Regnbogi og „Kyssuskilti“ í Ólafsvík vekur mikla athygli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. ágúst 2023 20:05 Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, ásamt Heimi Berg Vilhjálmssyni, markaðs- og upplýsingafulltrúa sveitarfélagsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Regnbogagatan í Ólafsvík við kirkju staðarins er sá ferðamannastaður í Snæfellsbæ, sem hefur slegið hvað mest í gegn hjá ferðamönnum. Þá er „kyssuskilti” líka við götuna, sem vekur mikla kátínu og athygli ferðamanna. Regnbogagatan eða frekar brekkan vekur alltaf mikla athygli, ekki síst fyrir það hvað hún er snyrtileg og vel máluð. Alla daga eru einhverjir ferðamenn að mynda götuna eða ganga hana og dást að henni í leiðinni. Starfsmenn Snæfellsbæjar áttu hugmyndina að regnboganum og báru hana undir bæjarstjórann. „Ég sagði það er allt í lagi ef ég fæ að ráða hvar hann verður. Og þeir sögðu allt í lagi, við skulum bara skoða það og ég sagði að hann yrði hér við kirkjuna og fótboltavöllinn. Þar er falleg brekka og hérna ertu með bæjarfossinn, hérna með kirkjuna, íþróttasvæðið og allt saman. Við gerðum þennan í fyrra og þetta vakti svo mikla athygli og lukku á meðal bæði íbúa og ferðamann að við ákváðum í vor að endurmála aftur og ætlum bara að halda þessu við, þannig að við erum mjög stolt af okkar regnboga,”segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar. Kristinn segir regnbogann einn af þeim stöðum, sem er mest ljósmyndaður í Snæfellsbæ. „Já, já, þetta er orðið tákn svæðisins og mikið myndað og við erum náttúrulega líka að gera þetta í þeim tilgangi að þegar það koma til okkar ferðamenn að það ætli allir að taka bestu myndina af sér eða regnboganum hér í Ólafsvík, þannig að eftir kannski þrjú ár þá verði allir að stoppa hér til að taka mynd af sér við regnbogann.” Regnboginn er mjög fallegur í brekkunni enda mikið myndaður. Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki bara regnboginn sem vekur athygli því bæjarstjórinn lét líka koma upp “Kyssuskilti” við regnbogann en hugmyndina fékk hann á ferðalagi sínu í Ítalíu þar sem hann sá ferðamenn í hópum kyssast við svona skilti. „Þar var karl og kona en við erum með tvær persónur því kynin eru orðin svo mörg í dag, ég kann ekki að nefna það. Nú eru þetta bara tvær persónur, sem eru að kyssast,” segir Kristinn. Ferðu með konuna þína hérna á kvöldin og kyssir hana? „Ég er búin að biðja hana að koma með mér en hún einhvern veginn, ég skil það samt ekk, hún hefur ekki enn þá sagt já, en ég vona að komi að því. Helga, þú manst það, við eigum eftir að fara á „Kyssuskiltið“. En ertu til í að kyssa mig? Ef þú vilt, það er ekkert mál,“ segir bæjarstjórinn kampakátur með skiltið og regnbogann. „Kyssuskiltið“ vekur alltaf mikla athygli í Ólafsvík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Snæfellsbær Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Regnbogagatan eða frekar brekkan vekur alltaf mikla athygli, ekki síst fyrir það hvað hún er snyrtileg og vel máluð. Alla daga eru einhverjir ferðamenn að mynda götuna eða ganga hana og dást að henni í leiðinni. Starfsmenn Snæfellsbæjar áttu hugmyndina að regnboganum og báru hana undir bæjarstjórann. „Ég sagði það er allt í lagi ef ég fæ að ráða hvar hann verður. Og þeir sögðu allt í lagi, við skulum bara skoða það og ég sagði að hann yrði hér við kirkjuna og fótboltavöllinn. Þar er falleg brekka og hérna ertu með bæjarfossinn, hérna með kirkjuna, íþróttasvæðið og allt saman. Við gerðum þennan í fyrra og þetta vakti svo mikla athygli og lukku á meðal bæði íbúa og ferðamann að við ákváðum í vor að endurmála aftur og ætlum bara að halda þessu við, þannig að við erum mjög stolt af okkar regnboga,”segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar. Kristinn segir regnbogann einn af þeim stöðum, sem er mest ljósmyndaður í Snæfellsbæ. „Já, já, þetta er orðið tákn svæðisins og mikið myndað og við erum náttúrulega líka að gera þetta í þeim tilgangi að þegar það koma til okkar ferðamenn að það ætli allir að taka bestu myndina af sér eða regnboganum hér í Ólafsvík, þannig að eftir kannski þrjú ár þá verði allir að stoppa hér til að taka mynd af sér við regnbogann.” Regnboginn er mjög fallegur í brekkunni enda mikið myndaður. Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki bara regnboginn sem vekur athygli því bæjarstjórinn lét líka koma upp “Kyssuskilti” við regnbogann en hugmyndina fékk hann á ferðalagi sínu í Ítalíu þar sem hann sá ferðamenn í hópum kyssast við svona skilti. „Þar var karl og kona en við erum með tvær persónur því kynin eru orðin svo mörg í dag, ég kann ekki að nefna það. Nú eru þetta bara tvær persónur, sem eru að kyssast,” segir Kristinn. Ferðu með konuna þína hérna á kvöldin og kyssir hana? „Ég er búin að biðja hana að koma með mér en hún einhvern veginn, ég skil það samt ekk, hún hefur ekki enn þá sagt já, en ég vona að komi að því. Helga, þú manst það, við eigum eftir að fara á „Kyssuskiltið“. En ertu til í að kyssa mig? Ef þú vilt, það er ekkert mál,“ segir bæjarstjórinn kampakátur með skiltið og regnbogann. „Kyssuskiltið“ vekur alltaf mikla athygli í Ólafsvík.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Snæfellsbær Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira