Úthugsað illvirki Guðmundur J. Guðmundsson skrifar 15. ágúst 2023 10:00 Í síðustu viku urðum við Íslendingar, því miður, vitni að úthugsuðu og þaulskipulögðu illvirki. Í beinni útsendingu níddust yfirvöld á þremur konum sem höfðu enga möguleika á því að bera hönd fyrir höfuð sér. Með pomp og prakt voru þær svipta húsnæði og reknar út á götu, sviptar framfærslu og til að kóróna allt saman var þeim bannað að vinna sér til framfæris. Allt var þetta gert með tilvísun til nýrra ákvæða í útlendingalögum sem samþykkt voru á síðasta þingi. Dómsmálaráðherra kom í fjölmiðla, þóttist setja upp undrunarsvip og sagði að verið væri að skoða málið. Þetta var óþarfa leikaraskapur. Það var öllum sem vita vildu morgunljóst að breytingarnar hefðu nákvæmlega þessar afleiðingar. Þeir sem starfað höfðu að málefnum hælisleitenda voru búnir að benda á þetta en ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hélt ótrauð áfram enda var breytingin gerð nákvæmlega til að þessi staða kæmi upp. Tilgangurinn var pólitískur og hann var þríþættur. Í fyrsta lagi gæfi þetta nýsettum dómsmálaráðherra færi á að sýna að hún væri töff og léti ekki einhverjar kerlingar komast upp með neinn moðreyk. Í öðru lagi var þetta ákveðin friðþæging fyrir karlakórinn Grátbræður en sá dómsmálaráðherra sem bar lagabreytinguna fram er forsöngvari í þeim kór og aðstoðarmaður hans, sem að öllum líkindum kom að því að semja breytingarnar, er fyrsti tenór í því holtaþokuvæli. Í þriðja lagi gæti þetta orðið til þess að einhverjir froðufellandi rasistar og útlendingahatarar sem annars hefðu kosið Miðflokkinn kysu Sjálfstæðisflokkinn. Fylgi þess síðarnefna er nefnilega á því róli að nú skulu allir sótraftar á flot dregnir. Nú er það svo að þeir sem stóðu að þessum ljóta verknaði eru að öllum líkindum ekki nein sérstök illmenni heldur sáu þeir þarna möguleika á að bæta pólitíska stöðu sína. Það væri ekki í fyrsta skipi sem slíkt gerðist og örugglega ekki það síðasta. Það er hins vegar bláköld staðreynd að því aðeins er hægt að fremja illvirki ef gott fólk hefst ekki að. Þetta ljóta sjónarspil var mögulegt ekki bara vegna þess að annars gott fólk hafðist ekki að heldur stuðlaði það beinlínis að því. Þeir sem það gerðu voru þingmenn og ráðherrar V.G. Þeim voru jafnljósar afleiðingar breytinganna og Sjálfstæðismönnum en kusu að líta fram hjá þeim. Siðferðisvitund þeirra sem slíkt gera er varla mikið merkilegri en upphafsmannanna. V.G. varð til á sínum tíma á ákveðnum forsendum. Ýmislegt af því sem flokkurinn hefur hins vegar tekið þátt í á síðustu árum bendir til að þær forsendur séu að mestu brostnar og flokkurinn eigi sér því tæplega tilverurétt. Okkur sem glæpst höfum á að kjósa flokkinn á síðustu árum ber skylda til að gera okkar til þess að sögu hans ljúki í næstu kosningum og hann fari niður í Pilsnerfylgi. Það mun hins vegar ekki væsa um ráðherra flokksins, þau fá örugglega þægilegt sendiherrastarf einhvers staðar. Það er hins vegar fróm ósk þess sem þetta skrifar að það verði í Langtbortistan. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku urðum við Íslendingar, því miður, vitni að úthugsuðu og þaulskipulögðu illvirki. Í beinni útsendingu níddust yfirvöld á þremur konum sem höfðu enga möguleika á því að bera hönd fyrir höfuð sér. Með pomp og prakt voru þær svipta húsnæði og reknar út á götu, sviptar framfærslu og til að kóróna allt saman var þeim bannað að vinna sér til framfæris. Allt var þetta gert með tilvísun til nýrra ákvæða í útlendingalögum sem samþykkt voru á síðasta þingi. Dómsmálaráðherra kom í fjölmiðla, þóttist setja upp undrunarsvip og sagði að verið væri að skoða málið. Þetta var óþarfa leikaraskapur. Það var öllum sem vita vildu morgunljóst að breytingarnar hefðu nákvæmlega þessar afleiðingar. Þeir sem starfað höfðu að málefnum hælisleitenda voru búnir að benda á þetta en ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hélt ótrauð áfram enda var breytingin gerð nákvæmlega til að þessi staða kæmi upp. Tilgangurinn var pólitískur og hann var þríþættur. Í fyrsta lagi gæfi þetta nýsettum dómsmálaráðherra færi á að sýna að hún væri töff og léti ekki einhverjar kerlingar komast upp með neinn moðreyk. Í öðru lagi var þetta ákveðin friðþæging fyrir karlakórinn Grátbræður en sá dómsmálaráðherra sem bar lagabreytinguna fram er forsöngvari í þeim kór og aðstoðarmaður hans, sem að öllum líkindum kom að því að semja breytingarnar, er fyrsti tenór í því holtaþokuvæli. Í þriðja lagi gæti þetta orðið til þess að einhverjir froðufellandi rasistar og útlendingahatarar sem annars hefðu kosið Miðflokkinn kysu Sjálfstæðisflokkinn. Fylgi þess síðarnefna er nefnilega á því róli að nú skulu allir sótraftar á flot dregnir. Nú er það svo að þeir sem stóðu að þessum ljóta verknaði eru að öllum líkindum ekki nein sérstök illmenni heldur sáu þeir þarna möguleika á að bæta pólitíska stöðu sína. Það væri ekki í fyrsta skipi sem slíkt gerðist og örugglega ekki það síðasta. Það er hins vegar bláköld staðreynd að því aðeins er hægt að fremja illvirki ef gott fólk hefst ekki að. Þetta ljóta sjónarspil var mögulegt ekki bara vegna þess að annars gott fólk hafðist ekki að heldur stuðlaði það beinlínis að því. Þeir sem það gerðu voru þingmenn og ráðherrar V.G. Þeim voru jafnljósar afleiðingar breytinganna og Sjálfstæðismönnum en kusu að líta fram hjá þeim. Siðferðisvitund þeirra sem slíkt gera er varla mikið merkilegri en upphafsmannanna. V.G. varð til á sínum tíma á ákveðnum forsendum. Ýmislegt af því sem flokkurinn hefur hins vegar tekið þátt í á síðustu árum bendir til að þær forsendur séu að mestu brostnar og flokkurinn eigi sér því tæplega tilverurétt. Okkur sem glæpst höfum á að kjósa flokkinn á síðustu árum ber skylda til að gera okkar til þess að sögu hans ljúki í næstu kosningum og hann fari niður í Pilsnerfylgi. Það mun hins vegar ekki væsa um ráðherra flokksins, þau fá örugglega þægilegt sendiherrastarf einhvers staðar. Það er hins vegar fróm ósk þess sem þetta skrifar að það verði í Langtbortistan. Höfundur er sagnfræðingur.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar