Eyddi formúgu fjár í Taylor Swift-miða sem voru ekki til Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. ágúst 2023 13:54 Eras-tónleikaferðalag Taylor Swift hefur notið gríðarlega vinsælda enda á hún stóran fylgjendahóp sem gengur jafnan undir nafninu Swifties. Getty/Terry Wyatt Miðar á yfirstandandi tónleikaferðalag Taylor Swift eru illfáanlegir og rándýrir vegna endursölusíðna. Bandarísk kona sem keypti miða á 1.400 dali (um 180 þúsund íslenskra króna) uppgötvaði eftir kaupin að miðarnir voru ekki til. Eftirspurn eftir miðum á The Eras Tour, tónleikaferðalag Swift, hefur verið gríðarleg og hafa miðar yfirleitt selst upp um leið og þeir fara í sölu. Fréttamiðillinn The Wall Street Journal spáir því að tónleikaferðalagið veðir það fyrsta í sögunni sem halar inn milljarði Bandaríkjadala. Þá hafa verið mikil vandræði með sölusíðuna TicketMaster sem sér um opinbera miðasölu fyrir tónleikaferðalagið. Sú síða hefur ítrekað brugðist og legið niðri vegna eftirspurnar eftir miðum. Þeir sem ná ekki að kaupa miða strax þurfa að leita á náðir endursöluaðila sem smyrja vel ofan á verðið. Þar getur miðaverð farið upp í mörg hundruð þúsund krónur. Stefanie Klein, Kaliforníubúi, ætlaði að kaupa miða fyrir dóttur sína á tónleikaferðalag Swift og endaði á að sölusíðunni StubHub. Þar keypti hún miða fyrir 1.400 Bandaríkjadali (sirka 184 þúsund íslenskra króna). Eftir kaupin hafði StubHub hins vegar samband og greindi henni frá því að seljandinn væri ekki með miðana sem hún hafði borgað fyrir. Þeir væru ekki til. Tryggingin reyndist innantóm StubHub er með tryggingu sem á að verja kaupendur og bæta þeim upp fyrir tap lendi þeir í svindlurum. Kaupendur eiga þá að fá endurgreitt að fullu að viðbættum tuttugu prósentum af miðaverðinu. Klein var því viss um að hún fengi peninginn sinn endurgreiddan. Taylor Swift er einn vinsælasti tónlistarmaður heims.Getty/Amy Sussman Það var ekki raunin heldur lenti Klein í vítahring símhringinga þar sem hún var send á millið ólíkra aðila og fékk hvorki svör né lausnir vegna vandamála sinna. Hún segir að trygging StubHub hafi ekkert varið sig tapi. „Ég fékk að heyra skýringu eftir skýringu, afsökun eftir afsökun eftir afsökun. Það var ekkert annað sem ég fékk frá þjónustuverinu. Þetta gaf mér háan blóðþrýsting, ég gat ekki gert þetta lengur. Ég gat ekki eytt dýrmætum tíma mínum að rífast aftur og aftur,“ sagði Klein í viðtali við NBC Los Angeles. Það var ekki fyrr en eftir að fréttamiðillinn NBC hafði samband við StubHub til að rannsaka málið sem Klein fékk loksins endurgreitt. Það er þó spurning hvort aðrir aðdáendur sem hafa lent í sambærilegum prettum séu jafnheppnir og Klein. Tónlist Bandaríkin Tengdar fréttir Taylor Swift kemur aðdáendum rækilega á óvart Söngkonan Taylor Swift tilkynnti í dag að hún hygðist gefa út fjögur glæný lög á miðnætti í tilefni af tónleikaferðalagi hennar, þar sem hún fylgir eftir plötunni „miðnætti“ (e. Midnight). 16. mars 2023 22:15 Taylor Swift heldur á tónleikaferðalag Söngkonan ástsæla, Taylor Swift tilkynnti aðdáendum sínum fyrr í dag að nýtt tónleikaferðalag hennar, „Eras Tour“ myndi hefjast í mars á næsta ári. 1. nóvember 2022 20:46 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Sjá meira
Eftirspurn eftir miðum á The Eras Tour, tónleikaferðalag Swift, hefur verið gríðarleg og hafa miðar yfirleitt selst upp um leið og þeir fara í sölu. Fréttamiðillinn The Wall Street Journal spáir því að tónleikaferðalagið veðir það fyrsta í sögunni sem halar inn milljarði Bandaríkjadala. Þá hafa verið mikil vandræði með sölusíðuna TicketMaster sem sér um opinbera miðasölu fyrir tónleikaferðalagið. Sú síða hefur ítrekað brugðist og legið niðri vegna eftirspurnar eftir miðum. Þeir sem ná ekki að kaupa miða strax þurfa að leita á náðir endursöluaðila sem smyrja vel ofan á verðið. Þar getur miðaverð farið upp í mörg hundruð þúsund krónur. Stefanie Klein, Kaliforníubúi, ætlaði að kaupa miða fyrir dóttur sína á tónleikaferðalag Swift og endaði á að sölusíðunni StubHub. Þar keypti hún miða fyrir 1.400 Bandaríkjadali (sirka 184 þúsund íslenskra króna). Eftir kaupin hafði StubHub hins vegar samband og greindi henni frá því að seljandinn væri ekki með miðana sem hún hafði borgað fyrir. Þeir væru ekki til. Tryggingin reyndist innantóm StubHub er með tryggingu sem á að verja kaupendur og bæta þeim upp fyrir tap lendi þeir í svindlurum. Kaupendur eiga þá að fá endurgreitt að fullu að viðbættum tuttugu prósentum af miðaverðinu. Klein var því viss um að hún fengi peninginn sinn endurgreiddan. Taylor Swift er einn vinsælasti tónlistarmaður heims.Getty/Amy Sussman Það var ekki raunin heldur lenti Klein í vítahring símhringinga þar sem hún var send á millið ólíkra aðila og fékk hvorki svör né lausnir vegna vandamála sinna. Hún segir að trygging StubHub hafi ekkert varið sig tapi. „Ég fékk að heyra skýringu eftir skýringu, afsökun eftir afsökun eftir afsökun. Það var ekkert annað sem ég fékk frá þjónustuverinu. Þetta gaf mér háan blóðþrýsting, ég gat ekki gert þetta lengur. Ég gat ekki eytt dýrmætum tíma mínum að rífast aftur og aftur,“ sagði Klein í viðtali við NBC Los Angeles. Það var ekki fyrr en eftir að fréttamiðillinn NBC hafði samband við StubHub til að rannsaka málið sem Klein fékk loksins endurgreitt. Það er þó spurning hvort aðrir aðdáendur sem hafa lent í sambærilegum prettum séu jafnheppnir og Klein.
Tónlist Bandaríkin Tengdar fréttir Taylor Swift kemur aðdáendum rækilega á óvart Söngkonan Taylor Swift tilkynnti í dag að hún hygðist gefa út fjögur glæný lög á miðnætti í tilefni af tónleikaferðalagi hennar, þar sem hún fylgir eftir plötunni „miðnætti“ (e. Midnight). 16. mars 2023 22:15 Taylor Swift heldur á tónleikaferðalag Söngkonan ástsæla, Taylor Swift tilkynnti aðdáendum sínum fyrr í dag að nýtt tónleikaferðalag hennar, „Eras Tour“ myndi hefjast í mars á næsta ári. 1. nóvember 2022 20:46 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Sjá meira
Taylor Swift kemur aðdáendum rækilega á óvart Söngkonan Taylor Swift tilkynnti í dag að hún hygðist gefa út fjögur glæný lög á miðnætti í tilefni af tónleikaferðalagi hennar, þar sem hún fylgir eftir plötunni „miðnætti“ (e. Midnight). 16. mars 2023 22:15
Taylor Swift heldur á tónleikaferðalag Söngkonan ástsæla, Taylor Swift tilkynnti aðdáendum sínum fyrr í dag að nýtt tónleikaferðalag hennar, „Eras Tour“ myndi hefjast í mars á næsta ári. 1. nóvember 2022 20:46