Stolt út um allt! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 10. ágúst 2023 18:00 Þessa vikuna fögnum við fjölbreytileikanum í allri sinni dýrð og dásemd með Hinsegin dögum. Á þessum tíma árs nýti ég tækifærið og þakka fyrir frelsið og viðurkenninguna sem íslenskt samfélag hefur veitt mér sem lesbíu og öðru hinsegin fólki. Frelsið sem ég vona að ég geti búið við um ókomna tíð. Að aldrei aftur þurfi ég að óttast um öryggi mitt eða viðurkenninguna sem ríkir í samfélaginu og mætir mér alla jafna í mínu daglega lífi. Alvöru frelsi það! Á sama tíma er dapurlegt til þess að hugsa að enn á ný verða hópar innan hinsegin samfélagsins fyrir ofbeldi í okkar upplýsta samfélagi. Þessi misserin eru það einkum og sér í lagi trans fólk og þar á meðal ungmenni sem reyna hvað þau geta að standa með sjálfum sér, stolt og glöð yfir því að hafa fundið sitt eigið sjálf. Fundið kjarkinn sinn og þor til að stíga fram og vera sýnileg sem þær manneskjur sem þau eru. Fátt er nú fallegra en einmitt það. Bakslag er það og bakslag hræðir. Bakslag sem er að eiga sér stað út um allan heim. Líka hér á Íslandi. Þrátt fyrir öll þau lagalegu réttindi sem búið er að tryggja og opinskárri umræðu í okkar samfélagi. Við því verðum við einfaldlega að bregðast og stíga fast niður fæti. Fræðsla eflir og styrkir okkur sem samfélag Fleiri og fleiri sveitarfélög hafa verið að svara kalli hinsegin samfélagsins eftir aukinni fræðslu í samfélaginu með samningum um fræðslu fyrir starfsfólk sitt en ekki síður fræðslu til barna og ungmenna innan skólakerfisins. Því það magnaða er að það virkar. Það er aldrei of seint að taka skrefið og taka ábyrgð. Kæra sveitastjórnarfólk ég hvet ykkur til þess að hvetja og styðja hvert annað til góðra verka og tryggja þau verkfæri sem við búum yfir með þeirri gríðarlegu þekkingu og öflugu fræðslu sem Samtökin 78 geta boðið upp á. Okkar allra er að hafa áhrif til góðs. Lyftum mennskunni og berum virðingu fyrir hvort öðru svo við getum öll staðið upprétt og stolt. Gleðilega hinsegin daga! Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Hinsegin Málefni trans fólks Sveitarstjórnarmál Mest lesið Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Þessa vikuna fögnum við fjölbreytileikanum í allri sinni dýrð og dásemd með Hinsegin dögum. Á þessum tíma árs nýti ég tækifærið og þakka fyrir frelsið og viðurkenninguna sem íslenskt samfélag hefur veitt mér sem lesbíu og öðru hinsegin fólki. Frelsið sem ég vona að ég geti búið við um ókomna tíð. Að aldrei aftur þurfi ég að óttast um öryggi mitt eða viðurkenninguna sem ríkir í samfélaginu og mætir mér alla jafna í mínu daglega lífi. Alvöru frelsi það! Á sama tíma er dapurlegt til þess að hugsa að enn á ný verða hópar innan hinsegin samfélagsins fyrir ofbeldi í okkar upplýsta samfélagi. Þessi misserin eru það einkum og sér í lagi trans fólk og þar á meðal ungmenni sem reyna hvað þau geta að standa með sjálfum sér, stolt og glöð yfir því að hafa fundið sitt eigið sjálf. Fundið kjarkinn sinn og þor til að stíga fram og vera sýnileg sem þær manneskjur sem þau eru. Fátt er nú fallegra en einmitt það. Bakslag er það og bakslag hræðir. Bakslag sem er að eiga sér stað út um allan heim. Líka hér á Íslandi. Þrátt fyrir öll þau lagalegu réttindi sem búið er að tryggja og opinskárri umræðu í okkar samfélagi. Við því verðum við einfaldlega að bregðast og stíga fast niður fæti. Fræðsla eflir og styrkir okkur sem samfélag Fleiri og fleiri sveitarfélög hafa verið að svara kalli hinsegin samfélagsins eftir aukinni fræðslu í samfélaginu með samningum um fræðslu fyrir starfsfólk sitt en ekki síður fræðslu til barna og ungmenna innan skólakerfisins. Því það magnaða er að það virkar. Það er aldrei of seint að taka skrefið og taka ábyrgð. Kæra sveitastjórnarfólk ég hvet ykkur til þess að hvetja og styðja hvert annað til góðra verka og tryggja þau verkfæri sem við búum yfir með þeirri gríðarlegu þekkingu og öflugu fræðslu sem Samtökin 78 geta boðið upp á. Okkar allra er að hafa áhrif til góðs. Lyftum mennskunni og berum virðingu fyrir hvort öðru svo við getum öll staðið upprétt og stolt. Gleðilega hinsegin daga! Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun