Lengsta sumarfríið sem Tryggvi hefur fengið í atvinnumennskunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2023 11:00 Tryggvi Snær Hlinason treður boltanum í körfuna með tilþrifum í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Bára Tryggvi Snær Hlinason er spenntur fyrir nýju verkefni í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta en hann færði sig um set á Spáni í sumar. Tryggvi hefur verið leikmaður liðsins Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni frá árinu 2019 en tók þá ákvörðun að breyta til eftir nýafstaðna leiktíð sem var köflótt hjá liðinu. Hann kveðst hafa notið lengra sumarfrís en ella. „Ég var alveg svolítið fyrir norðan. Þetta var mjög ljúft sumarfrí og það lengsta sem ég hef fengið til þessa. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt en það er alltaf gott að byrja aftur. Mér fannst kominn tími til að byrja aftur enda ekki vanur að stoppa svona lengi. Það er gaman að vera kominn aftur af stað og byrja með strákunum,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason í samtali við Val Pál Eiríksson. Spenntur fyrir næstu skrefum Hvernig metur hann síðasta tímabilið sitt með Zaragoza? „Þetta var svona ágætt ár allt í allt. Það var margt erfitt eins og það getur orðið í ACB en á endanum kláruðum við þetta nokkuð þægilega. Við enduðum á að tapa nokkrum leikjum í lokin sem var leiðinlegt. Ég get alveg verið sáttur við mín ár í Zaragoza og er bara spenntur fyrir næstu skrefum,“ sagði Tryggvi Snær. Tryggvi færi sig frá Zaragoza, vestar á norðurströnd Spánar, til Bilbao í Baskalandi. Hann mun spila með Bilbao Basket á komandi leiktíð. Nýr staður fyrir fjölskylduna að heimsækja „Ég farið þangað og spilað margoft. Ég farið í heimsókn þangað og þetta er mjög falleg borg og flott svæði. Fjölskyldan er mjög sátt að fá nýjan stað til að heimsækja. Ég er mjög spenntur og þekki þjálfarann vel. Í liðinu eru margir reynsluboltar úr ACB og ég er spenntur að sjá hvað við getum gert á næsta tímabili,“ sagði Tryggvi. Hvernig ber hann þetta Bilbao lið saman við Zaragoza liðið? „Þetta er svipaður kaliber og lið á svipuðu róli. Í ACB þá eru flest öll lið í þessum dúr. Í rauninni algjör happa og glappa hvar með enda síðan. Þetta er alveg lið sem getur komist í úrslitakeppnina og getur líka endað á því að berjast í fallbaráttu,“ sagði Tryggvi. Tryggvi er nú á fullu með íslenska landsliðinu sem er á leiðinni í umspil um sæti á Ólympíuleikunum sem hefst á laugardaginn kemur í Tyrklandi. Það má horfa á allt viðtalið við Tryggva hér fyrir neðan og hvað hann segir um þetta krefjandi verkefni með landsliðinu. Landslið karla í körfubolta Spænski körfuboltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira
Tryggvi hefur verið leikmaður liðsins Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni frá árinu 2019 en tók þá ákvörðun að breyta til eftir nýafstaðna leiktíð sem var köflótt hjá liðinu. Hann kveðst hafa notið lengra sumarfrís en ella. „Ég var alveg svolítið fyrir norðan. Þetta var mjög ljúft sumarfrí og það lengsta sem ég hef fengið til þessa. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt en það er alltaf gott að byrja aftur. Mér fannst kominn tími til að byrja aftur enda ekki vanur að stoppa svona lengi. Það er gaman að vera kominn aftur af stað og byrja með strákunum,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason í samtali við Val Pál Eiríksson. Spenntur fyrir næstu skrefum Hvernig metur hann síðasta tímabilið sitt með Zaragoza? „Þetta var svona ágætt ár allt í allt. Það var margt erfitt eins og það getur orðið í ACB en á endanum kláruðum við þetta nokkuð þægilega. Við enduðum á að tapa nokkrum leikjum í lokin sem var leiðinlegt. Ég get alveg verið sáttur við mín ár í Zaragoza og er bara spenntur fyrir næstu skrefum,“ sagði Tryggvi Snær. Tryggvi færi sig frá Zaragoza, vestar á norðurströnd Spánar, til Bilbao í Baskalandi. Hann mun spila með Bilbao Basket á komandi leiktíð. Nýr staður fyrir fjölskylduna að heimsækja „Ég farið þangað og spilað margoft. Ég farið í heimsókn þangað og þetta er mjög falleg borg og flott svæði. Fjölskyldan er mjög sátt að fá nýjan stað til að heimsækja. Ég er mjög spenntur og þekki þjálfarann vel. Í liðinu eru margir reynsluboltar úr ACB og ég er spenntur að sjá hvað við getum gert á næsta tímabili,“ sagði Tryggvi. Hvernig ber hann þetta Bilbao lið saman við Zaragoza liðið? „Þetta er svipaður kaliber og lið á svipuðu róli. Í ACB þá eru flest öll lið í þessum dúr. Í rauninni algjör happa og glappa hvar með enda síðan. Þetta er alveg lið sem getur komist í úrslitakeppnina og getur líka endað á því að berjast í fallbaráttu,“ sagði Tryggvi. Tryggvi er nú á fullu með íslenska landsliðinu sem er á leiðinni í umspil um sæti á Ólympíuleikunum sem hefst á laugardaginn kemur í Tyrklandi. Það má horfa á allt viðtalið við Tryggva hér fyrir neðan og hvað hann segir um þetta krefjandi verkefni með landsliðinu.
Landslið karla í körfubolta Spænski körfuboltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira