Hafþór, Gunni og Eiður tekjuhæstu íþróttamennirnir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. ágúst 2023 16:33 Hafþór Júlíus, Gunni Nelson og Eiður eru í efstu þremur sætum listans. vísir Hafþór Júlíus Björnsson aflraunamaður var tekjuhæsti íþróttamaður landsins á síðasta ári með rétt rúmar fimm milljónir króna í mánaðarlaun. Á eftir honum fylgja Gunnar Nelson bardagakappi og Eiður Smári Guðjohnsen fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu. Greint er frá þessu í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem má nálgast hér. Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur árið 2022. Tekið skal fram að á listanum eru þeir þróttamenn sem afla tekna á Íslandi og greiða þar með útsvar hér á landi. Atvinnumenn í knattspyrnu eru sem dæmi ekki á listanum en þeirra árslaun hlaupa á nokkur hundruð milljónum. Hafþór Júlíus er sem fyrr segir á efsta sæti listans. Í öðru sæti er Gunnar Lúðvík Nelson bardagaíþróttamaður og í þriðja sæti er Eiður Smári Guðjohnsen fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu. Gunnar barðist í UFC í London í mars á þessu ári og átti þá ekki í neinum vandræðum með Bryan Barberena og kláraði bardagann strax í fyrstu lotu. Eiður Smári, sem spilaði með FC Barcelona og Chelsea hefur undanfarið starfað sem álitsgjafi við umfjöllun ensku deildarinnar á Síminn sport. Hann hætti sem þjálfari FH á síðasta ári eftir að hann var tekinn ölvaður undir stýri. Þá opnaði hann sig um veðmálafíkn í apríl á þessu ári. Allur gangur er á því hversu háar tekjur aðrir íþróttamenn landsins eru með, samkvæmt útsvari. Sem dæmi var Óskar Örn Hauksson, sem spilar nú með Grindavík, með 876 þúsund krónur. Hann er af mörgum álitinn einn besti leikmaður í sögu efstu deilda karla. Kristófer Acox, körfuboltamaður hjá Val var með 687 þúsund og Helena Sverrisdóttir, körfuboltakona hjá Val með 611 þúsund. Tekjuhæsta íþróttakonan var Annie Mist Þórisdóttir sem keppir í Crossfit með 1,1 milljón á mánuði. Næst á eftir henni er María Elísabet Guðsteinsdóttir kraftlyftingarkona með 891 þúsund krónur á mánuði. Listinn yfir tekjuhæstu íþróttamenn og þjálfara (tekið skal fram að stjórnendur íþróttafélaga- og sambanda eru ekki inni á listanum): Hafþór Júlíus Björnsson, aflraunamaður - 5 milljónir króna. Gunnar Lúðvík Nelson, bardagaíþróttamaður - 2,3 milljónir króna. Eiður Smári Guðjohnsen, fv. knattspyrnuþjálfari FH - 2,1 milljónir króna. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks - 1,5 milljónir króna. Ingimundur Ingimundarson, handboltam. Þór - 1,2 milljónir króna. Jón Þórir Sveinsson, fv. knattspyrnuþjálfari Fram - 1,2 milljónir króna. Ásgeir Örn Hallgrímsson, handboltaþjálfari Hauka - 1,2 milljónir króna. Annie Mist Þórisdóttir, íþróttakona í Crossfit - 1,1 milljón króna. Heimir Guðjónsson, knattspyrnuþjálfari FH - 1,1 milljón króna. Hjörvar Steinn Grétarsson, skákmaður - 1,1 milljón króna. Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2022 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2021 sem var greiddur árið 2022. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við. Tekjur Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Sjá meira
Greint er frá þessu í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem má nálgast hér. Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur árið 2022. Tekið skal fram að á listanum eru þeir þróttamenn sem afla tekna á Íslandi og greiða þar með útsvar hér á landi. Atvinnumenn í knattspyrnu eru sem dæmi ekki á listanum en þeirra árslaun hlaupa á nokkur hundruð milljónum. Hafþór Júlíus er sem fyrr segir á efsta sæti listans. Í öðru sæti er Gunnar Lúðvík Nelson bardagaíþróttamaður og í þriðja sæti er Eiður Smári Guðjohnsen fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu. Gunnar barðist í UFC í London í mars á þessu ári og átti þá ekki í neinum vandræðum með Bryan Barberena og kláraði bardagann strax í fyrstu lotu. Eiður Smári, sem spilaði með FC Barcelona og Chelsea hefur undanfarið starfað sem álitsgjafi við umfjöllun ensku deildarinnar á Síminn sport. Hann hætti sem þjálfari FH á síðasta ári eftir að hann var tekinn ölvaður undir stýri. Þá opnaði hann sig um veðmálafíkn í apríl á þessu ári. Allur gangur er á því hversu háar tekjur aðrir íþróttamenn landsins eru með, samkvæmt útsvari. Sem dæmi var Óskar Örn Hauksson, sem spilar nú með Grindavík, með 876 þúsund krónur. Hann er af mörgum álitinn einn besti leikmaður í sögu efstu deilda karla. Kristófer Acox, körfuboltamaður hjá Val var með 687 þúsund og Helena Sverrisdóttir, körfuboltakona hjá Val með 611 þúsund. Tekjuhæsta íþróttakonan var Annie Mist Þórisdóttir sem keppir í Crossfit með 1,1 milljón á mánuði. Næst á eftir henni er María Elísabet Guðsteinsdóttir kraftlyftingarkona með 891 þúsund krónur á mánuði. Listinn yfir tekjuhæstu íþróttamenn og þjálfara (tekið skal fram að stjórnendur íþróttafélaga- og sambanda eru ekki inni á listanum): Hafþór Júlíus Björnsson, aflraunamaður - 5 milljónir króna. Gunnar Lúðvík Nelson, bardagaíþróttamaður - 2,3 milljónir króna. Eiður Smári Guðjohnsen, fv. knattspyrnuþjálfari FH - 2,1 milljónir króna. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks - 1,5 milljónir króna. Ingimundur Ingimundarson, handboltam. Þór - 1,2 milljónir króna. Jón Þórir Sveinsson, fv. knattspyrnuþjálfari Fram - 1,2 milljónir króna. Ásgeir Örn Hallgrímsson, handboltaþjálfari Hauka - 1,2 milljónir króna. Annie Mist Þórisdóttir, íþróttakona í Crossfit - 1,1 milljón króna. Heimir Guðjónsson, knattspyrnuþjálfari FH - 1,1 milljón króna. Hjörvar Steinn Grétarsson, skákmaður - 1,1 milljón króna. Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2022 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2021 sem var greiddur árið 2022. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2022 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2021 sem var greiddur árið 2022. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjur Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Sjá meira