Gengu upp á fjall á versta tíma í gær Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. ágúst 2023 11:40 Borgarbúar urðu flestir varir við eldingaveðrið í gær, enda voru þær ansi stórar líkt og þessi aðsenda mynd ber með sér sem tekin var í Grafarholti í Reykjavík í gær. Mikael Máni Snorrason Tveir fjallgöngugarpar sem héldu af stað í göngu upp á Reykjaborg við Mosfellsbæ í blíðskaparverðri síðdegis í gær urðu að koma sér niður með snarhasti vegna mikils eldingaveðurs sem gerði skyndilega vart við sig í næsta nágrenni. „Við skoðuðum veðurspána áður en við lögðum af stað og litum til himins. Þá var auðvitað bara heiðskýrt og sól,“ segir Thelma Rún van Erven sem gekk upp á fjall ásamt vinkonu sinni Bergnýju Ármannsdóttur í gær. Eins og Vísir greindi frá í gær barst veðrið innan úr landi með norðanátt til höfuðborgarsvæðisins. Veðurfræðingur sagðist mælast til þess að fólk haldi sig innandyra í slíku veðri. Þær Thelma og Bergný voru á svipuðum slóðum og eldingin sem fönguð var á myndinni í fréttinni hér fyrir neðan. Bongó blíða þegar þær lögðu af stað „Við göngum inn Húsadal við Mosfellsbæ um hálf fjögur leytið. Þá var veðrið fínt en þegar við komum innar í dalinn þá förum við að heyra drunur. Við hugsuðum báðar hvort þetta væru þrumur en hugsuðum með okkur að það gæti ekki verið. Það væru svo sjaldan þrumur á Íslandi!“ Þær hafi þá tekið eftir því að það hafi verið orðið ansi þungskýjað yfir Móskarðshnjúkum. Fyrir ofan þær hafi hinsvegar verið heiðskýrt og þær komnar hálfa leið og því ákveðið að klára gönguna. „Þegar við komum ofar þá heyrum við þetta alltaf koma nær. Svo þegar við erum akkúrat að toppa þá er eins og himin og jörð séu að farast. Ég hef aldrei heyrt svona háar þrumur. Okkur brá sjúklega mikið og það var nokkuð ljóst að það var kominn tími á að koma sér niður.“ Þær Thelma Rún og Bergný voru fljótar að koma sér niður þegar þær gerðu sér grein fyrir því að skollið væri á eldingaveður. Ekkert annað hafi verið í kring, enda mikill berangur uppi á Reykjaborg og þær vinkonur því líklega verið hæsti punkturinn á svæðinu, sem eldingar leita í. „Þannig að við löbbuðum svo bara rösklega niður og þá fór að hellirigna. En um leið og við vorum komnar aðeins neðar þá urðum við aðeins rólegri. Svo þegar við erum komnar í bílinn þá opnum við símann og sjáum fréttirnar af því fólk er beðið um að bíða með fjallgöngur og svakalega mynd af eldingu sem var bara þarna rétt fyrir aftan Reykjalund og við vorum einmitt sirka þar.“ Thelma segir veðrið svo hafa gengið yfir á örskömmum tíma. Þær vinkonur hafi farið í sund í Mosfellsbæ að göngu lokinni og þá var sólin mætt aftur á svæðið. Sól og blíða í upphafi ferðar, rétt áður en svört ský mættu. Thelma og Bergný segja skýin hafa verið fljót að fylla himininn. Veður Fjallamennska Mosfellsbær Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
„Við skoðuðum veðurspána áður en við lögðum af stað og litum til himins. Þá var auðvitað bara heiðskýrt og sól,“ segir Thelma Rún van Erven sem gekk upp á fjall ásamt vinkonu sinni Bergnýju Ármannsdóttur í gær. Eins og Vísir greindi frá í gær barst veðrið innan úr landi með norðanátt til höfuðborgarsvæðisins. Veðurfræðingur sagðist mælast til þess að fólk haldi sig innandyra í slíku veðri. Þær Thelma og Bergný voru á svipuðum slóðum og eldingin sem fönguð var á myndinni í fréttinni hér fyrir neðan. Bongó blíða þegar þær lögðu af stað „Við göngum inn Húsadal við Mosfellsbæ um hálf fjögur leytið. Þá var veðrið fínt en þegar við komum innar í dalinn þá förum við að heyra drunur. Við hugsuðum báðar hvort þetta væru þrumur en hugsuðum með okkur að það gæti ekki verið. Það væru svo sjaldan þrumur á Íslandi!“ Þær hafi þá tekið eftir því að það hafi verið orðið ansi þungskýjað yfir Móskarðshnjúkum. Fyrir ofan þær hafi hinsvegar verið heiðskýrt og þær komnar hálfa leið og því ákveðið að klára gönguna. „Þegar við komum ofar þá heyrum við þetta alltaf koma nær. Svo þegar við erum akkúrat að toppa þá er eins og himin og jörð séu að farast. Ég hef aldrei heyrt svona háar þrumur. Okkur brá sjúklega mikið og það var nokkuð ljóst að það var kominn tími á að koma sér niður.“ Þær Thelma Rún og Bergný voru fljótar að koma sér niður þegar þær gerðu sér grein fyrir því að skollið væri á eldingaveður. Ekkert annað hafi verið í kring, enda mikill berangur uppi á Reykjaborg og þær vinkonur því líklega verið hæsti punkturinn á svæðinu, sem eldingar leita í. „Þannig að við löbbuðum svo bara rösklega niður og þá fór að hellirigna. En um leið og við vorum komnar aðeins neðar þá urðum við aðeins rólegri. Svo þegar við erum komnar í bílinn þá opnum við símann og sjáum fréttirnar af því fólk er beðið um að bíða með fjallgöngur og svakalega mynd af eldingu sem var bara þarna rétt fyrir aftan Reykjalund og við vorum einmitt sirka þar.“ Thelma segir veðrið svo hafa gengið yfir á örskömmum tíma. Þær vinkonur hafi farið í sund í Mosfellsbæ að göngu lokinni og þá var sólin mætt aftur á svæðið. Sól og blíða í upphafi ferðar, rétt áður en svört ský mættu. Thelma og Bergný segja skýin hafa verið fljót að fylla himininn.
Veður Fjallamennska Mosfellsbær Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira