Henry Ruggs dæmdur í allt að tíu ára fangelsi Siggeir Ævarsson skrifar 9. ágúst 2023 23:29 Ruggs í leik með Las Vegas Raiders áður en ósköpin dundu yfir Vísir/Getty Henry Ruggs III, fyrrum útherji NFL liðsins Las Vegas Raiders, var í dag dæmdur sekur fyrir að verða konu að bana þegar hann keyrði á bifreið hennar á ofsahraða í nóvember 2021. Ruggs var dæmdur í allt að tíu ára fangelsi en gæti fengið reynslulausn eftir þrjú ár. Ruggs hafði ekið Chevrolet Corvette bifreið sinni á um 250 km hraða á klukkustund skömmu fyrir áreksturinn en hann mældist með tvöfalt meiri vínanda í blóðinu en lög í Nevada gefa svigrúm fyrir. Hámarkshraðinn í götunni þar sem áreksturinn átti sér stað var 70 km/klst. Konan sem lést í árekstrinum hét Tina Tintor og var 23 ára. Bíll hennar varð alelda við áreksturinn og lét hún lífið ásamt hundi sínum sem var með henni í bílnum, en Ruggs slapp með minniháttar áverka. Hann hafði játað sök í málinu fyrr á árinu en endanlegur dómur var kveðinn upp í dag. Ruggs las upp yfirlýsingu í dómsal þar sem hann sagði m.a: „Ég vil biðja foreldra fröken Tintor innilegrar afsökunar á þeim þjáningum og sorg sem ég hef valdið þeim. Ég á mér enga afsökun.“ Ruggs þótti einn af efnilegri leikmönnum NFL deildarinnar og árið 2020 gerði hann fjögurra ára samning við Las Vegas Raiders. Liðið sagði samningnum upp strax daginn eftir slysið í nóvember 2021. Ruggs hefur heitið því að beita sér fyrir vitundarvakningu um alvarleika þess að keyra undir áhrifum áfengis og yfir hámarkshraða. Hans bíður nú fangelsisvist til allt að tíu ára en með möguleika á reynslulausn eftir þrjú ár. Báðir bílarnir voru afar illa farnir eftir áreksturinn. Þrátt fyrir að höggið hafi verið mikið þar sem Ruggs keyrði meira en 180 km yfir hámarkshraða, þá lést Trintor af brunasárum sínum.Vísir/Getty NFL Tengdar fréttir Útherji Las Vegas Raiders varð öðrum ökumanni að bana Útherjinn Henry Ruggs III, sem leikur með Las Vegas Raiders í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, varð í dag öðrum ökumanni að bana er hann keyrði undir áhrifum. 2. nóvember 2021 21:00 Raiders lætur Ruggs fara eftir að hann varð konu að bana Las Vegas Raiders hefur rift samningi útherjans Henrys Ruggs III eftir að hann varð manni að bana þegar hann ók undir áhrifum. 3. nóvember 2021 15:45 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Fleiri fréttir „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Hildur fékk svakalegt glóðarauga Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Dagskráin: Heldur veislan áfram í Mílanó? „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Sjá meira
Ruggs hafði ekið Chevrolet Corvette bifreið sinni á um 250 km hraða á klukkustund skömmu fyrir áreksturinn en hann mældist með tvöfalt meiri vínanda í blóðinu en lög í Nevada gefa svigrúm fyrir. Hámarkshraðinn í götunni þar sem áreksturinn átti sér stað var 70 km/klst. Konan sem lést í árekstrinum hét Tina Tintor og var 23 ára. Bíll hennar varð alelda við áreksturinn og lét hún lífið ásamt hundi sínum sem var með henni í bílnum, en Ruggs slapp með minniháttar áverka. Hann hafði játað sök í málinu fyrr á árinu en endanlegur dómur var kveðinn upp í dag. Ruggs las upp yfirlýsingu í dómsal þar sem hann sagði m.a: „Ég vil biðja foreldra fröken Tintor innilegrar afsökunar á þeim þjáningum og sorg sem ég hef valdið þeim. Ég á mér enga afsökun.“ Ruggs þótti einn af efnilegri leikmönnum NFL deildarinnar og árið 2020 gerði hann fjögurra ára samning við Las Vegas Raiders. Liðið sagði samningnum upp strax daginn eftir slysið í nóvember 2021. Ruggs hefur heitið því að beita sér fyrir vitundarvakningu um alvarleika þess að keyra undir áhrifum áfengis og yfir hámarkshraða. Hans bíður nú fangelsisvist til allt að tíu ára en með möguleika á reynslulausn eftir þrjú ár. Báðir bílarnir voru afar illa farnir eftir áreksturinn. Þrátt fyrir að höggið hafi verið mikið þar sem Ruggs keyrði meira en 180 km yfir hámarkshraða, þá lést Trintor af brunasárum sínum.Vísir/Getty
NFL Tengdar fréttir Útherji Las Vegas Raiders varð öðrum ökumanni að bana Útherjinn Henry Ruggs III, sem leikur með Las Vegas Raiders í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, varð í dag öðrum ökumanni að bana er hann keyrði undir áhrifum. 2. nóvember 2021 21:00 Raiders lætur Ruggs fara eftir að hann varð konu að bana Las Vegas Raiders hefur rift samningi útherjans Henrys Ruggs III eftir að hann varð manni að bana þegar hann ók undir áhrifum. 3. nóvember 2021 15:45 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Fleiri fréttir „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Hildur fékk svakalegt glóðarauga Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Dagskráin: Heldur veislan áfram í Mílanó? „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Sjá meira
Útherji Las Vegas Raiders varð öðrum ökumanni að bana Útherjinn Henry Ruggs III, sem leikur með Las Vegas Raiders í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, varð í dag öðrum ökumanni að bana er hann keyrði undir áhrifum. 2. nóvember 2021 21:00
Raiders lætur Ruggs fara eftir að hann varð konu að bana Las Vegas Raiders hefur rift samningi útherjans Henrys Ruggs III eftir að hann varð manni að bana þegar hann ók undir áhrifum. 3. nóvember 2021 15:45
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn