Til varnar gildum Björn Leví Gunnarsson skrifar 9. ágúst 2023 11:31 Í pistli sínum skrifar Óli Björn Kárason, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, í Morgunblaðið þann 9. ágúst að koma þurfi kristnum gildum til varnar. Nákvæmlega hvaða gildi það eru lætur Óli Björn ósagt en tekur dæmi um áform til þess að banna trúboð í grunnskólum og „gerbylta stjórnarskrá” með því að vitna í Kristrúnu Heimisdóttur. Stöldrum samt aðeins við „kristin gildi” áður en við ræðum um trúboð í skólum og stjórnarskránna. Kristin gildi eru nefnilega breytileg. Einu sinni var til dæmis aðgengi að biblíunni takmarkað, svona eins og aðgengið að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol var takmörkuð. Það eru greinilega ekki úreld kristin gildi hjá forseta Alþingis. Einu sinni var Jesú hvítur og evrópskur í útliti, nú er hann miðausturlenskur eins og allt flóttafólkið sem er verið að keppast við að snúa við á landamærunum áður en þau fá efnislega meðferð umsókna sinna. Einu sinni var hægt að kaupa syndaaflausn … og svo framvegis. Þannig að áður en við komum „kristnum gildum” til varnar ættum við að íhuga það mjög vel hvaðan þau gildi koma. Þau koma ekki frá Guði sem á að hafa afhent Móses einhverjar setningar á steintöflu. Ég veit ekki hversu oft ég hef heyrt boðbera kristinna gilda afneita gamla testamentinu (enda er Guð ansi harkalegur í þeim hluta biblíunnar) á meðan það er ekki hægt að afneita boðorðunum sem koma líka úr þeim hluta. Með öðrum orðum þá er verið að velja og hafna gildum eftir hentisemi. Þannig að þegar einhver segist vilja koma kristnum gildum til varnar, þá er ágætt að velta fyrir sér nákvæmlega hvaða gildi viðkomandi á við. Á semsagt að henda konum út úr kirkjum aftur eða hvað? Staðreyndin er sú að þau gildi sem við aðhyllumst hafa þróast yfir tíð og tíma. Trúarbrögð hafa spilað þar stórt hlutverk í gegnum tíðina. Gamlir siðir hafa horfið út af því að við höfum lært að gera betur. Við tökum af og til ákvörðun um að breyta gildum okkar. Konur mega núna vera prestar. Konur eru núna með kosningarétt. Við afnámum þrælahald, þrátt fyrir að biblían hafi meira að segja verið notuð til þess að réttlæta þrælahald einu sinni. Í dag eru það ekki kristin gildi sem eru undirstaða samfélags okkar. Við erum búin að taka fram úr trúarbragðafræðilegri hugmyndafræði þegar það kemur að mannréttindum. Við grundvöllum ekki tilveru og rétt einstaklinga á forsendum trúarbragða lengur. Við skrifum borgaraleg gildi okkar í stjórnarskrá. Þess vegna þarf ekki að kenna Jesú og kristin gildi í grunnskólum, nema sem sagnfræði. Óli Björn skrifar: „Tilraunum til að bylta stjórnarskránni var hrundið þótt ekki hafi allir gefið byltinguna upp á bátinn. Með svipuðum hætti og stjórnarskráin var varin verður að taka til varna fyrir kristin gildi og bjóða Jesú aftur velkominn í skóla landsins”. Afleiðingarnar af því að „gerbylta stjórnarskrá” segir hann með tilvitnun í Kristrúnu vera: „upplausn í stjórnmálum, heldur hefur hún einnig óheillavænleg áhrif á réttarríkið sjálft, setur fordæmi í uppnám og eyðir fyrirsjáanleika, sem samfélagið hvílir að miklu leyti á.” Þetta er klassísk pólitík. Það eru notuð gildishlaðin orð eins og „gerbylta” og „uppnám”. Nú er frumvarp stjórnlagaráðs aðgengilegt fyrir alla til þess að lesa. Líka álit Feneyjarnefndarinnar um það frumvarp og ýmislegt fleira. Staðreyndin er hins vegar sú að frumvarp stjórnlagaráðs var engin “gerbylting”. Frumvarp stjórnlagaráðs er uppfærsla, nákvæmlega eins og Apple uppfærir stýrikerfið sitt reglulega. Núna er útgáfa 16.6 komin í snjalltækin en núverandi stjórnarskrá er í útgáfu 1944.8. Ég bar saman texta frumvarps stjórnlagaráðs og stjórnarskrárinnar fyrir nokkrum árum síðan, setningu fyrir setningu. Þá kom í ljós að 79% af núverandi stjórnarskrá er að finna í frumvarpi stjórnlagaráðs. 160 setningar (gildi) sem eru í stjórnarskránni eru líka í frumvarpi stjórnlagaráðs. 43 setningar hverfa. Hvað hverfur? Dæmi um setningar sem hverfa úr stjórnarskránni í frumvarpi stjórnlagaráðs eru: Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði. Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Ekki mega þau þó ríða í bág við stjórnarskrána. Forsetinn getur ákveðið, að saksókn fyrir afbrot skuli niður falla, ef ríkar ástæður eru til. Ef fólk myndi lesa í gegnum þennan lista þá held ég að það muni ekki finna eitt atriði sem það yrði ósátt við að myndi falla brott, eða ef það væri ósátt - þá væri það amk. sátt við það sem kemur í staðinn. Helsta breytingin sem frumvarp stjórnlagaráðs gerir er að bæta við nýjum glidum. Það bætast við 228 nýjar setningar við stjórnarskránna í frumvarpi stjórnlagaráðs. Semsagt, 43 setningar hverfa, 228 bætast við. Um það snýst umræðan og þetta er það sem Óli Björn og Kristrún Heimisdóttir kalla “gerbyltingu”. Þegar við kíkjum hins vegar í pakkann, skoðum innihaldið, þá kemur í ljós að grunnurinn helst. Það sem er verið að gera er að uppfæra stýrkerfið. Þessar 228 setningar sem bætast við endurspegla þróun í borgaralegum gildum á undanförnum 150 árum (því í raun og veru er núverandi stjórnarskrá byggð á enn eldri útgáfu án mikilla uppfærslna). Þannig að rétt eins og með kristnu gildin hans Óla Björns, sem eru mörg hver löngu úreld, þá er núverandi stjórnarskrá - samfélagslegi sáttmálinn okkar - úreldur. Við þurfum að standa vörð um borgaraleg gildi. Með uppfærslu á stjórnarskránni verjum við þann grunn sem þegar er til staðar. Þannig verjum við þau fordæmi sem við höfum og tryggjum fyrirsjáanleika. En svo bætum við í: Allir hafa meðfæddan rétt til lífs. Öllum skal tryggður réttur til að lifa með reisn. Margbreytileiki mannlífsins skal virtur í hvívetna. Öllum skal tryggð mannhelgi og vernd gegn hvers kyns ofbeldi, svo sem kynferðisofbeldi, innan heimilis og utan. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir í málum sem það varðar. Barni skal tryggður réttur til að tjá skoðanir sínar í öllum málum sem það varðar og skal tekið réttmætt tillit til skoðana barnsins í samræmi við aldur þess og þroska. Frelsi fjölmiðla, ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra og gegnsætt eignarhald skal tryggja með lögum. Vernd blaðamanna, heimildarmanna og uppljóstrara skal tryggja í lögum. Svo nokkur dæmi séu tekin. Þetta eru allt gildi sem bætast við í frumvarpi stjórnlagaráðs og eru ekki í núverandi stjórnarskrá. Þau gildi sem bætast við er flest að finna í lögum nú þegar, meira að segja. En með því að tryggja stöðu þeirra í stjórnarskrá uppfærum við stýrikerfi samfélagsins upp í nýjustu útgáfu. Líka að „öllum er frjálst að iðka trú, einslega eða í samfélagi með öðrum, opinberlega eða á einkavettvangi.” Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Píratar Stjórnarskrá Trúmál Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í pistli sínum skrifar Óli Björn Kárason, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, í Morgunblaðið þann 9. ágúst að koma þurfi kristnum gildum til varnar. Nákvæmlega hvaða gildi það eru lætur Óli Björn ósagt en tekur dæmi um áform til þess að banna trúboð í grunnskólum og „gerbylta stjórnarskrá” með því að vitna í Kristrúnu Heimisdóttur. Stöldrum samt aðeins við „kristin gildi” áður en við ræðum um trúboð í skólum og stjórnarskránna. Kristin gildi eru nefnilega breytileg. Einu sinni var til dæmis aðgengi að biblíunni takmarkað, svona eins og aðgengið að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol var takmörkuð. Það eru greinilega ekki úreld kristin gildi hjá forseta Alþingis. Einu sinni var Jesú hvítur og evrópskur í útliti, nú er hann miðausturlenskur eins og allt flóttafólkið sem er verið að keppast við að snúa við á landamærunum áður en þau fá efnislega meðferð umsókna sinna. Einu sinni var hægt að kaupa syndaaflausn … og svo framvegis. Þannig að áður en við komum „kristnum gildum” til varnar ættum við að íhuga það mjög vel hvaðan þau gildi koma. Þau koma ekki frá Guði sem á að hafa afhent Móses einhverjar setningar á steintöflu. Ég veit ekki hversu oft ég hef heyrt boðbera kristinna gilda afneita gamla testamentinu (enda er Guð ansi harkalegur í þeim hluta biblíunnar) á meðan það er ekki hægt að afneita boðorðunum sem koma líka úr þeim hluta. Með öðrum orðum þá er verið að velja og hafna gildum eftir hentisemi. Þannig að þegar einhver segist vilja koma kristnum gildum til varnar, þá er ágætt að velta fyrir sér nákvæmlega hvaða gildi viðkomandi á við. Á semsagt að henda konum út úr kirkjum aftur eða hvað? Staðreyndin er sú að þau gildi sem við aðhyllumst hafa þróast yfir tíð og tíma. Trúarbrögð hafa spilað þar stórt hlutverk í gegnum tíðina. Gamlir siðir hafa horfið út af því að við höfum lært að gera betur. Við tökum af og til ákvörðun um að breyta gildum okkar. Konur mega núna vera prestar. Konur eru núna með kosningarétt. Við afnámum þrælahald, þrátt fyrir að biblían hafi meira að segja verið notuð til þess að réttlæta þrælahald einu sinni. Í dag eru það ekki kristin gildi sem eru undirstaða samfélags okkar. Við erum búin að taka fram úr trúarbragðafræðilegri hugmyndafræði þegar það kemur að mannréttindum. Við grundvöllum ekki tilveru og rétt einstaklinga á forsendum trúarbragða lengur. Við skrifum borgaraleg gildi okkar í stjórnarskrá. Þess vegna þarf ekki að kenna Jesú og kristin gildi í grunnskólum, nema sem sagnfræði. Óli Björn skrifar: „Tilraunum til að bylta stjórnarskránni var hrundið þótt ekki hafi allir gefið byltinguna upp á bátinn. Með svipuðum hætti og stjórnarskráin var varin verður að taka til varna fyrir kristin gildi og bjóða Jesú aftur velkominn í skóla landsins”. Afleiðingarnar af því að „gerbylta stjórnarskrá” segir hann með tilvitnun í Kristrúnu vera: „upplausn í stjórnmálum, heldur hefur hún einnig óheillavænleg áhrif á réttarríkið sjálft, setur fordæmi í uppnám og eyðir fyrirsjáanleika, sem samfélagið hvílir að miklu leyti á.” Þetta er klassísk pólitík. Það eru notuð gildishlaðin orð eins og „gerbylta” og „uppnám”. Nú er frumvarp stjórnlagaráðs aðgengilegt fyrir alla til þess að lesa. Líka álit Feneyjarnefndarinnar um það frumvarp og ýmislegt fleira. Staðreyndin er hins vegar sú að frumvarp stjórnlagaráðs var engin “gerbylting”. Frumvarp stjórnlagaráðs er uppfærsla, nákvæmlega eins og Apple uppfærir stýrikerfið sitt reglulega. Núna er útgáfa 16.6 komin í snjalltækin en núverandi stjórnarskrá er í útgáfu 1944.8. Ég bar saman texta frumvarps stjórnlagaráðs og stjórnarskrárinnar fyrir nokkrum árum síðan, setningu fyrir setningu. Þá kom í ljós að 79% af núverandi stjórnarskrá er að finna í frumvarpi stjórnlagaráðs. 160 setningar (gildi) sem eru í stjórnarskránni eru líka í frumvarpi stjórnlagaráðs. 43 setningar hverfa. Hvað hverfur? Dæmi um setningar sem hverfa úr stjórnarskránni í frumvarpi stjórnlagaráðs eru: Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði. Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Ekki mega þau þó ríða í bág við stjórnarskrána. Forsetinn getur ákveðið, að saksókn fyrir afbrot skuli niður falla, ef ríkar ástæður eru til. Ef fólk myndi lesa í gegnum þennan lista þá held ég að það muni ekki finna eitt atriði sem það yrði ósátt við að myndi falla brott, eða ef það væri ósátt - þá væri það amk. sátt við það sem kemur í staðinn. Helsta breytingin sem frumvarp stjórnlagaráðs gerir er að bæta við nýjum glidum. Það bætast við 228 nýjar setningar við stjórnarskránna í frumvarpi stjórnlagaráðs. Semsagt, 43 setningar hverfa, 228 bætast við. Um það snýst umræðan og þetta er það sem Óli Björn og Kristrún Heimisdóttir kalla “gerbyltingu”. Þegar við kíkjum hins vegar í pakkann, skoðum innihaldið, þá kemur í ljós að grunnurinn helst. Það sem er verið að gera er að uppfæra stýrkerfið. Þessar 228 setningar sem bætast við endurspegla þróun í borgaralegum gildum á undanförnum 150 árum (því í raun og veru er núverandi stjórnarskrá byggð á enn eldri útgáfu án mikilla uppfærslna). Þannig að rétt eins og með kristnu gildin hans Óla Björns, sem eru mörg hver löngu úreld, þá er núverandi stjórnarskrá - samfélagslegi sáttmálinn okkar - úreldur. Við þurfum að standa vörð um borgaraleg gildi. Með uppfærslu á stjórnarskránni verjum við þann grunn sem þegar er til staðar. Þannig verjum við þau fordæmi sem við höfum og tryggjum fyrirsjáanleika. En svo bætum við í: Allir hafa meðfæddan rétt til lífs. Öllum skal tryggður réttur til að lifa með reisn. Margbreytileiki mannlífsins skal virtur í hvívetna. Öllum skal tryggð mannhelgi og vernd gegn hvers kyns ofbeldi, svo sem kynferðisofbeldi, innan heimilis og utan. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir í málum sem það varðar. Barni skal tryggður réttur til að tjá skoðanir sínar í öllum málum sem það varðar og skal tekið réttmætt tillit til skoðana barnsins í samræmi við aldur þess og þroska. Frelsi fjölmiðla, ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra og gegnsætt eignarhald skal tryggja með lögum. Vernd blaðamanna, heimildarmanna og uppljóstrara skal tryggja í lögum. Svo nokkur dæmi séu tekin. Þetta eru allt gildi sem bætast við í frumvarpi stjórnlagaráðs og eru ekki í núverandi stjórnarskrá. Þau gildi sem bætast við er flest að finna í lögum nú þegar, meira að segja. En með því að tryggja stöðu þeirra í stjórnarskrá uppfærum við stýrikerfi samfélagsins upp í nýjustu útgáfu. Líka að „öllum er frjálst að iðka trú, einslega eða í samfélagi með öðrum, opinberlega eða á einkavettvangi.” Höfundur er þingmaður Pírata.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun