Svandís svarar umboðsmanni: Ekki unnt að ná markmiðum með öðru en frestun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. ágúst 2023 10:29 Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis þar sem óskað er eftir svörum vegna ákvörðunar ráðherra um að banna hvalveiðar tímabundið. Í svörunum segir meðal annars að ekki hafi verið talið unnt að ná markmiðum um dýravelferð með öðrum hætti en frestun upphafs veiðitímabils. Eins og Vísir greindi frá sendi umboðsmaður Alþingis Svandísi bréf í lok júlí. Þar óskaði hann eftir svörum um reglugerð ráðherra auk þess sem hann krafðist svara við ýmsum spurningum um ákvörðun Svandísar, meðal annars hvort reglugerðin hafi byggt á sjónarmiðum um velferð dýra, sem um gildi sérstök lög. Veiðar gætu ekki farið fram að óbreyttu Í svarbréfi ráðuneytisins kemur fram að upphafi veiðitímabils við veiðar á langreyðum hafi verið frestað til þess að framfylgja lögum um hvalveiðar, en að baki þeim lögum búa meðal annars sjónarmið um velferð dýra. Það hafi verið mat ráðuneytisins, Matvælastofnunar og fagráðs um velferð dýra að niðurstöður úr eftirliti með veiðum á árinu 2022 bentu til þess að núverandi veiðiaðferðir, þar með talinn veiðibúnaður, væru háðar annmörkum þess eðlis að veiðar gætu að óbreyttu ekki farið fram í samræmi við þær kröfur sem leiða af lögum um hvalveiðar og lögum um velferð dýra. „Frestun á upphafi veiðitímabilsins er bráðabirgðaráðstöfun sem ætlaður er skammur gildistími til að bregðast við þeim almenna vanda sem upp var kominn varðandi dýravelferð við hvalveiðar. Ekki var talið að unnt væri að ná framangreindum markmiðum með öðru og vægara móti en með frestun upphafs veiðitímabils, sem byggir á skýrum lagalegum grundvelli,“ segir meðal annars í samantekt á svörum ráðuneytisins. „Mat var lagt á þá röskun hagsmuna sem frestun á upphafi veiðitímabilsins væri til þess fallin að hafa í för með sér með sama hætti og endranær þegar tekin er afstaða til breytinga á reglum um veiðar.“ Mat á úrbótum vegna veiða að vænta fljótlega Til grundvallar því mati hafi ráðuneytið lagt almennar forsendur um þýðingu lengdar veiðitímabils fyrir hagsmuni þeirra sem veiðarnar stunda og almennar upplýsingar sem fyrir liggi hjá ráðuneytinu um veiðarnar. „Þótt mikilvægir, fjárhagslegir hagsmunir geti verið tengdir veiðum á langreyðum verður engu að síður að gæta þess að langreyðar séu ekki veiddar eða aflífaðar með ómannúðlegum hætti, enda eru þær skyni gæddar verur sem ber að vernda fyrir óþarfa limlestingum og kvölum lögum samkvæmt.“ Frá því að ráðuneytinu hafi borist eftirlitsskýrsla Matvælastofnunar í maí 2023, hafi það haft til skoðunar hvort og þá hvaða úrbætur sé unnt að gera á veiðiaðferðum, þar með talið veiðibúnaði, sem notaðar eru til að tryggja velferð dýranna við aflífun. Starfshópur ráðuneytisins, Matvælastofnun og Fiskistofu vinnur að því að afmarka og leggja sérfræðilegt mat á þær leiðir sem eru til úrbóta á aðferðum við veiðar á langreyðum í samráði við innlenda og erlenda sérfræðinga. Niðurstöðu þeirrar vinnu er að vænta fljótlega. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Sjávarútvegur Vinstri græn Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá sendi umboðsmaður Alþingis Svandísi bréf í lok júlí. Þar óskaði hann eftir svörum um reglugerð ráðherra auk þess sem hann krafðist svara við ýmsum spurningum um ákvörðun Svandísar, meðal annars hvort reglugerðin hafi byggt á sjónarmiðum um velferð dýra, sem um gildi sérstök lög. Veiðar gætu ekki farið fram að óbreyttu Í svarbréfi ráðuneytisins kemur fram að upphafi veiðitímabils við veiðar á langreyðum hafi verið frestað til þess að framfylgja lögum um hvalveiðar, en að baki þeim lögum búa meðal annars sjónarmið um velferð dýra. Það hafi verið mat ráðuneytisins, Matvælastofnunar og fagráðs um velferð dýra að niðurstöður úr eftirliti með veiðum á árinu 2022 bentu til þess að núverandi veiðiaðferðir, þar með talinn veiðibúnaður, væru háðar annmörkum þess eðlis að veiðar gætu að óbreyttu ekki farið fram í samræmi við þær kröfur sem leiða af lögum um hvalveiðar og lögum um velferð dýra. „Frestun á upphafi veiðitímabilsins er bráðabirgðaráðstöfun sem ætlaður er skammur gildistími til að bregðast við þeim almenna vanda sem upp var kominn varðandi dýravelferð við hvalveiðar. Ekki var talið að unnt væri að ná framangreindum markmiðum með öðru og vægara móti en með frestun upphafs veiðitímabils, sem byggir á skýrum lagalegum grundvelli,“ segir meðal annars í samantekt á svörum ráðuneytisins. „Mat var lagt á þá röskun hagsmuna sem frestun á upphafi veiðitímabilsins væri til þess fallin að hafa í för með sér með sama hætti og endranær þegar tekin er afstaða til breytinga á reglum um veiðar.“ Mat á úrbótum vegna veiða að vænta fljótlega Til grundvallar því mati hafi ráðuneytið lagt almennar forsendur um þýðingu lengdar veiðitímabils fyrir hagsmuni þeirra sem veiðarnar stunda og almennar upplýsingar sem fyrir liggi hjá ráðuneytinu um veiðarnar. „Þótt mikilvægir, fjárhagslegir hagsmunir geti verið tengdir veiðum á langreyðum verður engu að síður að gæta þess að langreyðar séu ekki veiddar eða aflífaðar með ómannúðlegum hætti, enda eru þær skyni gæddar verur sem ber að vernda fyrir óþarfa limlestingum og kvölum lögum samkvæmt.“ Frá því að ráðuneytinu hafi borist eftirlitsskýrsla Matvælastofnunar í maí 2023, hafi það haft til skoðunar hvort og þá hvaða úrbætur sé unnt að gera á veiðiaðferðum, þar með talið veiðibúnaði, sem notaðar eru til að tryggja velferð dýranna við aflífun. Starfshópur ráðuneytisins, Matvælastofnun og Fiskistofu vinnur að því að afmarka og leggja sérfræðilegt mat á þær leiðir sem eru til úrbóta á aðferðum við veiðar á langreyðum í samráði við innlenda og erlenda sérfræðinga. Niðurstöðu þeirrar vinnu er að vænta fljótlega.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Sjávarútvegur Vinstri græn Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira