Logi tók ekki bara Íslandsmeistaratitilinn með sér heim Aron Guðmundsson skrifar 14. ágúst 2023 09:30 Logi með Björgvinsskálina að Íslandsmótinu loknu Mynd: GSÍ/seth@golf.is Logi Sigurðsson og Ragnhildur Kristinsdóttir tryggðu sér í gær Íslandsmeistaratitilinn í karla- og kvennaflokki í golfi. Íslandsmótið fór fram við frábærar aðstæður á Urriðavelli í Garðabænum um nýliðna helgi en um er að ræða fyrstu Íslandsmeistaratitla Loga og Ragnhildar á ferlinum. Íslandsmeistaratitillinn var hins vegar ekki eini titillinn sem Logi hafði á brott með sér af Urriðavelli í gær því hann veitti Björgvinsskálinni viðtöku að móti loknu. Björgvinsskálin er veitt þeim áhugamanni sem leikur á lægsta skori í kvenna- eða karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi ár hvert. Skálin hefur, frá árinu 2021, verið veitt til heiðurs Björgvini Þorsteinssyni, sem varð á sínum ferli Íslandsmeistari alls sex sinnum, en árið 2021 voru 50 ár liðin frá því að Björgvin varð í fyrsta sinn Íslandsmeistari í golfi. Aron Snær Júlíusson var sá fyrsti sem fékk afhenta Björgvinsskálina eftir að hann varð Íslandsmeistari árið 2021. Það féll svo í skaut Kristjáns Þórs Einarssonar, Íslandsmeistara árið 2022 að veita Björgvinsskálinni viðtöku. Íslandsmótið í golfi Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Íslandsmótið fór fram við frábærar aðstæður á Urriðavelli í Garðabænum um nýliðna helgi en um er að ræða fyrstu Íslandsmeistaratitla Loga og Ragnhildar á ferlinum. Íslandsmeistaratitillinn var hins vegar ekki eini titillinn sem Logi hafði á brott með sér af Urriðavelli í gær því hann veitti Björgvinsskálinni viðtöku að móti loknu. Björgvinsskálin er veitt þeim áhugamanni sem leikur á lægsta skori í kvenna- eða karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi ár hvert. Skálin hefur, frá árinu 2021, verið veitt til heiðurs Björgvini Þorsteinssyni, sem varð á sínum ferli Íslandsmeistari alls sex sinnum, en árið 2021 voru 50 ár liðin frá því að Björgvin varð í fyrsta sinn Íslandsmeistari í golfi. Aron Snær Júlíusson var sá fyrsti sem fékk afhenta Björgvinsskálina eftir að hann varð Íslandsmeistari árið 2021. Það féll svo í skaut Kristjáns Þórs Einarssonar, Íslandsmeistara árið 2022 að veita Björgvinsskálinni viðtöku.
Íslandsmótið í golfi Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira