Alonso segir fólk vanmeta afrek Verstappens Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. ágúst 2023 09:00 Fernando Alonso segir afrek Verstappen vanmetin. Mario Renzi - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen jafnaði í gær met Þjóðverjans Sebastians Vettel er hann vann sinn níunda kappakstur í röð í Formúlu 1 í gær. Hinn margreyndi Fernando Alonso segir fólk vanmeta afrek og yfirburði Hollendingsins undanfarna mánuði. Alonso kom annar í mark í hollenska kappakstrinum á Zandvoort-brautinni í gær, um 3,7 sekúndum á eftir Verstappen eftir kaótíska keppni þar sem rigningaskúrir settu sinn svip á daginn. Eins og áður segir jafnaði Verstappen með sigrinum met Sebastians Vettel og hefur nú unnið níu Formuúlu 1 keppnir í röð. Að kappakstrinum loknum var Alonso spurður út í það hvort Hollendingurinn væri heilum flokk ofar en aðrir ökumenn, eða hvort Alonso sjálfur eða Lewis Hamilton gætu veitt honum samkeppni. „Það sem Max er að afreka er stundum vanmetið. Það að vinna með svona miklum yfirburðum í hvaða íþrótt sem er er mjög flókið,“ sagði Alonso. „Að keyra á sama „leveli“ og hann er eitthvað sem ég trúi að ég geti gert. Við ökumenn höfum yfirleitt mikla trú á okkur sjálfum. Ég veit ekki með Lewis, en ég trúi að ég geti það. Og Lewis líka,“ bætti Spánverjinn við. „Þú þarft að koma inn í keppnina og líða eins og þú sért tengdur bílnum. Í dag leið mér eins og ég væri að keyra eins vel og mögulegt var og ég væri að gefa mig allan í þetta. En í keppnunum á Spa eða í Austurríki var ég kannski ekki á sama stað.“ „Þannig að þér líður alltaf eins og þú getir gert eitthvað betur og þú ert ekki alltaf hundrað prósent ánægður með þig eins og ég er núna í dag. Ég held að Max sé að ná þessum hundrað prósentum mun oftar en við í augnablikinu og það er þess vegna sem hann hefur svona mikla yfirburði.“ Akstursíþróttir Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Alonso kom annar í mark í hollenska kappakstrinum á Zandvoort-brautinni í gær, um 3,7 sekúndum á eftir Verstappen eftir kaótíska keppni þar sem rigningaskúrir settu sinn svip á daginn. Eins og áður segir jafnaði Verstappen með sigrinum met Sebastians Vettel og hefur nú unnið níu Formuúlu 1 keppnir í röð. Að kappakstrinum loknum var Alonso spurður út í það hvort Hollendingurinn væri heilum flokk ofar en aðrir ökumenn, eða hvort Alonso sjálfur eða Lewis Hamilton gætu veitt honum samkeppni. „Það sem Max er að afreka er stundum vanmetið. Það að vinna með svona miklum yfirburðum í hvaða íþrótt sem er er mjög flókið,“ sagði Alonso. „Að keyra á sama „leveli“ og hann er eitthvað sem ég trúi að ég geti gert. Við ökumenn höfum yfirleitt mikla trú á okkur sjálfum. Ég veit ekki með Lewis, en ég trúi að ég geti það. Og Lewis líka,“ bætti Spánverjinn við. „Þú þarft að koma inn í keppnina og líða eins og þú sért tengdur bílnum. Í dag leið mér eins og ég væri að keyra eins vel og mögulegt var og ég væri að gefa mig allan í þetta. En í keppnunum á Spa eða í Austurríki var ég kannski ekki á sama stað.“ „Þannig að þér líður alltaf eins og þú getir gert eitthvað betur og þú ert ekki alltaf hundrað prósent ánægður með þig eins og ég er núna í dag. Ég held að Max sé að ná þessum hundrað prósentum mun oftar en við í augnablikinu og það er þess vegna sem hann hefur svona mikla yfirburði.“
Akstursíþróttir Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira