Fyrrum hermaður eltir Messi eins og skugginn Smári Jökull Jónsson skrifar 25. ágúst 2023 07:00 Lionel Messi í leik með Inter Miami gegn FC Cincinnati. Vísir/Getty Koma Lionel Messi í MLS-deildina hefur verið vel heppnuð hingað til. Fyrrum hermaður sem fylgir Argentínumanninum eins og skugginn hefur vakið töluverða athygli. Lionel Messi gekk til liðs við Inter Miami í bandarísku MLS-deildinni í sumar en liðið er í eigu stórstjörnunnar David Beckham. Koma Messi til Bandaríkjanna hefur eðlilega vakið mikla athygli og hann hefur sett svip sinn á lið Inter Miami nú þegar. Eðlilega er öryggisgæslan í kringum stjörnuleikmann eins og Messi mikil. Hann er með sinn eigin lífvörð í Bandaríkjunum og það er enginn smá lífvörður. Yassine Chueko sést hér ganga á eftir Lionel Messi til búningsherbergisins eftir leik Inter Miami á dögunum.Vísir/Getty Fyrrum hermaðurinn Yassine Chueko fylgir Argentínumanninum hvert fótmál en það var Beckham sjálfur sem valdi Chueko til starfsins. Chueko er fyrrum hermaður sem hefur tekið þátt í stríðum Bandaríkjanna bæði í Írak og Afganistan. Hann hefur þar að auki keppt í MMA, tækvondo og hnefaleikum. Sæmilegur ferill það. During Inter Miami matches, Leo Messi is followed by an ex-US Navy Seal for maximum security. The bodyguard is a martial arts, boxer and taekwondo expert. He can be seen even following him during matches. pic.twitter.com/Gl8n1UzHXV— EuroFoot (@eurofootcom) August 24, 2023 Og Chueko tekur starf sitt alvarlega. Hann eltir Messi hvert sem hann fer og á dögunum sást hann meðal annars hlaupa með fram hliðarlínu knattspyrnuvallarins þegar Messi hljóp í átt að áhorfendum til að fagna marki. Messi hefur skorað tíu mörk og gefið þrjár stoðsendingar í átta leikjum fyrir Inter Miami. Peep Messi s bodyguard this guy follows him EVERYWHERE pic.twitter.com/IGrMSa4P77— R (@Lionel30i) August 24, 2023 Bandaríski fótboltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Lionel Messi gekk til liðs við Inter Miami í bandarísku MLS-deildinni í sumar en liðið er í eigu stórstjörnunnar David Beckham. Koma Messi til Bandaríkjanna hefur eðlilega vakið mikla athygli og hann hefur sett svip sinn á lið Inter Miami nú þegar. Eðlilega er öryggisgæslan í kringum stjörnuleikmann eins og Messi mikil. Hann er með sinn eigin lífvörð í Bandaríkjunum og það er enginn smá lífvörður. Yassine Chueko sést hér ganga á eftir Lionel Messi til búningsherbergisins eftir leik Inter Miami á dögunum.Vísir/Getty Fyrrum hermaðurinn Yassine Chueko fylgir Argentínumanninum hvert fótmál en það var Beckham sjálfur sem valdi Chueko til starfsins. Chueko er fyrrum hermaður sem hefur tekið þátt í stríðum Bandaríkjanna bæði í Írak og Afganistan. Hann hefur þar að auki keppt í MMA, tækvondo og hnefaleikum. Sæmilegur ferill það. During Inter Miami matches, Leo Messi is followed by an ex-US Navy Seal for maximum security. The bodyguard is a martial arts, boxer and taekwondo expert. He can be seen even following him during matches. pic.twitter.com/Gl8n1UzHXV— EuroFoot (@eurofootcom) August 24, 2023 Og Chueko tekur starf sitt alvarlega. Hann eltir Messi hvert sem hann fer og á dögunum sást hann meðal annars hlaupa með fram hliðarlínu knattspyrnuvallarins þegar Messi hljóp í átt að áhorfendum til að fagna marki. Messi hefur skorað tíu mörk og gefið þrjár stoðsendingar í átta leikjum fyrir Inter Miami. Peep Messi s bodyguard this guy follows him EVERYWHERE pic.twitter.com/IGrMSa4P77— R (@Lionel30i) August 24, 2023
Bandaríski fótboltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira