Skertur opnunartími sundlauga í Árborg tekur gildi Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2023 11:08 Sundhöll Selfoss verður nú opin til kl. 21:00 á virkum dögum en 19:00 á föstudögum. Vísir/Vilhelm Opnunartími Sundhallar Selfoss styttist á föstudaginn þegar aðhaldsaðgerðir sveitarstjórnar Árborgar taka gildi. Sundlaugin á Stokkseyri verður lokuð frá nóvember til mars. Formaður bæjarráðs segist skilja vel að íbúar Árborgar hafi misjafnar skoðanir á aðgerðunum. Bæjarstjórn Árborgar greip til aðhaldsaðgerða eftir að skuldir sveitarfélagsins uxu svo hratt að greiðslufall var yfirvofandi. Tugum starfsmanna sveitarfélagsins var sagt upp fyrr á árinu. Þá hefur ýmis þjónusta verið skert. Sundlaugar sveitarfélagsins komast ekki undan niðurskurðarhnífnum. Opnunartími Sundhallar Selfoss flesta virka daga styttist um hálftíma þegar vetraropnun tekur gildi á föstudag, 1. september. Á föstudögum verður opið til 19:00 í stað 21:30 áður. Róttækari eru breytingarnar í Sundlaug Stokkseyrar. Laugin er nú aðeins opin þrjá daga vikunnar eftir að vetraropnun tók gildi 21. ágúst. Henni verður svo lokað í fjóra mánuði frá 1. nóvember út febrúar. Frá 1. mars út maí verður hún opin þrjá daga en svo alla daga vikunnar frá 1. júní til 20. ágúst. Sundlaugin á Stokkseyri verður lokuð í fjóra mánuði í vetur.Vísir/Vilhelm Fimmtíu milljóna króna sparnaður Skertur opnunartími lauganna tveggja á að skila um fimmtíu milljóna króna sparnaði að ári, tuttugu milljónum vegna laugarinnar á Stokkseyri en þrjátíu milljónum á Selfossi, að því er kemur fram í grein Braga Bjarnasonar, formanns bæjarráðs Árborgar og oddvita Sjálfstæðisflokksins, á Vísi í dag. „Það er alltaf erfitt þegar er farið í skerðingu á þjónustu. Það kemur misjafnlega við fólk þannig að maður skilur mjög vel að það séu misjafnar skoðanir,“ segir Bragi í samtali við Vísi. Oddvitinn segist þó finna fyrir því að íbúar sveitarfélagsins skilji að ráðast þurfi í aðgerðir til þess að rétta af fjárhagslega stöðu þess. „Við höfum auðvitað mismunandi skoðanir á því hvaða aðgerðir á að fara í og hvernig þær snerta okkur. Ég sýni því fullan skilning,“ segir hann. Árborg Sundlaugar Stjórnsýsla Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Bæjarstjórn Árborgar greip til aðhaldsaðgerða eftir að skuldir sveitarfélagsins uxu svo hratt að greiðslufall var yfirvofandi. Tugum starfsmanna sveitarfélagsins var sagt upp fyrr á árinu. Þá hefur ýmis þjónusta verið skert. Sundlaugar sveitarfélagsins komast ekki undan niðurskurðarhnífnum. Opnunartími Sundhallar Selfoss flesta virka daga styttist um hálftíma þegar vetraropnun tekur gildi á föstudag, 1. september. Á föstudögum verður opið til 19:00 í stað 21:30 áður. Róttækari eru breytingarnar í Sundlaug Stokkseyrar. Laugin er nú aðeins opin þrjá daga vikunnar eftir að vetraropnun tók gildi 21. ágúst. Henni verður svo lokað í fjóra mánuði frá 1. nóvember út febrúar. Frá 1. mars út maí verður hún opin þrjá daga en svo alla daga vikunnar frá 1. júní til 20. ágúst. Sundlaugin á Stokkseyri verður lokuð í fjóra mánuði í vetur.Vísir/Vilhelm Fimmtíu milljóna króna sparnaður Skertur opnunartími lauganna tveggja á að skila um fimmtíu milljóna króna sparnaði að ári, tuttugu milljónum vegna laugarinnar á Stokkseyri en þrjátíu milljónum á Selfossi, að því er kemur fram í grein Braga Bjarnasonar, formanns bæjarráðs Árborgar og oddvita Sjálfstæðisflokksins, á Vísi í dag. „Það er alltaf erfitt þegar er farið í skerðingu á þjónustu. Það kemur misjafnlega við fólk þannig að maður skilur mjög vel að það séu misjafnar skoðanir,“ segir Bragi í samtali við Vísi. Oddvitinn segist þó finna fyrir því að íbúar sveitarfélagsins skilji að ráðast þurfi í aðgerðir til þess að rétta af fjárhagslega stöðu þess. „Við höfum auðvitað mismunandi skoðanir á því hvaða aðgerðir á að fara í og hvernig þær snerta okkur. Ég sýni því fullan skilning,“ segir hann.
Árborg Sundlaugar Stjórnsýsla Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira