Ítalía leggur 40 prósent „hvalrekaskatt“ á hagnað bankanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. ágúst 2023 09:54 „Lífskjörin eru ekki vandamálið, heldur kapítalisminn!“ stendur graffað á vegg í Róm. Getty/Corbis/Stefano Montesi Stjórnvöld á Ítalíu hafa ákveðið að leggja 40 prósent skatt á hagnað banka á þessu ári en skattheimtan mun eingöngu ná til þess hluta hagnaðarins sem er tilkominn vegna vaxtamunar. Þau segja skatttekjurnar verða nýttar til þess að koma til móts við fjölskyldur landsins, sem hafa verið leiknar grátt af ítrekuðum vaxtahækkunum. Hlutabréf í bönkunum hafa lækkað um allt að átta prósent eftir að tilkynnt var um skattinn. Áætlað virði þeirra er sagt hafa lækkað um 9,5 milljarða evra frá því að markaðir opnuðu. Það svarar til tæplega 1400 milljarða króna. Breaking news: Italy s rightwing coalition has surprised markets with the announcement of a 40% 'windfall' tax on banks https://t.co/ylBQrO2aPN pic.twitter.com/eo2aHXXDOP— Financial Times (@FinancialTimes) August 8, 2023 Matteo Salvini, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu, segir ákvörðunina afleiðingu vaxtahækkana Seðlabanka Evrópu og gríðarlegs hagnaðar ítölsku bankana vegna vaxtamunarins. Umræddur hagnaður er sagður nema tæpum 20 prósentum af heildarhagnaði bankanna. Salvini hefur bent á að á sama tíma og vextir á lánum hafi hækkað gríðarlega hafi vextir á innistæðum varla hreyfst. Þannig hafi bankarnir hagnast gríðarlega, á sama tíma og lántekendur séu undir síauknum þrýstingi. Skattlagning af þessu tagi, af miklum hagnaði og til skamms tíma, hefur verið kölluð „hvalrekaskattur“ á íslensku en áköll um slíkan skatt hafa verið hávær síðustu misseri, til að mynda á Bretlandseyjum. Þar hafa aðgerðasinnar hvatt til þess að allur hagnaður stórfyrirtækja sem hafa hagnast á sama tíma og heimilin eiga sífellt erfiðara með að ná endum saman verði skattlagður sérstaklega. Delighted to see that Italy has imposed a 40% windfall tax on the unearned profits banks are making from interest rates As @franboait told @guardian a 35% windfall tax on bank profits here in the UK would generate £67 billion over the next five years!https://t.co/pccui9nEzG— Positive Money (@PositiveMoneyUK) August 8, 2023 Ítalía Skattar og tollar Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Þau segja skatttekjurnar verða nýttar til þess að koma til móts við fjölskyldur landsins, sem hafa verið leiknar grátt af ítrekuðum vaxtahækkunum. Hlutabréf í bönkunum hafa lækkað um allt að átta prósent eftir að tilkynnt var um skattinn. Áætlað virði þeirra er sagt hafa lækkað um 9,5 milljarða evra frá því að markaðir opnuðu. Það svarar til tæplega 1400 milljarða króna. Breaking news: Italy s rightwing coalition has surprised markets with the announcement of a 40% 'windfall' tax on banks https://t.co/ylBQrO2aPN pic.twitter.com/eo2aHXXDOP— Financial Times (@FinancialTimes) August 8, 2023 Matteo Salvini, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu, segir ákvörðunina afleiðingu vaxtahækkana Seðlabanka Evrópu og gríðarlegs hagnaðar ítölsku bankana vegna vaxtamunarins. Umræddur hagnaður er sagður nema tæpum 20 prósentum af heildarhagnaði bankanna. Salvini hefur bent á að á sama tíma og vextir á lánum hafi hækkað gríðarlega hafi vextir á innistæðum varla hreyfst. Þannig hafi bankarnir hagnast gríðarlega, á sama tíma og lántekendur séu undir síauknum þrýstingi. Skattlagning af þessu tagi, af miklum hagnaði og til skamms tíma, hefur verið kölluð „hvalrekaskattur“ á íslensku en áköll um slíkan skatt hafa verið hávær síðustu misseri, til að mynda á Bretlandseyjum. Þar hafa aðgerðasinnar hvatt til þess að allur hagnaður stórfyrirtækja sem hafa hagnast á sama tíma og heimilin eiga sífellt erfiðara með að ná endum saman verði skattlagður sérstaklega. Delighted to see that Italy has imposed a 40% windfall tax on the unearned profits banks are making from interest rates As @franboait told @guardian a 35% windfall tax on bank profits here in the UK would generate £67 billion over the next five years!https://t.co/pccui9nEzG— Positive Money (@PositiveMoneyUK) August 8, 2023
Ítalía Skattar og tollar Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira