Óttast um heilsu nígerska forsetans Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2023 10:39 Mynd af Bazoum forseta sem stuðningsmenn hans festu upp við nígerska sendiráðið í París um síðustu helgi. Herinn steypti honum af stóli 26. júlí og hann hefur verið í stofufangelsi síðan. AP/Sophie Garcia Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjastjórn hafa lýst áhyggjum af heilsu og öryggi Mohameds Bazoum, forseta Nígers, sem hefur verið í stofufangelsi frá valdaráni hersins fyrir tveimur vikum. Honum er sagt haldið við ömurlegar aðstæður. Bazoum er í stofufangelsi í forsetahöllinni en herforingjastjórnin hefur ekki gefið uppi um ástand réttkjörins forseta landsins. Stjórnmálaflokkur forsetans fullyrðir að honum sé haldið við „grimmilegar“ og „ómannúðlegar“ aðstæður ásamt eiginkonu hans og syni. Þau hafi hvorki aðgang að rennandi vatni, rafmagni, ferskum matvælum eða heilbrigðisþjónustu. Antonio Guterres, framvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segist hafa áhyggjur af Bazoum sem búi við „hörmulegar“ aðstæður. Bandaríska utanríkisráðuneytið lýsti einnig áhyggjum af heilsu og öryggi Bazoum og fjölskyldu hans, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Eftir því sem tíminn líður og honum er haldið í einagrun fara áhyggjur okkar af stöðunni vaxandi,“ sagði Matthew Miller, talsmaður utanríkisráðuneytisins. Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS), sem hefur gefið valdaræningjunum frest til sunnudags til þess að skila völdunum aftur í hendur Bazoum, ætlar að funda um málefni Nígers í dag. Það hefur hótað hernaðaríhlutun verði stjórnarskrárbundnu stjórnarfari ekki komið á aftur í landinu. Malí og Búrkína Fasó hafa þó lýst yfir stuðningi við valdaræningjana en þeim er báðum stjórnað af herforingjastjórnum. Níger hefur verið síðasta áreiðanlega bandalagsríki vestrænna ríkja í baráttu við íslamska öfgamenn á Sahel-svæðinu sunnan Saharaeyðimerkurinnar. Rúmlega 1.100 bandarískir hermenn eru í landinu en framtíð þeirra þar er óljós. Níger Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Valdaræningjarnir í Níger hafna viðræðum Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger fyrir tveimur vikum meinaði alþjóðlegu teymi samningamanna að koma til landsins í gær. Hún virðist stefna að því að festa völd sín í sessi, meðal annars með því að tilnefna ráðherra í ríkisstjórn. 9. ágúst 2023 08:45 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
Bazoum er í stofufangelsi í forsetahöllinni en herforingjastjórnin hefur ekki gefið uppi um ástand réttkjörins forseta landsins. Stjórnmálaflokkur forsetans fullyrðir að honum sé haldið við „grimmilegar“ og „ómannúðlegar“ aðstæður ásamt eiginkonu hans og syni. Þau hafi hvorki aðgang að rennandi vatni, rafmagni, ferskum matvælum eða heilbrigðisþjónustu. Antonio Guterres, framvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segist hafa áhyggjur af Bazoum sem búi við „hörmulegar“ aðstæður. Bandaríska utanríkisráðuneytið lýsti einnig áhyggjum af heilsu og öryggi Bazoum og fjölskyldu hans, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Eftir því sem tíminn líður og honum er haldið í einagrun fara áhyggjur okkar af stöðunni vaxandi,“ sagði Matthew Miller, talsmaður utanríkisráðuneytisins. Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS), sem hefur gefið valdaræningjunum frest til sunnudags til þess að skila völdunum aftur í hendur Bazoum, ætlar að funda um málefni Nígers í dag. Það hefur hótað hernaðaríhlutun verði stjórnarskrárbundnu stjórnarfari ekki komið á aftur í landinu. Malí og Búrkína Fasó hafa þó lýst yfir stuðningi við valdaræningjana en þeim er báðum stjórnað af herforingjastjórnum. Níger hefur verið síðasta áreiðanlega bandalagsríki vestrænna ríkja í baráttu við íslamska öfgamenn á Sahel-svæðinu sunnan Saharaeyðimerkurinnar. Rúmlega 1.100 bandarískir hermenn eru í landinu en framtíð þeirra þar er óljós.
Níger Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Valdaræningjarnir í Níger hafna viðræðum Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger fyrir tveimur vikum meinaði alþjóðlegu teymi samningamanna að koma til landsins í gær. Hún virðist stefna að því að festa völd sín í sessi, meðal annars með því að tilnefna ráðherra í ríkisstjórn. 9. ágúst 2023 08:45 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
Valdaræningjarnir í Níger hafna viðræðum Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger fyrir tveimur vikum meinaði alþjóðlegu teymi samningamanna að koma til landsins í gær. Hún virðist stefna að því að festa völd sín í sessi, meðal annars með því að tilnefna ráðherra í ríkisstjórn. 9. ágúst 2023 08:45