213 látnir af völdum Covid og metfjöldi greindur með lekanda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. ágúst 2023 07:15 Þátttaka barna í almennum bólusetningum var heldur slakari árið 2022 en á árum áður. Getty/Sean Gallup Samtals létust 213 einstaklingar árið 2022 þar sem Covid-19 var undirliggjandi orsök. Mynstur inflúensu var óvenjulegt og óvenjumikið um grúppu A streptókokkasýkingar, bæði hálsbólgu og skarlatssótt, og innlagnir á sjúkrahús vegna ífarandi sýkinga. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu sóttvarna fyrir árið 2022. „Á árinu 2022, eins og á árunum 2020–2021, snerist stór hluti af starfsemi sóttvarnalæknis um COVID-19 en stærsta bylgja COVID-19 reið yfir þá um áramót og fram á vor 2022. Minni bylgja kom svo um sumarið,“ segir í inngangi að skýrslunni. „Mynstur árlegrar inflúensu var óvenjulegt árið 2022, með stærri bylgju en venjulega um vorið eftir engan inflúensufaraldur árið á undan. Síðan kom inflúensan óvenjusnemma um haustið 2022 og þegar upp var staðið höfðu greinst um tvöfalt fleiri staðfest tilfelli yfir árið miðað við meðaltal. Veturinn 2022 skapaðist þannig töluvert álag á heilbrigðisþjónustu vegna COVID-19, inflúensu og RS-veirusýkinga, sem allar geisuðu á sama tíma.“ MPX, áður kölluð (apabóla) barst hingað til lands og sextán einstaklingar greindust en enginn hefur greinst það sem af er ári 2023, þrátt fyrir viðvaranir um nýjan faraldur í sumar. Sautján einstaklingar greindust með berkla árið 2022, sem er heldur meiri fjöldi en hefur greinst undanfarin ár. Fjórir greindu voru með íslenskt ríkisfang en þrettán með erlent. Aukninguna kann að mega rekja til aukins fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd. „Enn er algengast að einstaklingar með íslenskt ríkisfang sem greinast með berklasjúkdóm séu fæddir fyrir 1970 og hafi sögu um berklasmit eða nánd við berklasjúklinga á barnsaldri eða yngri árum,“ segir í skýrslunni. Mesti fjöldi lekandasýkinga í meira en 30 ár Hvað varðar kynsjúkdóma greindust 158 einstaklingar með lekanda árið 2022, sem er mesti fjöldi sem greinst hefur hér á landi í meira en 30 ár. 70 prósent sýkinga voru hjá körlum en áhyggjur eru uppi vegna aukningar hjá ungum konum, þar sem sjúkdómurinn getur valdið sýkingum og ófrjósemi. Mögulegar skýringar á aukningunni almennt eru minni notkun smokka og aukin fjöldi bólfélaga. Svipaður fjöldi greindist með klamydíu og sárasótt og hefur greinst síðustu ár. Alls greindust 39 einstaklingar með HIV, 28 karlar og ellefu konur. Í 56 prósent tilvika var um að ræða nýgreiningu en í 44 prósent tilvika hafði sýkingin greinst áður erlendis. Tveir greindust með alnæmi á árinu, báðir umsækjendur um dvalarleyfi. Enginn lést af völdum alnæmis á árinu. Einn einstaklingur greindist með Creutzfeldt-Jakob sjúkdóminn (CJS) á árinu 2022, kona á miðjum aldri sem lést fljótlega eftir greiningu. „Tvisvar áður hefur CJS greinst hér á landi á síðari árum svo vitað sé, árin 2006 og 2020 og létust báðir einstaklingarnir stuttu eftir greiningu vegna sjúkdómsins.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu sóttvarna fyrir árið 2022. „Á árinu 2022, eins og á árunum 2020–2021, snerist stór hluti af starfsemi sóttvarnalæknis um COVID-19 en stærsta bylgja COVID-19 reið yfir þá um áramót og fram á vor 2022. Minni bylgja kom svo um sumarið,“ segir í inngangi að skýrslunni. „Mynstur árlegrar inflúensu var óvenjulegt árið 2022, með stærri bylgju en venjulega um vorið eftir engan inflúensufaraldur árið á undan. Síðan kom inflúensan óvenjusnemma um haustið 2022 og þegar upp var staðið höfðu greinst um tvöfalt fleiri staðfest tilfelli yfir árið miðað við meðaltal. Veturinn 2022 skapaðist þannig töluvert álag á heilbrigðisþjónustu vegna COVID-19, inflúensu og RS-veirusýkinga, sem allar geisuðu á sama tíma.“ MPX, áður kölluð (apabóla) barst hingað til lands og sextán einstaklingar greindust en enginn hefur greinst það sem af er ári 2023, þrátt fyrir viðvaranir um nýjan faraldur í sumar. Sautján einstaklingar greindust með berkla árið 2022, sem er heldur meiri fjöldi en hefur greinst undanfarin ár. Fjórir greindu voru með íslenskt ríkisfang en þrettán með erlent. Aukninguna kann að mega rekja til aukins fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd. „Enn er algengast að einstaklingar með íslenskt ríkisfang sem greinast með berklasjúkdóm séu fæddir fyrir 1970 og hafi sögu um berklasmit eða nánd við berklasjúklinga á barnsaldri eða yngri árum,“ segir í skýrslunni. Mesti fjöldi lekandasýkinga í meira en 30 ár Hvað varðar kynsjúkdóma greindust 158 einstaklingar með lekanda árið 2022, sem er mesti fjöldi sem greinst hefur hér á landi í meira en 30 ár. 70 prósent sýkinga voru hjá körlum en áhyggjur eru uppi vegna aukningar hjá ungum konum, þar sem sjúkdómurinn getur valdið sýkingum og ófrjósemi. Mögulegar skýringar á aukningunni almennt eru minni notkun smokka og aukin fjöldi bólfélaga. Svipaður fjöldi greindist með klamydíu og sárasótt og hefur greinst síðustu ár. Alls greindust 39 einstaklingar með HIV, 28 karlar og ellefu konur. Í 56 prósent tilvika var um að ræða nýgreiningu en í 44 prósent tilvika hafði sýkingin greinst áður erlendis. Tveir greindust með alnæmi á árinu, báðir umsækjendur um dvalarleyfi. Enginn lést af völdum alnæmis á árinu. Einn einstaklingur greindist með Creutzfeldt-Jakob sjúkdóminn (CJS) á árinu 2022, kona á miðjum aldri sem lést fljótlega eftir greiningu. „Tvisvar áður hefur CJS greinst hér á landi á síðari árum svo vitað sé, árin 2006 og 2020 og létust báðir einstaklingarnir stuttu eftir greiningu vegna sjúkdómsins.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira