Langkvaldar langreyðar í boði stjórnvalda Ívar Örn Hauksson skrifar 6. september 2023 08:30 Líkt og flestum er ljóst sem fylgjast með gangi mála frestaði matvælaráðherra hvalveiðum til og með 1. september. Frestun vertíðar vakti upp hörð viðbrögð og litla ánægju ákveðinna þingmanna. Svo hörð voru viðbrögðin að sumir urðu næstum því langreiðir og viðruðu hugmyndir um vantrauststillögur á matvælaráðherra færi hún ekki að vilja og stefnu þeirra eigin flokks varðandi hvalveiðar, skömmu fyrir ágústlok. Aðrir urðu litlir í sér og „óttuðust“ að síðasti hvalurinn hefði verið veiddur. Hvalvertíðinni var slegið á frest þar sem sýnt þótti að núverandi veiðiaðferðir uppfylltu ekki lög um velferð dýra. Meðan bannið stæði skyldi afla gagna til þess að endurbæta veiðiaðferðir og búnað þannig að hvort tveggja uppfyllti framangreind lög. Tímabundið bann við veiðunum var rökstutt mjög vel og ítarlega af hálfu matvælaráðherra, sérstaklega á fundi atvinnuveganefndar alþingis þar sem hún sat fyrir svörum, daginn eftir mikinn hitafund sem haldinn var á Akranesi daginn áður þar sem ráðherra lét sig ekki vanta. Nú hefur hæstvirtur matvælaráðherra aftur á móti heimilað hvalveiðar frá og með 1. september undir talsvert strangari skilyrðum og eftirliti skv. nýrri reglugerð um veiðar á langreyðum nr. 895/2023. Þessi ákvörðun og viðsnúningur matvælaráðherra stingur fullkomlega í stúf við þær ítarlegu röksemdarfærslur sem matvælaráðherra færði fyrir banninu fyrr í sumar. Það sem helst vekur athygli er það að fátt eða ekkert í nýrri reglugerð mun tryggja frekar að þeir hvalir sem verða skotnir verði aflífaðir á mannúðlegan hátt. Af hverju? Jú, veiðitækni, aðferðir og búnaður er nánast alveg sá sami. Sami búnaður og aðferðir sem varð til þess að matvælaráðherra bannaði veiðarnar á grundvelli þess að þær uppfylltu ekki lög. Búnaðurinn og veiðiaðferðir hafa ekki tekið neinum breytingum svo hægt væri að tala um einhver kaflaskil. Niðurstaðan er því sú að þrátt fyrir nýja reglugerð matvælaráðherra er engin trygging fyrir því að dýrin verði aflífuð á mannúðlegri hátt en áður og að veiðarnar uppfylli annarsvegar lög um velferð dýra og hinsvegar lög um hvalveiðar. Til að bíta svo hausinn af skömminni varðandi ákvörðun ráðherra, þá tekur hluti reglugerðarinnar ekki gildi fyrr en 18. september. Matvælaráðherra hefur þegar fært mjög góð og haldbær rök fyrir banni við hvalveiðum þar sem hún sagði m.a. að dýr ættu sér ekki aðra málsvara en mennina. Það er hárrétt hjá ráðherra, en hvers vegna víkur þá matvælaráðherra sér úr því göfuga hlutverki? Ooo jú, ætli svarið við því er sú staðreynd að íslensk pólitík er ekki svo merkileg tík. Sumum stjórnmálamönnum þykir sjálfsagt að bregða frá sínum eigin prinsippum og grundvallarstefnu síns flokks þegar ráðherrastólar eru undir. Þeir eru nefnilega mjúkir, hlýir og vel borgaðir. Vitaskuld er þessi sýndarleikur matvælaráðherra gerður til þess að halda friðinn á stjórnarheimilinu. En sá friður meðal stjórnvalda er á kostnað náttúrunnar og risa úthafanna. Stórhveli gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki í lífkeðjunni m.a. með kolefnisbindingu og svo að stuðla að auknu framboði á plöntusvifi (e. phytoplankton) sem er grunnur alls lífs í höfunum. Það að frjálsar, göfugar og líffræðilega mikilvægar skepnur eins og stórhveli skuli líða fyrir slík hrossakaup, fúsk og fyrirgreiðslupólitík stjórnmálamanna er hvorki mönnum, né hvölum bjóðandi árið 2023. Höfundur er lögfræðingur og meðlimur Whale Wise rannsóknarteymisins við háskólann í Edinburg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Líkt og flestum er ljóst sem fylgjast með gangi mála frestaði matvælaráðherra hvalveiðum til og með 1. september. Frestun vertíðar vakti upp hörð viðbrögð og litla ánægju ákveðinna þingmanna. Svo hörð voru viðbrögðin að sumir urðu næstum því langreiðir og viðruðu hugmyndir um vantrauststillögur á matvælaráðherra færi hún ekki að vilja og stefnu þeirra eigin flokks varðandi hvalveiðar, skömmu fyrir ágústlok. Aðrir urðu litlir í sér og „óttuðust“ að síðasti hvalurinn hefði verið veiddur. Hvalvertíðinni var slegið á frest þar sem sýnt þótti að núverandi veiðiaðferðir uppfylltu ekki lög um velferð dýra. Meðan bannið stæði skyldi afla gagna til þess að endurbæta veiðiaðferðir og búnað þannig að hvort tveggja uppfyllti framangreind lög. Tímabundið bann við veiðunum var rökstutt mjög vel og ítarlega af hálfu matvælaráðherra, sérstaklega á fundi atvinnuveganefndar alþingis þar sem hún sat fyrir svörum, daginn eftir mikinn hitafund sem haldinn var á Akranesi daginn áður þar sem ráðherra lét sig ekki vanta. Nú hefur hæstvirtur matvælaráðherra aftur á móti heimilað hvalveiðar frá og með 1. september undir talsvert strangari skilyrðum og eftirliti skv. nýrri reglugerð um veiðar á langreyðum nr. 895/2023. Þessi ákvörðun og viðsnúningur matvælaráðherra stingur fullkomlega í stúf við þær ítarlegu röksemdarfærslur sem matvælaráðherra færði fyrir banninu fyrr í sumar. Það sem helst vekur athygli er það að fátt eða ekkert í nýrri reglugerð mun tryggja frekar að þeir hvalir sem verða skotnir verði aflífaðir á mannúðlegan hátt. Af hverju? Jú, veiðitækni, aðferðir og búnaður er nánast alveg sá sami. Sami búnaður og aðferðir sem varð til þess að matvælaráðherra bannaði veiðarnar á grundvelli þess að þær uppfylltu ekki lög. Búnaðurinn og veiðiaðferðir hafa ekki tekið neinum breytingum svo hægt væri að tala um einhver kaflaskil. Niðurstaðan er því sú að þrátt fyrir nýja reglugerð matvælaráðherra er engin trygging fyrir því að dýrin verði aflífuð á mannúðlegri hátt en áður og að veiðarnar uppfylli annarsvegar lög um velferð dýra og hinsvegar lög um hvalveiðar. Til að bíta svo hausinn af skömminni varðandi ákvörðun ráðherra, þá tekur hluti reglugerðarinnar ekki gildi fyrr en 18. september. Matvælaráðherra hefur þegar fært mjög góð og haldbær rök fyrir banni við hvalveiðum þar sem hún sagði m.a. að dýr ættu sér ekki aðra málsvara en mennina. Það er hárrétt hjá ráðherra, en hvers vegna víkur þá matvælaráðherra sér úr því göfuga hlutverki? Ooo jú, ætli svarið við því er sú staðreynd að íslensk pólitík er ekki svo merkileg tík. Sumum stjórnmálamönnum þykir sjálfsagt að bregða frá sínum eigin prinsippum og grundvallarstefnu síns flokks þegar ráðherrastólar eru undir. Þeir eru nefnilega mjúkir, hlýir og vel borgaðir. Vitaskuld er þessi sýndarleikur matvælaráðherra gerður til þess að halda friðinn á stjórnarheimilinu. En sá friður meðal stjórnvalda er á kostnað náttúrunnar og risa úthafanna. Stórhveli gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki í lífkeðjunni m.a. með kolefnisbindingu og svo að stuðla að auknu framboði á plöntusvifi (e. phytoplankton) sem er grunnur alls lífs í höfunum. Það að frjálsar, göfugar og líffræðilega mikilvægar skepnur eins og stórhveli skuli líða fyrir slík hrossakaup, fúsk og fyrirgreiðslupólitík stjórnmálamanna er hvorki mönnum, né hvölum bjóðandi árið 2023. Höfundur er lögfræðingur og meðlimur Whale Wise rannsóknarteymisins við háskólann í Edinburg.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar