Hverjir eru flóttamenn? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 16. ágúst 2023 09:02 - Til upplýsinga fyrir fjölmiðlamenn og aðra vegna ónákvæmrar hugtakanotkunar - Hugtakið flóttamaður er lagalegt hugtak og vel skilgreint í íslenskum lögum sem eru, vel að merkja, í fullu samræmi við alþjóðasamninga. Þannig telst útlendingur vera flóttamaður ef hann er á flótta undan ofsóknum vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, aðildar að tilteknum þjóðfélagshópi eða vegna stjórnmálaskoðana og getur ekki eða vill ekki vegna slíks ótta færa sér í nyt vernd þess lands. Útlendingur telst einnig flóttamaður ef raunhæf ástæða er til að ætla að hann eigi á hættu að sæta dauðarefsingu, pyndingum eða annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu eða að hann verði fyrir alvarlegum skaða af völdum handahófskennds ofbeldis í vopnuðum átökum þar sem ekki er greint á milli hernaðarlegra og borgaralegra skotmarka verði hann sendur aftur til heimalands síns. Sama gildir um ríkisfangslausa einstaklinga. Þessi skilgreining byggir sem áður segir á alþjóðasamningum sem Ísland hefur undirgengist um réttarstöðu flóttamanna. Hún er sömuleiðis í samræmi við þá útbreiddu skoðun hér á landi að okkur beri siðferðileg skylda til að leggja okkar af mörkum til lausnar á vanda flóttafólks. Ísland er enda ríkt land í alþjóðlegum samanburði og vel í stakk búið til þess að láta gott af sér leiða. Þótt fámennið setji okkur skorður viljum við standa okkur vel við að taka eftir mætti á móti fólki sem flýr stríðsátök og ofsóknir. Aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum en í dag, eða yfir 100 milljónir manna, og þeim fer fjölgandi. En engum er greiði gerður með því að við förum fram úr getu okkar. Það mun ekki enda vel. Samkvæmt framangreindum lögum eiga einstaklingar sem hingað leita og fullnægja skilyrðum laganna rétt á vernd hér á landi. Á meðan íslensk stjórnvöld kanna hvort þeir uppfylli skilyrðin, teljast þeir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Uppfylli einstaklingar ekki skilyrði íslenskra laga til þess að fá vernd, ber þeim að yfirgefa landið að lokinni málsmeðferð stjórnvalda. Þeir hafa þá dvalið hér, sumir hverjir langtímum saman, á framfæri íslenskra skattgreiðenda, enda gera lögin ráð fyrir því. Það er mikilvægt að hér ríki sátt um að Ísland uppfylli áfram skyldur sínar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóðanna og taki vel á móti fólki á flótta undan raunverulegum ógnum. Um það höfum við skapað lagaumgjörð, enda er mikilvægt að neyðarkerfið þjóni þeim sem á þurfa að halda. Enda var til þess stofnað í þeim eina tilgangi. Þá ber öllum á íslensku yfirráðasvæði auðvitað að hlíta lögmætum niðurstöðum stjórnvalda og að fara að fyrirmælum lögreglu – fara sem sé eftir íslenskum lögum í einu og öllu. Það er sömuleiðis mikilvægt að við ræðum áfram og opinskátt þann vanda sem við blasir í þessum málaflokki og notum okkur eins og jafnan annars þróun og reynslu nágrannalanda okkar í þeim efnum. Þá er mikilvægt að við vöndum umræðuna. Þar gerum við misríkar kröfur til þeirra sem leggja til hennar. Við hljótum t.a.m. að gera ríkar kröfur til fjölmiðlafólks um að það viðhafi fagleg vinnubrögð, m.a. með því að nota hugtök eins og flóttafólk ekki á rangan hátt. Enda er það mikilvægt fyrir almenning sem treystir á réttar og sannar upplýsingar og heiðarlega framsetningu úr þeim ranni, sem er í samræmi við siðareglur blaðamanna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
- Til upplýsinga fyrir fjölmiðlamenn og aðra vegna ónákvæmrar hugtakanotkunar - Hugtakið flóttamaður er lagalegt hugtak og vel skilgreint í íslenskum lögum sem eru, vel að merkja, í fullu samræmi við alþjóðasamninga. Þannig telst útlendingur vera flóttamaður ef hann er á flótta undan ofsóknum vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, aðildar að tilteknum þjóðfélagshópi eða vegna stjórnmálaskoðana og getur ekki eða vill ekki vegna slíks ótta færa sér í nyt vernd þess lands. Útlendingur telst einnig flóttamaður ef raunhæf ástæða er til að ætla að hann eigi á hættu að sæta dauðarefsingu, pyndingum eða annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu eða að hann verði fyrir alvarlegum skaða af völdum handahófskennds ofbeldis í vopnuðum átökum þar sem ekki er greint á milli hernaðarlegra og borgaralegra skotmarka verði hann sendur aftur til heimalands síns. Sama gildir um ríkisfangslausa einstaklinga. Þessi skilgreining byggir sem áður segir á alþjóðasamningum sem Ísland hefur undirgengist um réttarstöðu flóttamanna. Hún er sömuleiðis í samræmi við þá útbreiddu skoðun hér á landi að okkur beri siðferðileg skylda til að leggja okkar af mörkum til lausnar á vanda flóttafólks. Ísland er enda ríkt land í alþjóðlegum samanburði og vel í stakk búið til þess að láta gott af sér leiða. Þótt fámennið setji okkur skorður viljum við standa okkur vel við að taka eftir mætti á móti fólki sem flýr stríðsátök og ofsóknir. Aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum en í dag, eða yfir 100 milljónir manna, og þeim fer fjölgandi. En engum er greiði gerður með því að við förum fram úr getu okkar. Það mun ekki enda vel. Samkvæmt framangreindum lögum eiga einstaklingar sem hingað leita og fullnægja skilyrðum laganna rétt á vernd hér á landi. Á meðan íslensk stjórnvöld kanna hvort þeir uppfylli skilyrðin, teljast þeir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Uppfylli einstaklingar ekki skilyrði íslenskra laga til þess að fá vernd, ber þeim að yfirgefa landið að lokinni málsmeðferð stjórnvalda. Þeir hafa þá dvalið hér, sumir hverjir langtímum saman, á framfæri íslenskra skattgreiðenda, enda gera lögin ráð fyrir því. Það er mikilvægt að hér ríki sátt um að Ísland uppfylli áfram skyldur sínar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóðanna og taki vel á móti fólki á flótta undan raunverulegum ógnum. Um það höfum við skapað lagaumgjörð, enda er mikilvægt að neyðarkerfið þjóni þeim sem á þurfa að halda. Enda var til þess stofnað í þeim eina tilgangi. Þá ber öllum á íslensku yfirráðasvæði auðvitað að hlíta lögmætum niðurstöðum stjórnvalda og að fara að fyrirmælum lögreglu – fara sem sé eftir íslenskum lögum í einu og öllu. Það er sömuleiðis mikilvægt að við ræðum áfram og opinskátt þann vanda sem við blasir í þessum málaflokki og notum okkur eins og jafnan annars þróun og reynslu nágrannalanda okkar í þeim efnum. Þá er mikilvægt að við vöndum umræðuna. Þar gerum við misríkar kröfur til þeirra sem leggja til hennar. Við hljótum t.a.m. að gera ríkar kröfur til fjölmiðlafólks um að það viðhafi fagleg vinnubrögð, m.a. með því að nota hugtök eins og flóttafólk ekki á rangan hátt. Enda er það mikilvægt fyrir almenning sem treystir á réttar og sannar upplýsingar og heiðarlega framsetningu úr þeim ranni, sem er í samræmi við siðareglur blaðamanna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun