Forsætisráðherra Spánar gagnrýnir Rubiales Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. ágúst 2023 07:31 Pedro Sánchez tekur í spaðann Luis Rubiales þegar hann tók á móti spænsku heimsmeisturunum. getty/Burak Akbulut Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, segir framkomu Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins, eftir úrslitaleik HM óásættanlega. Rubiales hefur víða fengið á baukinn fyrir að kyssa Jennifer Hermoso á munninn eftir úrslitaleik HM þar sem Spánn vann England, 1-0. Forsætisráðherra Spánar hefur nú tjáð sig um kossinn. „Við urðum vitni að óásættanlegri framkomu,“ sagði Sánchez sem finnst myndbandið þar sem Rubiales baðst afsökunar á kossinum ekki vera nóg. „Afsökunarbeiðnin dugar ekki og er ófullnægjandi. Leikmennirnir lögðu allt í leikinn en Rubiales sýndi að það er enn langur vegur í átt að jafnrétti.“ Ekki nóg með að Rubiales hafi smellt rembingskossi á Hermoso á verðlaunapallinum heldur kyssti hann fleiri leikmenn spænska liðsins niðri á vellinum. Þá greip hann um klofið á sér þegar úrslitaleiknum. Skammt frá honum í heiðursstúkunni stóð Spánardrottning. Það er ekki bara Rubiales sem kom sér í klandur með framkomu sinni á sunnudaginn. Þjálfari spænska liðsins, Jorge Vilda, greip nefnilega í brjóst samstarfskonu sinnar þegar hann fagnaði marki Olgu Carmona í úrslitaleiknum. Rubiales hefur alltaf staðið þétt við bakið á hinum umdeilda Vilda, meðal annars eftir að fimmtán leikmenn spænska landsliðsins skrifuðu bréf þar sem þjálfunaraðferðir hans voru harðlega gagnrýndar og sagt að hann hafi haft slæm áhrif á andlega og líkamlega heilsu leikmanna. Aðeins örfáir af leikmönnunum fimmtán sem sendu bréfið voru í heimsmeistaraliði Spánar. Spænski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Spánn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Grátbáðu Hermoso um að koma fram í fyrirgefningarmyndbandi eftir kossinn alræmda Forseti spænska knattspyrnusambandsins grátbað Jennifer Hermoso um að koma fram í myndbandi þar sem hann baðst afsökunar á að hafa kysst hana á munninn eftir úrslitaleik HM. 22. ágúst 2023 14:01 Forsetinn tjáir sig um kossinn: „Hálfvitar alls staðar“ Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, hefur tjáð sig um rembingskossinn sem hann rak Jennifer Hermoso eftir að Spánn varð heimsmeistari í fótbolta kvenna. 21. ágúst 2023 16:00 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Sjá meira
Rubiales hefur víða fengið á baukinn fyrir að kyssa Jennifer Hermoso á munninn eftir úrslitaleik HM þar sem Spánn vann England, 1-0. Forsætisráðherra Spánar hefur nú tjáð sig um kossinn. „Við urðum vitni að óásættanlegri framkomu,“ sagði Sánchez sem finnst myndbandið þar sem Rubiales baðst afsökunar á kossinum ekki vera nóg. „Afsökunarbeiðnin dugar ekki og er ófullnægjandi. Leikmennirnir lögðu allt í leikinn en Rubiales sýndi að það er enn langur vegur í átt að jafnrétti.“ Ekki nóg með að Rubiales hafi smellt rembingskossi á Hermoso á verðlaunapallinum heldur kyssti hann fleiri leikmenn spænska liðsins niðri á vellinum. Þá greip hann um klofið á sér þegar úrslitaleiknum. Skammt frá honum í heiðursstúkunni stóð Spánardrottning. Það er ekki bara Rubiales sem kom sér í klandur með framkomu sinni á sunnudaginn. Þjálfari spænska liðsins, Jorge Vilda, greip nefnilega í brjóst samstarfskonu sinnar þegar hann fagnaði marki Olgu Carmona í úrslitaleiknum. Rubiales hefur alltaf staðið þétt við bakið á hinum umdeilda Vilda, meðal annars eftir að fimmtán leikmenn spænska landsliðsins skrifuðu bréf þar sem þjálfunaraðferðir hans voru harðlega gagnrýndar og sagt að hann hafi haft slæm áhrif á andlega og líkamlega heilsu leikmanna. Aðeins örfáir af leikmönnunum fimmtán sem sendu bréfið voru í heimsmeistaraliði Spánar.
Spænski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Spánn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Grátbáðu Hermoso um að koma fram í fyrirgefningarmyndbandi eftir kossinn alræmda Forseti spænska knattspyrnusambandsins grátbað Jennifer Hermoso um að koma fram í myndbandi þar sem hann baðst afsökunar á að hafa kysst hana á munninn eftir úrslitaleik HM. 22. ágúst 2023 14:01 Forsetinn tjáir sig um kossinn: „Hálfvitar alls staðar“ Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, hefur tjáð sig um rembingskossinn sem hann rak Jennifer Hermoso eftir að Spánn varð heimsmeistari í fótbolta kvenna. 21. ágúst 2023 16:00 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Sjá meira
Grátbáðu Hermoso um að koma fram í fyrirgefningarmyndbandi eftir kossinn alræmda Forseti spænska knattspyrnusambandsins grátbað Jennifer Hermoso um að koma fram í myndbandi þar sem hann baðst afsökunar á að hafa kysst hana á munninn eftir úrslitaleik HM. 22. ágúst 2023 14:01
Forsetinn tjáir sig um kossinn: „Hálfvitar alls staðar“ Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, hefur tjáð sig um rembingskossinn sem hann rak Jennifer Hermoso eftir að Spánn varð heimsmeistari í fótbolta kvenna. 21. ágúst 2023 16:00