Innviðir mega kosta peninga! Jódís Skúladóttir skrifar 7. september 2023 17:00 Við búum í samfélagi þar sem við viljum að öllum séu tryggðir öruggir innviðir. ,,Byggðaáætlun skal hafa að meginmarkmiði að jafna tækifæri allra landsmanna til atvinnu og þjónustu, jafna lífskjör og stuðla að sjálfbærri þróun byggðalaga um land allt. Sérstök áhersla skal lögð á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf,“ segir í byggðaáætlun. Til þess að mæta þessu þurfa innviðir að mæta þörfum samfélagsins. Samt er það svo að víða um land er stöðugt verið að skerða þjónustu og sum staðar glittir ekki í að grunnþjónusta verði bætt þrátt fyrir mikla þörf. Ég tek hér nýleg dæmi af Norðurlandi og Austurlandi. Skert póstþjónusta Í febrúar síðastliðnum boðaði Pósturinn breytingar á póstþjónustu á Grenivík og sagði upp samningi við þjónustuaðila sinn á staðnum. Þrátt fyrir umsagnir, ábendingar og fund sveitarstjórnar með innviðaráðherra virðist ekkert tillit hafa verið tekið til þessara ábendinga enda fór svo að var skert 1. september. Þó svo að póstsendingum fækki og mikið af samskiptum og sendingum fari orðið fram á netinu, eru ákveðnar sendingar sem munu alltaf þurfa á öruggri póstdreifingu að halda. Til þess að tryggja að öllum borgurum sé veitt grunnpóstþjónusta á jafnréttisgrundvelli leggja stjórnvöld um allan heim ákveðnar skyldur á þjónustufyrirtæki. Í póstþjónustu er það svokölluð alþjónustuskylda sem felur í sér tilteknar kröfur, svo sem skyldu til að safna saman og flytja póst. Slæmt fjarskiptasamband ógnar öryggi Sveitarfélagið Múlaþing hefur ítrekað vakið athygli á því hversu slæmt fjarskiptasamband er á ákveðnum svæðum dreifbýlis og óbyggða innan sveitarfélagsins meðal annars með öryggissjónarmið í huga. Samkvæmt nýlegri bókun sveitarfélagsins þykir atburður við Laugavalladal, þegar ferðmaður lést þar vegna veikinda í lok ágúst, varpa ljósi á mikilvægi þess að við þessu verði brugðist með viðunandi hætti. Það var tilkynnt á dögunum að Míla muni bjóða viðskiptavinum tífalt hraðari ljósleiðaratengingu á völdum svæðum innan höfuðborgarsvæðis strax 1. október. Þetta eru auðvitað góðar fréttir fyrir höfuðborgarbúa en fær mig til að hugsa til þeirra heimila og fyrirtækja á landsbyggðinni sem eru enn með mjög slæmt netsamband og sum hver jafnvel ekki enn komin með 3 fasa rafmagn. Krafan er jöfnuður óháð efnahag og búsetu Ég verð alltaf ólýsanlega döpur þegar fréttir berast af skertri grunnþjónustu á landsbyggðinni. Við sjáum allt of oft samgönguverkefnum frestað og ýmsum þjónustueiningum á landsbyggðinni lokað. Alltaf snýst það jú um peninga, sparnað og forgagnsröðun. Jöfnuður felst í því að við getum öll notið sömu innviða og grunnþjónustu óháð efnahag og búsetu. Þegar grunnþjónusta er annars vegar er einfaldlega ekki hægt að horfa í arðsemiskröfuna eina saman. Það er eðlilegt að þjónusta kosti og við sem samfélag þurfum að huga fyrst að öryggi íbúa alls staðar á landinu áður en við horfum í krónurnar. Höfundur er þingmaður þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Vinstri græn Byggðamál Pósturinn Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Sjá meira
Við búum í samfélagi þar sem við viljum að öllum séu tryggðir öruggir innviðir. ,,Byggðaáætlun skal hafa að meginmarkmiði að jafna tækifæri allra landsmanna til atvinnu og þjónustu, jafna lífskjör og stuðla að sjálfbærri þróun byggðalaga um land allt. Sérstök áhersla skal lögð á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf,“ segir í byggðaáætlun. Til þess að mæta þessu þurfa innviðir að mæta þörfum samfélagsins. Samt er það svo að víða um land er stöðugt verið að skerða þjónustu og sum staðar glittir ekki í að grunnþjónusta verði bætt þrátt fyrir mikla þörf. Ég tek hér nýleg dæmi af Norðurlandi og Austurlandi. Skert póstþjónusta Í febrúar síðastliðnum boðaði Pósturinn breytingar á póstþjónustu á Grenivík og sagði upp samningi við þjónustuaðila sinn á staðnum. Þrátt fyrir umsagnir, ábendingar og fund sveitarstjórnar með innviðaráðherra virðist ekkert tillit hafa verið tekið til þessara ábendinga enda fór svo að var skert 1. september. Þó svo að póstsendingum fækki og mikið af samskiptum og sendingum fari orðið fram á netinu, eru ákveðnar sendingar sem munu alltaf þurfa á öruggri póstdreifingu að halda. Til þess að tryggja að öllum borgurum sé veitt grunnpóstþjónusta á jafnréttisgrundvelli leggja stjórnvöld um allan heim ákveðnar skyldur á þjónustufyrirtæki. Í póstþjónustu er það svokölluð alþjónustuskylda sem felur í sér tilteknar kröfur, svo sem skyldu til að safna saman og flytja póst. Slæmt fjarskiptasamband ógnar öryggi Sveitarfélagið Múlaþing hefur ítrekað vakið athygli á því hversu slæmt fjarskiptasamband er á ákveðnum svæðum dreifbýlis og óbyggða innan sveitarfélagsins meðal annars með öryggissjónarmið í huga. Samkvæmt nýlegri bókun sveitarfélagsins þykir atburður við Laugavalladal, þegar ferðmaður lést þar vegna veikinda í lok ágúst, varpa ljósi á mikilvægi þess að við þessu verði brugðist með viðunandi hætti. Það var tilkynnt á dögunum að Míla muni bjóða viðskiptavinum tífalt hraðari ljósleiðaratengingu á völdum svæðum innan höfuðborgarsvæðis strax 1. október. Þetta eru auðvitað góðar fréttir fyrir höfuðborgarbúa en fær mig til að hugsa til þeirra heimila og fyrirtækja á landsbyggðinni sem eru enn með mjög slæmt netsamband og sum hver jafnvel ekki enn komin með 3 fasa rafmagn. Krafan er jöfnuður óháð efnahag og búsetu Ég verð alltaf ólýsanlega döpur þegar fréttir berast af skertri grunnþjónustu á landsbyggðinni. Við sjáum allt of oft samgönguverkefnum frestað og ýmsum þjónustueiningum á landsbyggðinni lokað. Alltaf snýst það jú um peninga, sparnað og forgagnsröðun. Jöfnuður felst í því að við getum öll notið sömu innviða og grunnþjónustu óháð efnahag og búsetu. Þegar grunnþjónusta er annars vegar er einfaldlega ekki hægt að horfa í arðsemiskröfuna eina saman. Það er eðlilegt að þjónusta kosti og við sem samfélag þurfum að huga fyrst að öryggi íbúa alls staðar á landinu áður en við horfum í krónurnar. Höfundur er þingmaður þingmaður Vinstri grænna.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun