Loftslagsmál í lausagangi hjá umhverfisráðherra Andrés Ingi Jónsson skrifar 8. september 2023 13:30 Forystuleysi ríkisstjórnarinnar er að verða að sjálfstæðu vandamáli í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Hjá umhverfisráðherra birtist það gjarnan í því að hann víkur sér undan umræðu um aðgerðir með því að fara með margtuggða rullu um hitaveituvæðinguna. Horfir til fortíðar frekar en framtíðar. Með því að spyrja réttra spurninga er síðan hægt að fá skýrari innsýn í áhuga- og aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Í dag fékk ég loksins svar frá umhverfisráðherra um stóru línurnar í loftslagsmálum. Sú staðreynd að ráðuneytið tók sér níu mánuði að svara segir sitt, en svörin eru auk þess áhyggjuefni. Aukinn metnaður í orði, ekki á borði Í febrúar 2021 uppfærði Ísland markmið sín gagnvart loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna, samstíga Evrópusambandinu og Noregi. Þegar ný ríkisstjórn var síðan mynduð í nóvember 2021 sagðist hún vera að auka metnað í loftslagsmálum frá því sem var á síðasta kjörtímabili. Allan síðasta vetur hef ég reynt að fá umhverfisráðherra til að svara einfaldri spurningu: Hvernig á þessi aukni metnaður að birtast í formlegum skuldbindingum? „Ekki hefur verið tekin frekari ákvörðun um að uppfæra landsmarkmið Íslands gagnvart loftslagssamningnum,“ segir í svarinu. Hálft kjörtímabil án skýrrar forystu Ég spurði líka hvenær ný aðgerðaáætlun í loftslagsmálum muni líta dagsins ljós. Sú sem unnið er eftir í dag er nefnilega frá 2020, áður en formlegu markmiðin gagnvart loftslagssamningnum breyttust, áður en ríkisstjórnin tók við með nýjum stjórnarsáttmála. Þar er álíka lítið að frétta af aðgerðum ráðherrans. „Undirbúningur er hafinn að því að uppfæra og aðlaga aðgerðaáætlun í loftslagsmálum að hinum hertu markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.“ Atvinnulífinu hefur verið falið að setja sér markmið um ákveðna geira, en algjörlega án þeirrar pólitísku forystu sem nauðsynleg er um heildarsýnina. Næstum tvö ár eru liðin frá því að nýr ráðherra settist í umhverfisráðuneytið. Metnaðarleysið fyrir loftslagsmálum er himinhrópandi. Það birtist sjaldan skýrar en í því að það sé ekki einu sinni búið að uppfæra þessi grundvallarmarkmið – þennan ramma fyrir aðgerðir samfélagsins gegn loftslagsbreytingum sem þarf pólitíska forystu til að setja. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Loftslagsmál Píratar Mest lesið Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Forystuleysi ríkisstjórnarinnar er að verða að sjálfstæðu vandamáli í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Hjá umhverfisráðherra birtist það gjarnan í því að hann víkur sér undan umræðu um aðgerðir með því að fara með margtuggða rullu um hitaveituvæðinguna. Horfir til fortíðar frekar en framtíðar. Með því að spyrja réttra spurninga er síðan hægt að fá skýrari innsýn í áhuga- og aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Í dag fékk ég loksins svar frá umhverfisráðherra um stóru línurnar í loftslagsmálum. Sú staðreynd að ráðuneytið tók sér níu mánuði að svara segir sitt, en svörin eru auk þess áhyggjuefni. Aukinn metnaður í orði, ekki á borði Í febrúar 2021 uppfærði Ísland markmið sín gagnvart loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna, samstíga Evrópusambandinu og Noregi. Þegar ný ríkisstjórn var síðan mynduð í nóvember 2021 sagðist hún vera að auka metnað í loftslagsmálum frá því sem var á síðasta kjörtímabili. Allan síðasta vetur hef ég reynt að fá umhverfisráðherra til að svara einfaldri spurningu: Hvernig á þessi aukni metnaður að birtast í formlegum skuldbindingum? „Ekki hefur verið tekin frekari ákvörðun um að uppfæra landsmarkmið Íslands gagnvart loftslagssamningnum,“ segir í svarinu. Hálft kjörtímabil án skýrrar forystu Ég spurði líka hvenær ný aðgerðaáætlun í loftslagsmálum muni líta dagsins ljós. Sú sem unnið er eftir í dag er nefnilega frá 2020, áður en formlegu markmiðin gagnvart loftslagssamningnum breyttust, áður en ríkisstjórnin tók við með nýjum stjórnarsáttmála. Þar er álíka lítið að frétta af aðgerðum ráðherrans. „Undirbúningur er hafinn að því að uppfæra og aðlaga aðgerðaáætlun í loftslagsmálum að hinum hertu markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.“ Atvinnulífinu hefur verið falið að setja sér markmið um ákveðna geira, en algjörlega án þeirrar pólitísku forystu sem nauðsynleg er um heildarsýnina. Næstum tvö ár eru liðin frá því að nýr ráðherra settist í umhverfisráðuneytið. Metnaðarleysið fyrir loftslagsmálum er himinhrópandi. Það birtist sjaldan skýrar en í því að það sé ekki einu sinni búið að uppfæra þessi grundvallarmarkmið – þennan ramma fyrir aðgerðir samfélagsins gegn loftslagsbreytingum sem þarf pólitíska forystu til að setja. Höfundur er þingmaður Pírata.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun