Tileinkaði andstæðingunum í úrslitaleik HM verðlaunin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2023 11:01 Sarina Wiegman er besti þjálfari Evrópu að mati UEFA. EPA-EFE/GUILLAUME HORCAJUELO Sarina Wiegman, þjálfari Englands, var í gærkvöld valin þjálfari ársins í kvennaflokki af UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu. Hún tileinkaði spænska kvennalandsliðinu, liðið sem hafði betur gegn Englandi í úrslitum HM, verðlaunin sín. Spánn hafði betur gegn Englandi í úrslitaleik HM í síðasta mánuði. Í stað þess að umræðan hafi snúist um hversu magnað lið Spánn er með og ótrúlegt afrek þeirra hefur hún snúið að Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins. Óumbeðinn smellti hann rembingskossi á Jenni Hermoso, leikmann spænska landsliðsins, og hefur atvikið dregið dilk á eftir sér. Hin 53 ára gamla Wiegman passaði sig að nefna það og stöðu kvenna í knattspyrnu í ræðu sinni. "There's still a long way to go in women's football and society."England manager Sarina Wiegman dedicates her UEFA Coach of the Year Award to the Spain national team. pic.twitter.com/WfGNySnmr2— DAZN Football (@DAZNFootball) August 31, 2023 Hún þakkaði fólki, þá sérstaklega kollegum sínum, fyrir að kjósa sem og öllum þeim sem koma að enska landsliðinu. Wiegman sagði að um mikinn heiður væri að ræða en að sama skapi væri þetta frekar skrítið. „Við vitum öll af vandamálunum í kringum spænska liðið og það svíður sem þjálfari, sem móðir tveggja stúlkna, sem eiginkona og sem manneskja. Það sýnir að það er enn langt í land þegar kemur að kvennaknattspyrnu og samfélaginu í heild.“ „Verðlaunin vil ég tileinka spænska landsliðinu sem spilaði frábæran fótbolta sem öll nutu,“ sagði Wiegman við dynjandi lófaklapp. „Ég ætlaði að biðja ykkur um að klappa eftir á en þetta lið á skilið að vera hyllt og á skilið að það sé hlustað á það,“ sagði Wiegman að endingu. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Spánn hafði betur gegn Englandi í úrslitaleik HM í síðasta mánuði. Í stað þess að umræðan hafi snúist um hversu magnað lið Spánn er með og ótrúlegt afrek þeirra hefur hún snúið að Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins. Óumbeðinn smellti hann rembingskossi á Jenni Hermoso, leikmann spænska landsliðsins, og hefur atvikið dregið dilk á eftir sér. Hin 53 ára gamla Wiegman passaði sig að nefna það og stöðu kvenna í knattspyrnu í ræðu sinni. "There's still a long way to go in women's football and society."England manager Sarina Wiegman dedicates her UEFA Coach of the Year Award to the Spain national team. pic.twitter.com/WfGNySnmr2— DAZN Football (@DAZNFootball) August 31, 2023 Hún þakkaði fólki, þá sérstaklega kollegum sínum, fyrir að kjósa sem og öllum þeim sem koma að enska landsliðinu. Wiegman sagði að um mikinn heiður væri að ræða en að sama skapi væri þetta frekar skrítið. „Við vitum öll af vandamálunum í kringum spænska liðið og það svíður sem þjálfari, sem móðir tveggja stúlkna, sem eiginkona og sem manneskja. Það sýnir að það er enn langt í land þegar kemur að kvennaknattspyrnu og samfélaginu í heild.“ „Verðlaunin vil ég tileinka spænska landsliðinu sem spilaði frábæran fótbolta sem öll nutu,“ sagði Wiegman við dynjandi lófaklapp. „Ég ætlaði að biðja ykkur um að klappa eftir á en þetta lið á skilið að vera hyllt og á skilið að það sé hlustað á það,“ sagði Wiegman að endingu.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira