„Við höfum alltaf vitað að það er fólk þarna úti sem vill okkur ekkert gott“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. ágúst 2023 20:37 Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga. Vísir/Einar Trans fólk og ungt hinsegin fólk finnur mest fyrir breyttri orðræðu á netmiðlum og víðar, að sögn formanns Hinsegin daga. Blendnar tilfinningar fylgi setningu hátíðarinnar. Hinsegin dagar voru formlega settir við hátíðlega athöfn við Vegamótastíg í hádeginu. Þar fóru fram ræðuhöld, tónlistaratriði auk málningarvinnunnar sem orðin er órjúfanlegur hluti af setningu Hinsegin daga. Í ár varð Trans fáninn fyrir valinu en Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, segir fánann bæði fallegan og að löngu væri tímabært að hann yrði sýnilegur í borginni. Róðurinn þyngst „En svo er það auðvitað trans fólk og svo ungt hinsegin fólk sem kannski finnur hvað mest fyrir þessari breyttu orðræðu sem við sjáum á netmiðlum og víðar, mjög mikið á samfélagsmiðlum. Þannig að það kom ekkert annað til greina en að trans fáninn yrði sýnilegur í ár.“ Hann segir róðurinn hafa þyngst undanfarið hjá hinsegin fólki og að baráttan fyrir jöfnum réttindum sé hvergi nærri búin. Heimsmyndin breytt „Við höfum alltaf vitað að það er fólk þarna úti sem vill okkur ekkert gott og telur réttindi okkar orðin of mikil. Fólk virðist vera farið að finna hvort annað og skipuleggja sína baráttu, þá kemur aukinn þungi í það. Heimsmyndin er breytt, það eru allskonar nýir samfélagsmiðlar, sem einhvern veginn hjálpa ákveðnum jaðarhugmyndum að grassera án þess að aðrir hópar verða varir við það áður en að það sprettur allt í einu upp.“ Blendnar tilfinningar fylgi hátíð eins og Hinsegin dögum þar sem þrátt fyrir gleðina og stemninguna fylgi alvarlegri undirtónn. „Við erum ekki komin alla leið hvað lagalegt umhverfi okkar hinsegin fólks varðar þó við höfum komist langt. Og svo er það bara að vera viðbúin og taka á móti þessu bakslagi sem við erum að finna fyrir. Því um leið og það er byrjað að narta í réttindi eins minnihlutahóps þá er ansi stutt í að það verði farið að narta í réttindi annarra. Þannig að við þurfum öll að standa saman í þessari baráttu.“ Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Hinsegin dagar voru formlega settir við hátíðlega athöfn við Vegamótastíg í hádeginu. Þar fóru fram ræðuhöld, tónlistaratriði auk málningarvinnunnar sem orðin er órjúfanlegur hluti af setningu Hinsegin daga. Í ár varð Trans fáninn fyrir valinu en Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, segir fánann bæði fallegan og að löngu væri tímabært að hann yrði sýnilegur í borginni. Róðurinn þyngst „En svo er það auðvitað trans fólk og svo ungt hinsegin fólk sem kannski finnur hvað mest fyrir þessari breyttu orðræðu sem við sjáum á netmiðlum og víðar, mjög mikið á samfélagsmiðlum. Þannig að það kom ekkert annað til greina en að trans fáninn yrði sýnilegur í ár.“ Hann segir róðurinn hafa þyngst undanfarið hjá hinsegin fólki og að baráttan fyrir jöfnum réttindum sé hvergi nærri búin. Heimsmyndin breytt „Við höfum alltaf vitað að það er fólk þarna úti sem vill okkur ekkert gott og telur réttindi okkar orðin of mikil. Fólk virðist vera farið að finna hvort annað og skipuleggja sína baráttu, þá kemur aukinn þungi í það. Heimsmyndin er breytt, það eru allskonar nýir samfélagsmiðlar, sem einhvern veginn hjálpa ákveðnum jaðarhugmyndum að grassera án þess að aðrir hópar verða varir við það áður en að það sprettur allt í einu upp.“ Blendnar tilfinningar fylgi hátíð eins og Hinsegin dögum þar sem þrátt fyrir gleðina og stemninguna fylgi alvarlegri undirtónn. „Við erum ekki komin alla leið hvað lagalegt umhverfi okkar hinsegin fólks varðar þó við höfum komist langt. Og svo er það bara að vera viðbúin og taka á móti þessu bakslagi sem við erum að finna fyrir. Því um leið og það er byrjað að narta í réttindi eins minnihlutahóps þá er ansi stutt í að það verði farið að narta í réttindi annarra. Þannig að við þurfum öll að standa saman í þessari baráttu.“
Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira