Sara með furðulegt en líka fallegt nafn á nýju Youtube síðunni sinni 3407 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2023 09:00 Sara Sigmundsdóttir tók upp reiknivél í fyrsta myndbandinu á Youtube síðunni sinni. Youtube/ Sara Sigmundsdottir Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir ætlar að gefa fylgjendum sínum enn meiri innsýn í líf sitt á næstunni og um leið gefa til baka þá ást sem hún hefur fengið þrátt fyrir að á móti blási inn á keppnisgólfinu. Sara kynnti í gær nýju Youtube-síðuna sína sem ber hið sérstaka nafn 3407. Það verður fróðlegt að sjá hversu mörgum fylgjendum hún nær að safna en þeir sem þekkja Söru og hafa fylgst með henni undanfarin ár vita að hún gefur mikið af sér og er eins hreinskilin og fólk gerist. Það er því nánast öruggt að við fáum nærmynd af einni okkar bestu CrossFit konu á þessari Youtube síðu. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara sagði frá síðunni sinni, af hverju hún er til og hvað hún ætlar að gera á henni. Hún fór líka yfir þá skemmtilegu ástæðu fyrir því að hún heitir 3407. Hvernig er líf atvinnnuíþróttamanns? „Af hverju er ég að byrja með Youtube síðu núna? Enginn íþróttamaður er eins og ég myndi elska það að geta gefið ykkur innsýn í það hvað það er að vera atvinnumaður í íþróttum. Hvernig lífið þitt er þegar þú ert atvinnuíþróttamaður,“ sagði Sara Sigmundsdóttir í fyrsta myndbandinu sínu á Youtube síðunni. „Sumir halda kannski að þú æfir bara í einn klukkutíma í dag og að þú ert síðan bara svo hæfileikarík og heppin. Það er örugglega ekki þannig,“ sagði Sara. „Það er mikið af hæðum og lægðum og það þarf að fórna miklu fyrir þetta starf. Það er mikið um ferðalög og þú þarft að læra að blanda saman æfingum og þessum ferðalögum. Hvernig þú getur sett í forgang það sem skiptir mestu máli,“ sagði Sara. „Ég er fiðrildi“ „Ég er fiðrildi sem þýðir að ég þarf að hafa mikið í gangi í einu svo hlutirnir virki fyrir mig. Ég get ekki bara sofið, borðað og æft. Þess vegna held ég að ég sé aðeins öðruvísi en aðrir íþróttamenn,“ sagði Sara. „Hverju getið þið búist við að sjá á Youtube síðunni minni. Góðu dagana en ég mun líka sýna ykkur slæmu dagana. Ég mun elda mat og sýna ykkur Simba hundinn minn. Ég sýni frá ferðalögunum mínum og þegar ég æfi með frábæru fólki út um allan heim. Bara fullt af góðum hlutum,“ sagði Sara. „Þið eruð kannski að velta því fyrir okkur af hverju síðan heitir 3407. Það er mjög góð saga um það. ,“ sagði Sara og tók fram gömlu góðu reiknivélina. Skólafélaginn sagði henni sögu „Ég var í skóla og að æfa á sama tíma. Ég var í reikningi með skólafélaga og hann sagði mér að setja 3407 á reiknivélina. Ég gerði það og spurði svo: Hvað svo? Hann sagði mér þá að snúa henni við og þá fattaði ég,“ sagði Sara en þegar þú snýrð 3407 á hvolf þá stendur Love eða ást þýtt á íslensku. „Ef þið hafið verið að fylgjast með mér þá vitið þið að ég hef verið að reyna að koma með endurkomu í þrjú ár. Þetta hefur verið erfitt ferðalag, með hæðum og lægðum og ég átti mína erfiðustu stund á undanúrslitamótinu í ár,“ sagði Sara sem tókst ekki að vinna sér sæti á heimsleikunum í ár. „Ástæðan fyrir því að ég hugsaði um þessa sögu er að þrátt fyrir þessi þrjú ár þá eruð þið öll enn að sýna mér svo mikla ást, gefa mér svo mikinn stuðning og hafið öll enn trú á mér. Þess vegna munu þessir Youtube þættir heita 3407 því ég ætla að reyna að endurgjalda ást ykkar til baka,“ sagði Sara. Það má horfa á fyrsta innslag hennar hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=SfSfoF9Ux94">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Dagskráin: Lokaúrslitin hefjast og barist um sæti úrslitaleikjunum í Evrópu Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjá meira
Sara kynnti í gær nýju Youtube-síðuna sína sem ber hið sérstaka nafn 3407. Það verður fróðlegt að sjá hversu mörgum fylgjendum hún nær að safna en þeir sem þekkja Söru og hafa fylgst með henni undanfarin ár vita að hún gefur mikið af sér og er eins hreinskilin og fólk gerist. Það er því nánast öruggt að við fáum nærmynd af einni okkar bestu CrossFit konu á þessari Youtube síðu. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara sagði frá síðunni sinni, af hverju hún er til og hvað hún ætlar að gera á henni. Hún fór líka yfir þá skemmtilegu ástæðu fyrir því að hún heitir 3407. Hvernig er líf atvinnnuíþróttamanns? „Af hverju er ég að byrja með Youtube síðu núna? Enginn íþróttamaður er eins og ég myndi elska það að geta gefið ykkur innsýn í það hvað það er að vera atvinnumaður í íþróttum. Hvernig lífið þitt er þegar þú ert atvinnuíþróttamaður,“ sagði Sara Sigmundsdóttir í fyrsta myndbandinu sínu á Youtube síðunni. „Sumir halda kannski að þú æfir bara í einn klukkutíma í dag og að þú ert síðan bara svo hæfileikarík og heppin. Það er örugglega ekki þannig,“ sagði Sara. „Það er mikið af hæðum og lægðum og það þarf að fórna miklu fyrir þetta starf. Það er mikið um ferðalög og þú þarft að læra að blanda saman æfingum og þessum ferðalögum. Hvernig þú getur sett í forgang það sem skiptir mestu máli,“ sagði Sara. „Ég er fiðrildi“ „Ég er fiðrildi sem þýðir að ég þarf að hafa mikið í gangi í einu svo hlutirnir virki fyrir mig. Ég get ekki bara sofið, borðað og æft. Þess vegna held ég að ég sé aðeins öðruvísi en aðrir íþróttamenn,“ sagði Sara. „Hverju getið þið búist við að sjá á Youtube síðunni minni. Góðu dagana en ég mun líka sýna ykkur slæmu dagana. Ég mun elda mat og sýna ykkur Simba hundinn minn. Ég sýni frá ferðalögunum mínum og þegar ég æfi með frábæru fólki út um allan heim. Bara fullt af góðum hlutum,“ sagði Sara. „Þið eruð kannski að velta því fyrir okkur af hverju síðan heitir 3407. Það er mjög góð saga um það. ,“ sagði Sara og tók fram gömlu góðu reiknivélina. Skólafélaginn sagði henni sögu „Ég var í skóla og að æfa á sama tíma. Ég var í reikningi með skólafélaga og hann sagði mér að setja 3407 á reiknivélina. Ég gerði það og spurði svo: Hvað svo? Hann sagði mér þá að snúa henni við og þá fattaði ég,“ sagði Sara en þegar þú snýrð 3407 á hvolf þá stendur Love eða ást þýtt á íslensku. „Ef þið hafið verið að fylgjast með mér þá vitið þið að ég hef verið að reyna að koma með endurkomu í þrjú ár. Þetta hefur verið erfitt ferðalag, með hæðum og lægðum og ég átti mína erfiðustu stund á undanúrslitamótinu í ár,“ sagði Sara sem tókst ekki að vinna sér sæti á heimsleikunum í ár. „Ástæðan fyrir því að ég hugsaði um þessa sögu er að þrátt fyrir þessi þrjú ár þá eruð þið öll enn að sýna mér svo mikla ást, gefa mér svo mikinn stuðning og hafið öll enn trú á mér. Þess vegna munu þessir Youtube þættir heita 3407 því ég ætla að reyna að endurgjalda ást ykkar til baka,“ sagði Sara. Það má horfa á fyrsta innslag hennar hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=SfSfoF9Ux94">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Dagskráin: Lokaúrslitin hefjast og barist um sæti úrslitaleikjunum í Evrópu Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn