyrlum sé leyfilegt að ferja ferðamenn að Dynjanda í friðlandi í Arnarfirði á meðan drónaflug sé óheimilt á þeim forsendum að það raski friði fugla og manna í friðlandinu. „Þetta er ótrúlega flott skip og á því eru tvær þyrlur og einn kafbátur en við höfum pirrað okkur á því að það sé bannað að vera hér með dróna en allt í lagi að fljúga þyrlum hérna yfir allan Arnarfjörðinn,“ segir Margrét Hrönn Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur við Náttúrustofu Vestfjarða, um skemmtiferðarskip sem heimsótti Dynjanda í dag, í samtali við Vísi. Að sögn Margrétar er um að ræða skemmtiferðaskipið Scenic Eclipse II. Á vef skipafélagsins kemur fram að skipinu sé ætlað að sameina lúxus og ævintýramennsku. Bryti er um borð. Viðskiptavinum er boðið upp á för hringinn í kringum eyjuna á tíu dögum og ef pöntuð væri ferð milli 5. og 14. ágúst kostar hún 8.120 bresk sterlingspund eða því sem nemur rúmum 1,3 milljónum íslenskra króna. Úr kynningarmyndbandi vegna Íslandsferðar með Scenic Eclipse II. Fuglarnir urluðust Margrét hefur ásamt kollegum verið við fornleifarannsóknir skammt frá Arnarfirði, einnig í fyrra og því orðið vitni að komu þó nokkurra skemmtiferðaskipa. „Við erum að grafa hérna og það var stanslaust fram á kvöld þyrluflug yfir fjörðinn í dag. Flugið er ekki mjög lágt en þú getur ímyndað þér áhrifin á fuglalífið þegar þær eru að lenda á skipinu. Þetta er þyrlupallur í miðju friðlendi.“ Á vef Umhverfisstofnunar kemur fram að flug dróna sé með öllu óheimilt við Dynjanda. Vísað er til rannsókna á drónaflugi sem sýna að það geti haft truflandi áhrif á fuglalíf. Fram kemur að í Dynjandisvogi hafi verið skráðar 35 tegundir fugla, þar á meðal nokkrar tegundir sem eru á lista yfir ábyrgðartegundir Íslands og/eða eru á válista. Í Dynjandisvogi hafa verið skráðar 35 tegundir fugla.Vísir/Vilhelm „Við urðum vitni að því þegar fuglarnir urluðust í fyrra, þá vorum við að grafa tölvuvert innar í firðinum. Það hlýtur að þurfa að taka á þessu,“ segir Margrét. „Í fyrra hringdi leiðsögumaður frá Ísafirði í stofnunina til að spyrjast fyrir um þetta þyrluflug í friðlandinu og hann fékk þau svör að það væri það ekki óheimilt. Fólk er alveg rasandi yfir því að þetta skuli vera leyfilegt, vegna þess að allir aðrir ferja ferðamenn frá Ísafirði. Þarna ertu að leggja hóteli inn í miðju friðlandi.“ Ísafjarðarbær Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Vesturbyggð Tengdar fréttir Reisa nýja útsýnispalla og lengja göngustíg við Dynjanda Í sumar verður göngustígur upp að Dynjanda í Arnarfirði lengdur og þremur nýjum útsýnispöllum komið fyrir. Auglýst er eftir framkvæmdaaðila til að annast framkvæmdirnar. 18. maí 2023 09:29 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
„Þetta er ótrúlega flott skip og á því eru tvær þyrlur og einn kafbátur en við höfum pirrað okkur á því að það sé bannað að vera hér með dróna en allt í lagi að fljúga þyrlum hérna yfir allan Arnarfjörðinn,“ segir Margrét Hrönn Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur við Náttúrustofu Vestfjarða, um skemmtiferðarskip sem heimsótti Dynjanda í dag, í samtali við Vísi. Að sögn Margrétar er um að ræða skemmtiferðaskipið Scenic Eclipse II. Á vef skipafélagsins kemur fram að skipinu sé ætlað að sameina lúxus og ævintýramennsku. Bryti er um borð. Viðskiptavinum er boðið upp á för hringinn í kringum eyjuna á tíu dögum og ef pöntuð væri ferð milli 5. og 14. ágúst kostar hún 8.120 bresk sterlingspund eða því sem nemur rúmum 1,3 milljónum íslenskra króna. Úr kynningarmyndbandi vegna Íslandsferðar með Scenic Eclipse II. Fuglarnir urluðust Margrét hefur ásamt kollegum verið við fornleifarannsóknir skammt frá Arnarfirði, einnig í fyrra og því orðið vitni að komu þó nokkurra skemmtiferðaskipa. „Við erum að grafa hérna og það var stanslaust fram á kvöld þyrluflug yfir fjörðinn í dag. Flugið er ekki mjög lágt en þú getur ímyndað þér áhrifin á fuglalífið þegar þær eru að lenda á skipinu. Þetta er þyrlupallur í miðju friðlendi.“ Á vef Umhverfisstofnunar kemur fram að flug dróna sé með öllu óheimilt við Dynjanda. Vísað er til rannsókna á drónaflugi sem sýna að það geti haft truflandi áhrif á fuglalíf. Fram kemur að í Dynjandisvogi hafi verið skráðar 35 tegundir fugla, þar á meðal nokkrar tegundir sem eru á lista yfir ábyrgðartegundir Íslands og/eða eru á válista. Í Dynjandisvogi hafa verið skráðar 35 tegundir fugla.Vísir/Vilhelm „Við urðum vitni að því þegar fuglarnir urluðust í fyrra, þá vorum við að grafa tölvuvert innar í firðinum. Það hlýtur að þurfa að taka á þessu,“ segir Margrét. „Í fyrra hringdi leiðsögumaður frá Ísafirði í stofnunina til að spyrjast fyrir um þetta þyrluflug í friðlandinu og hann fékk þau svör að það væri það ekki óheimilt. Fólk er alveg rasandi yfir því að þetta skuli vera leyfilegt, vegna þess að allir aðrir ferja ferðamenn frá Ísafirði. Þarna ertu að leggja hóteli inn í miðju friðlandi.“
Ísafjarðarbær Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Vesturbyggð Tengdar fréttir Reisa nýja útsýnispalla og lengja göngustíg við Dynjanda Í sumar verður göngustígur upp að Dynjanda í Arnarfirði lengdur og þremur nýjum útsýnispöllum komið fyrir. Auglýst er eftir framkvæmdaaðila til að annast framkvæmdirnar. 18. maí 2023 09:29 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Reisa nýja útsýnispalla og lengja göngustíg við Dynjanda Í sumar verður göngustígur upp að Dynjanda í Arnarfirði lengdur og þremur nýjum útsýnispöllum komið fyrir. Auglýst er eftir framkvæmdaaðila til að annast framkvæmdirnar. 18. maí 2023 09:29