Ár frá andláti Elísabetar og Karli vegnar bara nokkuð vel Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. september 2023 11:32 Karl og Camilla sóttu Royal Ascot í júní síðastliðnum. epa/Neil Hall Ár er liðið frá því að Karl III tók við konungstigninni af móður sinni Elísabetu II Bretadrottningu, við fráfall hennar hinn 8. september 2022. Karl virðist hafa tekist nokkuð vel að feta í fótspor móður sinnar en nýtur engu að síður töluvert minni vinsælda. Nokkur óvissa var uppi um það hvernig Karli yrði tekið sem konungi en hann hefur aldrei notið viðlíka vinsælda og móðir sín og oft á tíðum verið afar óvinsæll, meðal annars vegna sambandsins við Camillu drottningu þegar hann var kvæntur Díönu prinsessu. Þá þóttu hann og konungsfjölskyldan höndla það afar illa þegar Díana lést. Spurningar voru einnig uppi um það hvernig honum tækist að umbreyta sér úr aðgerðasinnanum sem hann var sem prinsinn af Wales en hann hefur löngum verið ötull talsmaður náttúruverndar og þekktur fyrir að rita stjórnmálamönnum bréf þar sem hann kom á framfæri skoðunum sínum á hinum og þessum málaflokk. Sem konungur virðist Karl ætla að halda aftur af sér hvað þetta varðar og hefur tekist ágætlega til. Hann sótti til að mynda ekki loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi, COP27, en hafði áður verið vinsæll gestur hinna ýmsu viðburða tengdum loftslagsmálum. Þeir sem þekkja til segja hið mikla vinnuálag sem fylgir konungstigninni hafa komið Karli nokkuð á óvart, jafnvel þótt það hafi verið alþekkt hversu miklum tíma Elísabet varði við vinnu. Bæði við opinber skyldustörf og skriftir. Þá er þess enn beðið að hann taki af skarið og tilkynni breytingar á konungsveldinu en hann hefur áður lýst þeirri skoðun sinni að það sé tímabært að „straumlínulaga“ stofnunina og minnka umsvif hennar. Þetta mun meðal annars fela í sér breytingar á störfum og aðstæðum annarra meðlima konungsfjölskyldunnar. Karl er einnig sagður eiga eftir að ná sáttum við son sinn Harry og bróður sinn Andrés. Þrátt fyrir að hafa tekist nokkuð fimlega að forðast gagnrýnisraddir sýna kannanir að Karl á enn nokkuð í land þegar kemur að vinsældum. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun YouGov segjast 76 prósent Breta horfa Elísabetu jákvæðum augum, 67 prósent Vilhjálm prins af Wales, 63 prósent Önnu prinsessu og 62 prósent Katrínu prinsessu af Wales. Aðeins um 55 prósent segjast horfa Karl jákvæðum augum, sem þykri engu að síður nokkuð gott. Bretland Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Kóngafólk Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Nokkur óvissa var uppi um það hvernig Karli yrði tekið sem konungi en hann hefur aldrei notið viðlíka vinsælda og móðir sín og oft á tíðum verið afar óvinsæll, meðal annars vegna sambandsins við Camillu drottningu þegar hann var kvæntur Díönu prinsessu. Þá þóttu hann og konungsfjölskyldan höndla það afar illa þegar Díana lést. Spurningar voru einnig uppi um það hvernig honum tækist að umbreyta sér úr aðgerðasinnanum sem hann var sem prinsinn af Wales en hann hefur löngum verið ötull talsmaður náttúruverndar og þekktur fyrir að rita stjórnmálamönnum bréf þar sem hann kom á framfæri skoðunum sínum á hinum og þessum málaflokk. Sem konungur virðist Karl ætla að halda aftur af sér hvað þetta varðar og hefur tekist ágætlega til. Hann sótti til að mynda ekki loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi, COP27, en hafði áður verið vinsæll gestur hinna ýmsu viðburða tengdum loftslagsmálum. Þeir sem þekkja til segja hið mikla vinnuálag sem fylgir konungstigninni hafa komið Karli nokkuð á óvart, jafnvel þótt það hafi verið alþekkt hversu miklum tíma Elísabet varði við vinnu. Bæði við opinber skyldustörf og skriftir. Þá er þess enn beðið að hann taki af skarið og tilkynni breytingar á konungsveldinu en hann hefur áður lýst þeirri skoðun sinni að það sé tímabært að „straumlínulaga“ stofnunina og minnka umsvif hennar. Þetta mun meðal annars fela í sér breytingar á störfum og aðstæðum annarra meðlima konungsfjölskyldunnar. Karl er einnig sagður eiga eftir að ná sáttum við son sinn Harry og bróður sinn Andrés. Þrátt fyrir að hafa tekist nokkuð fimlega að forðast gagnrýnisraddir sýna kannanir að Karl á enn nokkuð í land þegar kemur að vinsældum. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun YouGov segjast 76 prósent Breta horfa Elísabetu jákvæðum augum, 67 prósent Vilhjálm prins af Wales, 63 prósent Önnu prinsessu og 62 prósent Katrínu prinsessu af Wales. Aðeins um 55 prósent segjast horfa Karl jákvæðum augum, sem þykri engu að síður nokkuð gott.
Bretland Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Kóngafólk Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira