Þurftu ekki einu sinni að ræða við lögregluna Jón Þór Stefánsson skrifar 6. september 2023 10:25 Fjallað var um uppátæki Benedikts árið 1987. Eftirmálarnir voru minni en hjá Elissu og Anahitu. Þjóðleikhúsið Árið 1987 hlekkjaði listamaðurinn Benedikt Erlingsson sig, ásamt tveimur öðrum mönnum, við Hvalveiðiskip í Hvalfirði. Gjörningurinn var gerður í mótmælaskyni gegn hvalveiðum og því ekki ólíkur uppátæki mótmælendanna Elissu og Anahitu sem eyddu 33 klukkustundum í tveimur hvalveiðiskipum þangað til síðdegis í gær. Í samtali við Vísi bendir Benedikt á að viðbrögð löggæsluyfirvalda hafi verið ólík þeim sem hann fékk að kynnast á níunda áratugnum. „Þú þarft ákveðið hugrekki til þess að fara inn í þetta, vitandi það að þú getur lent í handalögmálum og líklega verið handtekinn,“ segir Benedikt, sem mætti á mótmælin í gær. Hann bætir við: „Við gerðum nú ráð fyrir því að við yrðum handteknir. En á þeim tíma, árið 1987, þá fékk bæði læknir að koma og skoða mig og ég held að enginn lögreglumaður hafi talað við mig.“ Hann telur að hann hafi verið í hvalveiðiskipinu í um það vil sólarhring og rifjar upp að hvað honum hafi verið kalt. Benedikt segir jafnframt að ekki hafi þótt ástæða til að girða svæðið af líkt og í fyrradag. En hann bendir þó á að þau hafi stundað sínar aðgerðir í Hvalfirði og að veðrið hafi verið mjög slæmt. Telur þær hafa bjargað tveimur hvölum „Mér finnst bara svo sorglegt að við þurfum að vera að standa í þessu með alla þá almannahagsmuni sem eru í húfi. Þá er ég að vísa í loftlagsmálin, sem við eigum svo erfitt með að taka alvarlega,“ segir Benedikt „Þetta eru frábærar konur. Þær eru örugglega búnar að bjarga allavega tveimur hvölum, einum á mann. Ég held að þær eigi alveg þessi tonn, þær þurfi ekkert að kolefnisjafna sig í brá. Ég held að þær séu alveg búnar að kolefnisjafna flugferðina hingað, í raun báðar leiðir nokkrum sinnum.“ Benedikt segir fréttaflutning af mikilli mengun hvala falskan. Sannleikurinn sé sá að þeir sogi til sín gríðarlega mikið af kolefni. Þar vísar hann til greinar sem birtist á vef Alþjóðagjaldeyrissjóðsins árið 2019 þar sem því er haldið fram að einn hvalur sé jafnmikils virði og þúsund tré þegar að komi að kolefnisjöfnun. Þá segir hann að hvalveiðum megi ekki snúa upp í þjóðlegt fyrirbæri. Íslendingar séu í raun hræætur þegar komi að hvölum. „Við verðum auðvitað að stoppa þetta. Þetta er svo mikið kjarnamál í íslenskri þjóðarsál. Þarna er freki karlinn, sérhagsmunirnir á móti almannahagsmunum og alheimshagsmunum,“ bætir Benedikt við Hvalveiðar Sjávarútvegur Einu sinni var... Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Í samtali við Vísi bendir Benedikt á að viðbrögð löggæsluyfirvalda hafi verið ólík þeim sem hann fékk að kynnast á níunda áratugnum. „Þú þarft ákveðið hugrekki til þess að fara inn í þetta, vitandi það að þú getur lent í handalögmálum og líklega verið handtekinn,“ segir Benedikt, sem mætti á mótmælin í gær. Hann bætir við: „Við gerðum nú ráð fyrir því að við yrðum handteknir. En á þeim tíma, árið 1987, þá fékk bæði læknir að koma og skoða mig og ég held að enginn lögreglumaður hafi talað við mig.“ Hann telur að hann hafi verið í hvalveiðiskipinu í um það vil sólarhring og rifjar upp að hvað honum hafi verið kalt. Benedikt segir jafnframt að ekki hafi þótt ástæða til að girða svæðið af líkt og í fyrradag. En hann bendir þó á að þau hafi stundað sínar aðgerðir í Hvalfirði og að veðrið hafi verið mjög slæmt. Telur þær hafa bjargað tveimur hvölum „Mér finnst bara svo sorglegt að við þurfum að vera að standa í þessu með alla þá almannahagsmuni sem eru í húfi. Þá er ég að vísa í loftlagsmálin, sem við eigum svo erfitt með að taka alvarlega,“ segir Benedikt „Þetta eru frábærar konur. Þær eru örugglega búnar að bjarga allavega tveimur hvölum, einum á mann. Ég held að þær eigi alveg þessi tonn, þær þurfi ekkert að kolefnisjafna sig í brá. Ég held að þær séu alveg búnar að kolefnisjafna flugferðina hingað, í raun báðar leiðir nokkrum sinnum.“ Benedikt segir fréttaflutning af mikilli mengun hvala falskan. Sannleikurinn sé sá að þeir sogi til sín gríðarlega mikið af kolefni. Þar vísar hann til greinar sem birtist á vef Alþjóðagjaldeyrissjóðsins árið 2019 þar sem því er haldið fram að einn hvalur sé jafnmikils virði og þúsund tré þegar að komi að kolefnisjöfnun. Þá segir hann að hvalveiðum megi ekki snúa upp í þjóðlegt fyrirbæri. Íslendingar séu í raun hræætur þegar komi að hvölum. „Við verðum auðvitað að stoppa þetta. Þetta er svo mikið kjarnamál í íslenskri þjóðarsál. Þarna er freki karlinn, sérhagsmunirnir á móti almannahagsmunum og alheimshagsmunum,“ bætir Benedikt við
Hvalveiðar Sjávarútvegur Einu sinni var... Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira