Ástandinu í Afríku líkt við „faraldur alræðis“ Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2023 10:42 Kosningaskilti Ali Bongo, forseta Gabon, sem hefur verið skemmt. Hann, samstarfsmenn hans og fjölskyldumeðlimir eru í stofufangelsi eftir valdarán hersins. AP/Yves Laurent Gabon hefur verið vikið úr Afríkubandalaginu eftir að herinn handsamaði Ali Bongo, forseta landsins, og tók þar völd. Nefnd sambandsins um frið og öryggi fordæmir valdaránið en þetta er áttunda valdaránið á svæðinu á þremur árum. Her Gabon lýsti því yfir í gær að Brice Oligui Nguema, herforinginn sem leiddi valdaránið verði gerðir að forseta á mánudaginn og á það að vera tímabundið. Herforingjastjórnin sagði einni að ríkið myndi standa við allar skuldbindingar þess en valdaránið hefur verið fordæmt á alþjóðasviðinu. Bongo fjölskyldan hafði stjórnað Gabon, sem er ríkt af olíu, í meira en fimm áratugi og hafa íbúar landsins verið reiðir fjölskyldunni um langt skeið. Ali Bongo er í stofufangelsi en samstarfsmenn hans of fjölskyldumeðlimir eru einnig í haldi hersins. Fagnaðarlæti brutust út á götum höfuðborgar Gabon þegar valdaránið var framið. Sjá einnig: Hermenn handtóku forseta Gabon Valdaránið í Gabon er það áttunda í Mið-Afríku þar sem herinn tekur völd frá 2020. Bola Tinubu, nýkjörinn forseti Nígeríu hefur lýst ástandinu sem „faraldri alræðis“, samkvæmt frétt Reuters. Tinubu segist óttast að faraldurinn muni dreifast enn frekar, verði hann ekki stöðvaður. Yfirvöld í Nígeríu og í öðrum ríkjum Vestur-Afríku hafa sagt að hernaðaríhlutun komi til greina eftir að herinn í Níger tók þar völd nýlega. Hermenn tilkynntu á miðvikudaginn að þeir hefðu handtekið forseta Gabon og ætluðu sér að taka völd í landinu,AP/Gabon 24 Segjast ætla að gefa frá sér völd Forsvarsmenn hersins í Gabon ætla að leysa upp allar opinberar stofnanir landsins en segjast ætla að koma lýðræði á aftur. Eftirlitsaðilar og greinendur efast þó um það og segja herinn vera að taka völd í landinu og ætla að halda þeim. Stjórnarandstaðan hefur þakkað hernum fyrir að koma Bongo frá völdum og kallað eftir fundi með stjórnendum hersins til að koma í veg fyrir að framtíð Gabon verði enn verri en sú sem herinn hefur komið í veg fyrir. Stjórnarandstaðan hefur hvatt herinn til að framkvæma endurtalningu á atkvæðum í forsetakosningum sem haldnar voru í ágúst. Samkvæmt opinberum úrslitum sigraði Bongo með 64 prósentum atkvæða en forsvarsmenn stjórnarandstöðunnar segja að Albert Ondo Ossa, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hefði í rauninni unnið, samkvæmt frétt France24. Kosningarnar höfðu verið fordæmdar af eftirlitsaðilum en erlendum aðilum var ekki veittur aðgangur að þeim. Gabon Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Her Gabon lýsti því yfir í gær að Brice Oligui Nguema, herforinginn sem leiddi valdaránið verði gerðir að forseta á mánudaginn og á það að vera tímabundið. Herforingjastjórnin sagði einni að ríkið myndi standa við allar skuldbindingar þess en valdaránið hefur verið fordæmt á alþjóðasviðinu. Bongo fjölskyldan hafði stjórnað Gabon, sem er ríkt af olíu, í meira en fimm áratugi og hafa íbúar landsins verið reiðir fjölskyldunni um langt skeið. Ali Bongo er í stofufangelsi en samstarfsmenn hans of fjölskyldumeðlimir eru einnig í haldi hersins. Fagnaðarlæti brutust út á götum höfuðborgar Gabon þegar valdaránið var framið. Sjá einnig: Hermenn handtóku forseta Gabon Valdaránið í Gabon er það áttunda í Mið-Afríku þar sem herinn tekur völd frá 2020. Bola Tinubu, nýkjörinn forseti Nígeríu hefur lýst ástandinu sem „faraldri alræðis“, samkvæmt frétt Reuters. Tinubu segist óttast að faraldurinn muni dreifast enn frekar, verði hann ekki stöðvaður. Yfirvöld í Nígeríu og í öðrum ríkjum Vestur-Afríku hafa sagt að hernaðaríhlutun komi til greina eftir að herinn í Níger tók þar völd nýlega. Hermenn tilkynntu á miðvikudaginn að þeir hefðu handtekið forseta Gabon og ætluðu sér að taka völd í landinu,AP/Gabon 24 Segjast ætla að gefa frá sér völd Forsvarsmenn hersins í Gabon ætla að leysa upp allar opinberar stofnanir landsins en segjast ætla að koma lýðræði á aftur. Eftirlitsaðilar og greinendur efast þó um það og segja herinn vera að taka völd í landinu og ætla að halda þeim. Stjórnarandstaðan hefur þakkað hernum fyrir að koma Bongo frá völdum og kallað eftir fundi með stjórnendum hersins til að koma í veg fyrir að framtíð Gabon verði enn verri en sú sem herinn hefur komið í veg fyrir. Stjórnarandstaðan hefur hvatt herinn til að framkvæma endurtalningu á atkvæðum í forsetakosningum sem haldnar voru í ágúst. Samkvæmt opinberum úrslitum sigraði Bongo með 64 prósentum atkvæða en forsvarsmenn stjórnarandstöðunnar segja að Albert Ondo Ossa, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hefði í rauninni unnið, samkvæmt frétt France24. Kosningarnar höfðu verið fordæmdar af eftirlitsaðilum en erlendum aðilum var ekki veittur aðgangur að þeim.
Gabon Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira