Tvö til fjögur Sævar Þór Halldórsson skrifar 23. ágúst 2023 12:00 Nei þetta er ekki grein um aukagjald vegna leikskóladvalar í Kópavogi, þetta er heldur ekki grein um opnunartíma Vínbúðarinnar á Djúpavogi. Mæli samt með Djúpavogi, bjó þar um stund. Þetta er grein um númerakerfi húsa, eins spennandi og það hljómar. Í mín eyru hljómar það að minnsta kosti spennandi. Þetta er kallað í fasteignaskrá og reglugerðum staðföng sem samanstanda af staðvísi (t.d. götuheiti) sem vísar þér á staðinn, staðgreini sem greinir staðinn frá öðrum með sama staðvísi og svo hniti sem er staðsetningin á korti. Eins og alþjóð veit, eða kannski veit ekki þá er Harpa, eitt helsta kennileiti Reykjavíkur, staðsett við Austurbakka 2. Það er þó gaman að segja frá því að innan sömu lóðar eru einnig Bryggjugata 2, 4, 6 og 8, Geirsgata 2, 4 og 17 og mörg fleiri húsnúmer t.d. Tryggvagata 23. Á þessari lóð er ásamt Hörpu, EDITION hótel, Landsbankinn og tvö ráðuneyti (bráðum), H&M og mathöll svo sumt sé nefnt. Svo erum við með Kringluna, sem er annaðhvort númer 4-6, 4-12 eða 8-12. Við erum þó með marga innganga þar merkta t.d. A, B, C o.s.fv. sem fólk vill eflaust frekar rata til. Þetta eru tvö mismunandi dæmi um staðfanganotkun á lóðum. Fyrra er talsvert þægilegra fyrir notandann en það síðara. Lóðir heita jú eitthvað í skipulagi en svo þegar teikningar eru gerðar og farið að byggja þá kemur oft í ljós að fólk þarf að rata á einhvern sérstakan inngang, ekki bara á lóðina 2-4. Hvert okkar vill líka búa í númerabili, það minnir á Kaffibrúsakallaatriðið þar sem maður varð fyrir valtara og lá á nokkrum sjúkrastofum. Það er þó ekki út af einhverri gamla kalla gremju sem ég skrifa þennan pistil. Ástæðan er frekar vitundavakning, því eigendur húsa geta nefnilega óskað eftir breytingum til sveitarfélags. Þannig að ef húsið þitt er merkt öðruvísi en lóðin er skráð í landeignaskrá þá klárlega mæli ég með því að þið sækið um breytingar til sveitarfélags. Vill maður t.d. ekki að sjúkrabíllinn rati á réttan stað þegar á honum þarf að halda. Heitir sumarbústaðurinn þinn bara eftir jörðinni sem lóð hans er stofnuð úr en skeytt er lóð aftan við nafnið, eins og "Hóll lóð". Þá mæli ég með því að fá sveitarfélagið til að setja frekar upp eitthvað skilvirkt rötunarkerfi. Til þess að virka þurfa sumarbústaðasvæði að vera eins og götur innanbæjar, þar sem rökrétt númeraröðun gildir og götur hafa nöfn. Aftur er hér gott að hugsa þetta út frá rötun sjúkrabíls. Þú mátt síðan kalla bústaðinn þinn það sem þú vilt, en það þarf ekki endilega að skrá það í fasteignaskrá. Hvert og eitt heimilisfang fær einnig hnitapunkt sem nýttur er til rötunar, sá punktur þarf að vera á réttum stað, svo sem við innganginn að húsinu. Svo geta einnig verið fleiri staðföng á öðrum inngöngum, t.d. ef betra er að koma að einhverjum íbúðum annarstaðarfrá og jafnvel staðfang fyrir ruslabílinn sem mikið hefur verið í umræðunni upp á síðkastið. Það eru fleiri en við sem búum á Íslandi sem notum þetta, það eru fullt af alþjóðlegum fyrirtækjum að nýta okkar kerfi. Google Maps, Apple Maps, TomTom, Garmin og fleiri. Viljum við ekki að ef að einhver vill finna ferðaþjónustuna okkar eða jafnvel sumarbústaðinn að gögnin séu rétt og það sé sem auðveldast fyrir aðilann að finna okkur? Höfundur er landfræðingur og áhugamaður um rötun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Nei þetta er ekki grein um aukagjald vegna leikskóladvalar í Kópavogi, þetta er heldur ekki grein um opnunartíma Vínbúðarinnar á Djúpavogi. Mæli samt með Djúpavogi, bjó þar um stund. Þetta er grein um númerakerfi húsa, eins spennandi og það hljómar. Í mín eyru hljómar það að minnsta kosti spennandi. Þetta er kallað í fasteignaskrá og reglugerðum staðföng sem samanstanda af staðvísi (t.d. götuheiti) sem vísar þér á staðinn, staðgreini sem greinir staðinn frá öðrum með sama staðvísi og svo hniti sem er staðsetningin á korti. Eins og alþjóð veit, eða kannski veit ekki þá er Harpa, eitt helsta kennileiti Reykjavíkur, staðsett við Austurbakka 2. Það er þó gaman að segja frá því að innan sömu lóðar eru einnig Bryggjugata 2, 4, 6 og 8, Geirsgata 2, 4 og 17 og mörg fleiri húsnúmer t.d. Tryggvagata 23. Á þessari lóð er ásamt Hörpu, EDITION hótel, Landsbankinn og tvö ráðuneyti (bráðum), H&M og mathöll svo sumt sé nefnt. Svo erum við með Kringluna, sem er annaðhvort númer 4-6, 4-12 eða 8-12. Við erum þó með marga innganga þar merkta t.d. A, B, C o.s.fv. sem fólk vill eflaust frekar rata til. Þetta eru tvö mismunandi dæmi um staðfanganotkun á lóðum. Fyrra er talsvert þægilegra fyrir notandann en það síðara. Lóðir heita jú eitthvað í skipulagi en svo þegar teikningar eru gerðar og farið að byggja þá kemur oft í ljós að fólk þarf að rata á einhvern sérstakan inngang, ekki bara á lóðina 2-4. Hvert okkar vill líka búa í númerabili, það minnir á Kaffibrúsakallaatriðið þar sem maður varð fyrir valtara og lá á nokkrum sjúkrastofum. Það er þó ekki út af einhverri gamla kalla gremju sem ég skrifa þennan pistil. Ástæðan er frekar vitundavakning, því eigendur húsa geta nefnilega óskað eftir breytingum til sveitarfélags. Þannig að ef húsið þitt er merkt öðruvísi en lóðin er skráð í landeignaskrá þá klárlega mæli ég með því að þið sækið um breytingar til sveitarfélags. Vill maður t.d. ekki að sjúkrabíllinn rati á réttan stað þegar á honum þarf að halda. Heitir sumarbústaðurinn þinn bara eftir jörðinni sem lóð hans er stofnuð úr en skeytt er lóð aftan við nafnið, eins og "Hóll lóð". Þá mæli ég með því að fá sveitarfélagið til að setja frekar upp eitthvað skilvirkt rötunarkerfi. Til þess að virka þurfa sumarbústaðasvæði að vera eins og götur innanbæjar, þar sem rökrétt númeraröðun gildir og götur hafa nöfn. Aftur er hér gott að hugsa þetta út frá rötun sjúkrabíls. Þú mátt síðan kalla bústaðinn þinn það sem þú vilt, en það þarf ekki endilega að skrá það í fasteignaskrá. Hvert og eitt heimilisfang fær einnig hnitapunkt sem nýttur er til rötunar, sá punktur þarf að vera á réttum stað, svo sem við innganginn að húsinu. Svo geta einnig verið fleiri staðföng á öðrum inngöngum, t.d. ef betra er að koma að einhverjum íbúðum annarstaðarfrá og jafnvel staðfang fyrir ruslabílinn sem mikið hefur verið í umræðunni upp á síðkastið. Það eru fleiri en við sem búum á Íslandi sem notum þetta, það eru fullt af alþjóðlegum fyrirtækjum að nýta okkar kerfi. Google Maps, Apple Maps, TomTom, Garmin og fleiri. Viljum við ekki að ef að einhver vill finna ferðaþjónustuna okkar eða jafnvel sumarbústaðinn að gögnin séu rétt og það sé sem auðveldast fyrir aðilann að finna okkur? Höfundur er landfræðingur og áhugamaður um rötun.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun