Mannúðarkrísa á Íslandi! Sema Erla Serdar, Sólveig Ásta Sigurðardóttir, Alondra Silva Muñoz, Ásdís Virk Sigtryggsdóttir og Edda Aradóttir skrifa 25. ágúst 2023 15:00 Íslenskt samfélag er statt á krossgötum. Á þessari stundu tökum við afdrifamikla ákvörðun um hvernig framtíð við viljum. Það er núna sem við ákveðum hvers konar mennsku við viljum byggja á í þessu samfélagi, hvernig við skilgreinum hvað mannvirðing og jafnrétti merkja og hver fær að tilheyra menginu “manneskja”. Á Íslandi er nú fólk á flótta sofandi á götunni. Berskjaldaðir einstaklingar eru dæmd af yfirvöldum til fátæktar og hungurs og við sem samfélag stöndum frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort að við leyfum einstaklingum, sem hafa þegar þjáðst nóg, verða fyrir enn meira ofbeldi og þjáningu, í raun meiri vesæld en nokkur manneskja ætti að verða fyrir á heilli ævi. Hér fyrir neðan ber að líta stutta yfirlýsingu frá konunum þremur sem, ásamt stærri hópi fólks á flótta, voru gerðar heimilislausar á Íslandi á síðustu vikum: „Við erum konurnar þrjár sem var vísað út úr húsnæði útlendingastofnunar. 11. ágúst var myrkur dagur fyrir okkur þrjár. Í dag þurfum við að reiða okkur á aðstoð og miskunnsemi annars fólks, líkt og við séum lítil börn. Af hverju? Af því að þið hentuð okkur á götuna. Þið skylduð okkur eftir án allra bjargráða. Þið hafið bætt gráu ofan á svart fyrir okkur. Skaðinn sem þið hafið valdið er mikill og þjáningin og sárin sem fylgja aðgerðum ykkar munu taka mörg ár að gróa. Þið ætlið að senda okkur til landsins þar sem við vorum neyddar út í vændi. Við getum ekki lifað slíkt af. Við getum heldur ekki lifað af á götunni hér á Íslandi. Það eina sem við biðjum um er friður og vernd.“ Stjórnvöld, þið berið ábyrgð. Þið berið ábyrgð á meiriháttar breytingum á meðferð íslenskra yfirvalda á fólki á flótta, og það eru breytingar til hins verra. Þið hafið lögfest kerfisbundinn rasisma og útlendingaandúð á Íslandi, þið hafið gert mannréttindabrot að lögum og innleitt viðhorf sem sendir þau skilaboð til mjög afmarkaðra hóps að þau séu ekki velkomin. Þessi lög beinast helst að ákveðnum hópi fólks, þeim sem eru föst hér, þeim sem ríkið getur ekki brottvísað því enginn samþykkir að taka á móti þeim. Hvernig getið þið varið þá aðgerð að gera alla íslenska ríkisborgara siðferðislega meðseka í framkvæmd kerfisbundinna hatursglæpa? Hvernig getið þið réttlætt að neyða saklaust fólk til að lifa án húsaskjóls, matar, heilbrigðisþjónustu, öryggis og mannréttinda? Og hvað þá í ótakmarkaðan tíma? Hvernig getið þið komið svona fram við fólk? Setjið ykkur í spor þeirra sem þið beitið misrétti. Hvernig myndi ykkur líða ef þið væruð í þessum aðstæðum? Með öll ykkar forréttindi, hvernig getið þið ekki komið fram við aðrar manneskjur sem jafningja? Höfundar eiga sæti í stjórn Solaris. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag er statt á krossgötum. Á þessari stundu tökum við afdrifamikla ákvörðun um hvernig framtíð við viljum. Það er núna sem við ákveðum hvers konar mennsku við viljum byggja á í þessu samfélagi, hvernig við skilgreinum hvað mannvirðing og jafnrétti merkja og hver fær að tilheyra menginu “manneskja”. Á Íslandi er nú fólk á flótta sofandi á götunni. Berskjaldaðir einstaklingar eru dæmd af yfirvöldum til fátæktar og hungurs og við sem samfélag stöndum frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort að við leyfum einstaklingum, sem hafa þegar þjáðst nóg, verða fyrir enn meira ofbeldi og þjáningu, í raun meiri vesæld en nokkur manneskja ætti að verða fyrir á heilli ævi. Hér fyrir neðan ber að líta stutta yfirlýsingu frá konunum þremur sem, ásamt stærri hópi fólks á flótta, voru gerðar heimilislausar á Íslandi á síðustu vikum: „Við erum konurnar þrjár sem var vísað út úr húsnæði útlendingastofnunar. 11. ágúst var myrkur dagur fyrir okkur þrjár. Í dag þurfum við að reiða okkur á aðstoð og miskunnsemi annars fólks, líkt og við séum lítil börn. Af hverju? Af því að þið hentuð okkur á götuna. Þið skylduð okkur eftir án allra bjargráða. Þið hafið bætt gráu ofan á svart fyrir okkur. Skaðinn sem þið hafið valdið er mikill og þjáningin og sárin sem fylgja aðgerðum ykkar munu taka mörg ár að gróa. Þið ætlið að senda okkur til landsins þar sem við vorum neyddar út í vændi. Við getum ekki lifað slíkt af. Við getum heldur ekki lifað af á götunni hér á Íslandi. Það eina sem við biðjum um er friður og vernd.“ Stjórnvöld, þið berið ábyrgð. Þið berið ábyrgð á meiriháttar breytingum á meðferð íslenskra yfirvalda á fólki á flótta, og það eru breytingar til hins verra. Þið hafið lögfest kerfisbundinn rasisma og útlendingaandúð á Íslandi, þið hafið gert mannréttindabrot að lögum og innleitt viðhorf sem sendir þau skilaboð til mjög afmarkaðra hóps að þau séu ekki velkomin. Þessi lög beinast helst að ákveðnum hópi fólks, þeim sem eru föst hér, þeim sem ríkið getur ekki brottvísað því enginn samþykkir að taka á móti þeim. Hvernig getið þið varið þá aðgerð að gera alla íslenska ríkisborgara siðferðislega meðseka í framkvæmd kerfisbundinna hatursglæpa? Hvernig getið þið réttlætt að neyða saklaust fólk til að lifa án húsaskjóls, matar, heilbrigðisþjónustu, öryggis og mannréttinda? Og hvað þá í ótakmarkaðan tíma? Hvernig getið þið komið svona fram við fólk? Setjið ykkur í spor þeirra sem þið beitið misrétti. Hvernig myndi ykkur líða ef þið væruð í þessum aðstæðum? Með öll ykkar forréttindi, hvernig getið þið ekki komið fram við aðrar manneskjur sem jafningja? Höfundar eiga sæti í stjórn Solaris.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun