Stjóri Tottenham pollrólegur yfir framtíð Kane Arnar Geir Halldórsson skrifar 7. ágúst 2023 08:00 Harry og Ange. vísir/Getty Ange Postecoglou, nýr stjóri Tottenham, kveðst ekki eyða miklum tíma í að velta fyrir sér framtíð stjörnuframherjans síns, Harry Kane. Ange var spurður út í stöðuna hjá Harry Kane í kjölfar síðasta æfingaleiks liðsins sem fram fór í gær þegar Tottenham vann 5-1 sigur á Shakhtar en enski framherjinn hefur verið orðaður sterklega við Bayern Munchen undanfarna daga og vikur. „Við vitum að það er bara ein dagsetning sem skiptir máli og það er þegar glugginn lokar. Þangað til er ég í reglulegum samskiptum við Harry og við félagið. Ég er búinn að biðja þá að láta mig vita ef eitthvað breytist,“ sagði Ange, pollrólegur. „Ég þarf ekkert að vita um hverjir eru að koma eða að fara þangað til það er búið að gerast. Ég vil bara einbeita mér að því sem er fyrir framan mig. Ég er að setja saman lið hérna og get ekki verið að bíða eftir einhverjum ákvörðunum hér og þar.“ Kane bar fyrirliðaband Tottenham í leiknum og skoraði fjögur mörk. „Þið sáuð í dag að Harry er klárlega með okkur í því sem við erum að gera og við höldum áfram með það þangað til eitthvað breytist,“ sagði Ange. Ramping it up pic.twitter.com/0piFcDoiYu— Harry Kane (@HKane) August 6, 2023 Forráðamenn Bayern Munchen, Uli Höness og Herbert Hainer, hafa ítrekað talað um Kane opinberlega í allt sumar og virðist Ange ekki missa svefn yfir því. „Það er þeirra mál. Ef þeir vilja vinna hlutina svona er það ekki mitt að dæma. Það truflar mig ekki. Ég sit ekki hérna og velti því fyrir mér hvað önnur félög eru að gera. Staðreyndin er sú að hann er samningsbundinn okkar félagi,“ sagði Ange, ákveðinn og skaut létt á forráðamenn Bayern að endingu. „Ég myndi klárlega ekki tala um leikmenn sem eru samningsbundnir öðrum félögum en ég er ekki hjá Bayern og þeir geta haft þetta eins og þeir vilja.“ Enski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ Sjá meira
Ange var spurður út í stöðuna hjá Harry Kane í kjölfar síðasta æfingaleiks liðsins sem fram fór í gær þegar Tottenham vann 5-1 sigur á Shakhtar en enski framherjinn hefur verið orðaður sterklega við Bayern Munchen undanfarna daga og vikur. „Við vitum að það er bara ein dagsetning sem skiptir máli og það er þegar glugginn lokar. Þangað til er ég í reglulegum samskiptum við Harry og við félagið. Ég er búinn að biðja þá að láta mig vita ef eitthvað breytist,“ sagði Ange, pollrólegur. „Ég þarf ekkert að vita um hverjir eru að koma eða að fara þangað til það er búið að gerast. Ég vil bara einbeita mér að því sem er fyrir framan mig. Ég er að setja saman lið hérna og get ekki verið að bíða eftir einhverjum ákvörðunum hér og þar.“ Kane bar fyrirliðaband Tottenham í leiknum og skoraði fjögur mörk. „Þið sáuð í dag að Harry er klárlega með okkur í því sem við erum að gera og við höldum áfram með það þangað til eitthvað breytist,“ sagði Ange. Ramping it up pic.twitter.com/0piFcDoiYu— Harry Kane (@HKane) August 6, 2023 Forráðamenn Bayern Munchen, Uli Höness og Herbert Hainer, hafa ítrekað talað um Kane opinberlega í allt sumar og virðist Ange ekki missa svefn yfir því. „Það er þeirra mál. Ef þeir vilja vinna hlutina svona er það ekki mitt að dæma. Það truflar mig ekki. Ég sit ekki hérna og velti því fyrir mér hvað önnur félög eru að gera. Staðreyndin er sú að hann er samningsbundinn okkar félagi,“ sagði Ange, ákveðinn og skaut létt á forráðamenn Bayern að endingu. „Ég myndi klárlega ekki tala um leikmenn sem eru samningsbundnir öðrum félögum en ég er ekki hjá Bayern og þeir geta haft þetta eins og þeir vilja.“
Enski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ Sjá meira