Skiptir sannleikurinn Ragnar Þór einhverju máli? Björgvin Jón Bjarnason skrifar 7. september 2023 08:00 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR fór mikinn á heimasíðu sinni þar sem hann ásakaði undirritaðan um sakhæft athæfi. Þar sagði hann undirritaðan hafa verið lykilstjórnanda hjá Samskipum á þeim tíma er meginþorri þeirra meintu brota sem Samkeppniseftirlitið hefur fjallað um í nýútkominni skýrslu sinni. Þessari færslu deildi Ragnar undir dálkinum skoðun á visir.is. Á milli þessara færslna hafði mbl.is, sem hafði birt þessa „frétt“ reyndar leiðrétt hana vegna villa sem fram koma í grein Ragnars. Ragnari hefði því átt að vera ljóst að hann fór með ósannindi en það sýnir að sannleikurinn skiptir hann ekki máli, heldur að halda úti „fyrirsagnarfréttarflutningi“ honum einum til hagsbóta. Hvað mig varðar má spyrja um hvað sé rétt og hverjar séu staðreyndirnar í þessu máli? Ég hætti störfum hjá Samskipum um 12-18 mánuðum áður en meint brot voru framin. Ég stýrði innanlandssviði Samskipa í 17 mánuði, frá maí 2005 til janúar 2007. Eftir að ég lauk störfum hjá Samskipum hef ég ekki haft nein afskipti af starfsemi þess félags. Ég get því ekki undir nokkrum kringumstæðum átt aðild að þeim málum, né var mér kunnugt um þau. Í þeim störfum sem ég hef sinnt síðan hef ég hins vegar staðið í nokkrum kaupum á flutningi, þannig að ég hef þá borið tjón af hinu meinta samráði. SKE hefur rannsakað þetta mál í um áratug. Þeim er tímalínan kunn og hverjir lögðu hönd á plóg. Ég hef á þessum tíma aldrei fengið fundarboð né fyrirspurnir frá SKE. Ekki stendur steinn yfir steini í rökstuðningi Ragnars Þórs. Kjarni máls er sá að ég er á engan veginn sekur um þau afbrot sem Ragnar Þór ætlar mér. Það er þó ekki hægt að láta smáatriði eins og eitt mannorðsmorð trufla sig ef sagan er góð. Ragnari er í grein sinni tíðrætt um völd og ábyrgð þeirra sem sitja í stjórnum lífeyrissjóða landsins. Ábyrgðin er skýr í lögum. Um lífeyrissjóði gilda lög, reglugerðir og tilmæli FME, sem ætlað er að tryggja að uppsöfnun launþega í eftirlaunasjóði ávaxtist á tryggan hátt og komi til útgreiðslu við örorku, andlát eða við starfslok. Fáir aðilar búa við skýrari og bundnari starfsreglur en lífeyrissjóðir. Ég hef haft mikinn áhuga á þessum málum og mikilvægi þess að tryggja afkomu okkar þegar kemur að því að lifa á lífeyrisgreiðslum okkar og er sá áhugi minn forsenda þess að ég hafði áhuga á að koma að stjórn slíks sjóðs. Ræðum aðeins um völd. Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR, næst stærsta verkalýðsfélags landsins með um 40.000 félagsmenn. Í krafti þess hefur hann einnig getu til að móta áherslur um 200.000 manna verkalýðshreyfingar landsins. Í krafti stöðu sinnar hefur hann einnig nær óheftan aðgang að fjölmiðlum og þannig eru fáir Íslendingar sem hafa jafnmikil tækifæri til að hafa áhrif í mótun samfélagsins og núverandi formaður VR. Í þessu felast mikil völd. Ég stýri á hinn bóginn dags daglega meðalstóru þjónustufyrirtæki. Þá sóttist ég eftir að setjast í stjórn lífeyrissjóða því ég hef áhuga á félagsmálum og hlutverki lífeyrissjóða í samfélaginu. Ég er fullmeðvitaður um þá ábyrgð sem því fylgir og hef m.a. á þessum tíma þurft að taka þátt í viðbrögðum Gildis-lífeyrissjóðs í Íslandsbankamálinu, þar sem ég lagði mikla áherslu á að sjóðurinn ýtti einna fastast eigenda á að haldinn yrði hluthafafundur og stjórnarkjör, sem og varð. Völd Ragnars eru langt umfram þau sem framkvæmdastjóri meðalstórs þjónustufyrirtækis hefur, jafnvel þótt hann sitji í stjórn lífeyrissjóðs. Í þessu tiltekna máli fer hann illa með þau völd. Völd eru reyndar mjög vandmeðfarinn hlutur. Þau þarf að nálgast af auðmýkt og gæta þess að orð manna og gerðir hafi ekki ótilhlýðileg áhrif. Í þessum skrifum sínum hefur Ragnar gerst sekur um valdhroka og ofbeldi sem er formanni leiðandi aðila á vinnumarkaði ekki sæmandi. Ragnari hlýtur þannig að vera fullkunnugt um að hlutur minn í meintum samkeppnisbrotum Samskipa er enginn. Tilgangurinn virðist því miður helga meðalið. Hroki og hleypidómar eru almennt ekki taldir til mannkosta, af þeim er offramboð í umfjöllun Ragnars. Í lok greinar Ragnars birtir hann brot úr hæfniskröfum framkvæmdastjóra og stjórnarmanna lífeyrissjóða. Í 7. grein er kveðið á um þeir sem sæta mati megi ekki með háttsemi sinni, athöfn eða athafnaleysi hafa gert neitt sem valdi því að draga megi hæfni þeirra til að standa fyrir heilbrigðum rekstri eða misnota/skaða lífeyrissjóðinn. Þessar kröfur eru eðlilegar og mætti nota víðar hjá aðilum sem þjónusta almannahagsmuni eins og stéttarfélög. Í ljósi þess atvinnurógs sem Ragnar Þór hefur borið mér á hendur í krafti valds síns sem formaður VR má spyrja sig hvort hann hefði þótt tækur í slíkt hæfnismat. Höfundur er framkvæmdastjóri og formaður stjórnar lífeyrissjóðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Lífeyrissjóðir Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR fór mikinn á heimasíðu sinni þar sem hann ásakaði undirritaðan um sakhæft athæfi. Þar sagði hann undirritaðan hafa verið lykilstjórnanda hjá Samskipum á þeim tíma er meginþorri þeirra meintu brota sem Samkeppniseftirlitið hefur fjallað um í nýútkominni skýrslu sinni. Þessari færslu deildi Ragnar undir dálkinum skoðun á visir.is. Á milli þessara færslna hafði mbl.is, sem hafði birt þessa „frétt“ reyndar leiðrétt hana vegna villa sem fram koma í grein Ragnars. Ragnari hefði því átt að vera ljóst að hann fór með ósannindi en það sýnir að sannleikurinn skiptir hann ekki máli, heldur að halda úti „fyrirsagnarfréttarflutningi“ honum einum til hagsbóta. Hvað mig varðar má spyrja um hvað sé rétt og hverjar séu staðreyndirnar í þessu máli? Ég hætti störfum hjá Samskipum um 12-18 mánuðum áður en meint brot voru framin. Ég stýrði innanlandssviði Samskipa í 17 mánuði, frá maí 2005 til janúar 2007. Eftir að ég lauk störfum hjá Samskipum hef ég ekki haft nein afskipti af starfsemi þess félags. Ég get því ekki undir nokkrum kringumstæðum átt aðild að þeim málum, né var mér kunnugt um þau. Í þeim störfum sem ég hef sinnt síðan hef ég hins vegar staðið í nokkrum kaupum á flutningi, þannig að ég hef þá borið tjón af hinu meinta samráði. SKE hefur rannsakað þetta mál í um áratug. Þeim er tímalínan kunn og hverjir lögðu hönd á plóg. Ég hef á þessum tíma aldrei fengið fundarboð né fyrirspurnir frá SKE. Ekki stendur steinn yfir steini í rökstuðningi Ragnars Þórs. Kjarni máls er sá að ég er á engan veginn sekur um þau afbrot sem Ragnar Þór ætlar mér. Það er þó ekki hægt að láta smáatriði eins og eitt mannorðsmorð trufla sig ef sagan er góð. Ragnari er í grein sinni tíðrætt um völd og ábyrgð þeirra sem sitja í stjórnum lífeyrissjóða landsins. Ábyrgðin er skýr í lögum. Um lífeyrissjóði gilda lög, reglugerðir og tilmæli FME, sem ætlað er að tryggja að uppsöfnun launþega í eftirlaunasjóði ávaxtist á tryggan hátt og komi til útgreiðslu við örorku, andlát eða við starfslok. Fáir aðilar búa við skýrari og bundnari starfsreglur en lífeyrissjóðir. Ég hef haft mikinn áhuga á þessum málum og mikilvægi þess að tryggja afkomu okkar þegar kemur að því að lifa á lífeyrisgreiðslum okkar og er sá áhugi minn forsenda þess að ég hafði áhuga á að koma að stjórn slíks sjóðs. Ræðum aðeins um völd. Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR, næst stærsta verkalýðsfélags landsins með um 40.000 félagsmenn. Í krafti þess hefur hann einnig getu til að móta áherslur um 200.000 manna verkalýðshreyfingar landsins. Í krafti stöðu sinnar hefur hann einnig nær óheftan aðgang að fjölmiðlum og þannig eru fáir Íslendingar sem hafa jafnmikil tækifæri til að hafa áhrif í mótun samfélagsins og núverandi formaður VR. Í þessu felast mikil völd. Ég stýri á hinn bóginn dags daglega meðalstóru þjónustufyrirtæki. Þá sóttist ég eftir að setjast í stjórn lífeyrissjóða því ég hef áhuga á félagsmálum og hlutverki lífeyrissjóða í samfélaginu. Ég er fullmeðvitaður um þá ábyrgð sem því fylgir og hef m.a. á þessum tíma þurft að taka þátt í viðbrögðum Gildis-lífeyrissjóðs í Íslandsbankamálinu, þar sem ég lagði mikla áherslu á að sjóðurinn ýtti einna fastast eigenda á að haldinn yrði hluthafafundur og stjórnarkjör, sem og varð. Völd Ragnars eru langt umfram þau sem framkvæmdastjóri meðalstórs þjónustufyrirtækis hefur, jafnvel þótt hann sitji í stjórn lífeyrissjóðs. Í þessu tiltekna máli fer hann illa með þau völd. Völd eru reyndar mjög vandmeðfarinn hlutur. Þau þarf að nálgast af auðmýkt og gæta þess að orð manna og gerðir hafi ekki ótilhlýðileg áhrif. Í þessum skrifum sínum hefur Ragnar gerst sekur um valdhroka og ofbeldi sem er formanni leiðandi aðila á vinnumarkaði ekki sæmandi. Ragnari hlýtur þannig að vera fullkunnugt um að hlutur minn í meintum samkeppnisbrotum Samskipa er enginn. Tilgangurinn virðist því miður helga meðalið. Hroki og hleypidómar eru almennt ekki taldir til mannkosta, af þeim er offramboð í umfjöllun Ragnars. Í lok greinar Ragnars birtir hann brot úr hæfniskröfum framkvæmdastjóra og stjórnarmanna lífeyrissjóða. Í 7. grein er kveðið á um þeir sem sæta mati megi ekki með háttsemi sinni, athöfn eða athafnaleysi hafa gert neitt sem valdi því að draga megi hæfni þeirra til að standa fyrir heilbrigðum rekstri eða misnota/skaða lífeyrissjóðinn. Þessar kröfur eru eðlilegar og mætti nota víðar hjá aðilum sem þjónusta almannahagsmuni eins og stéttarfélög. Í ljósi þess atvinnurógs sem Ragnar Þór hefur borið mér á hendur í krafti valds síns sem formaður VR má spyrja sig hvort hann hefði þótt tækur í slíkt hæfnismat. Höfundur er framkvæmdastjóri og formaður stjórnar lífeyrissjóðs.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun