Af kjördæma poti Jódís Skúladóttir skrifar 8. september 2023 19:00 Ég og reyndar allir þingmenn kjördæmisins, fengum kaldar kveðjur frá formanni SSA, formanni byggðaráðs Múlaþings og varaþingmanninum Berglindi Hörpu Svavarsdóttur í morgunútvarpinu. Þar upplifði ég ásökun um áhugaleysi fyrir málefnum Austurlands og að við 10 þingmenn kjördæmisins værum ekki að standa okkur í stikkinu. Mér finnst það engum til framdráttar að egna saman ólíkum svæðum kjördæma sem eru stór og öll jafn mikilvæg. Sjálf er ég stödd á Mývatni eftir mjög þétta yfirreið í kjördæmi sem hófst á þriðjudagsmorgunn. Í þessum túr höfum við Bjarkey Ólsen lagt áherslu á framhaldsskólana auk þess að hitta sveitarstjórnarfólk, menningarmiðstöðvar og atvinnulífið. Ég bý á Austurlandi og dvaldi þar sumarlangt og tók þátt í lífi og starfi fólksins á svæðinu Það er af sem áður var í karllægum heimi fortíðar að spari klæddir þingmenn, sem nær allir voru karlar, riðu um héruð og lofuðu togurum og brúarframkvæmdum í skiptum fyrir atkvæði meðan konan sá um börn og bú. Þá byrjaði þingið seint og endaði snemma og gafst þá meira svigrúm til að ferðast um kjördæmin. Í nútímanum viljum við og þurfum fjölbreyttar raddir á þingi sem endurspegla flóru samfélagsins þvert á kyn, fjárhag og búsetu. Ég hef lagt mig fram um að tala máli kjördæmisins og ekki síst Austurlands en ólíkt sumum er ég ekki eingöngu í kjördæma poti og alls ekki einskorðaður málsvari atvinnulífs og stórkapítals. Ég tala við og hlusta á íbúa og fylgi málum eftir sem varða hag heildarinnar. Heilbrigðismál, menntamál, velferðarmál, samgöngumál, atvinnulíf og öll hin málin sem spila saman við gerð samfélags varða allt landið og ég vinn í anda félagslegs réttlætis og jöfnuðar. Þá er jafnrétti óháð búsetu engin undantekning. Við viljum öll búa í samfélagi sem tryggir okkur öllum velsæld og öryggi. Þegar kemur að landsbyggðinni er ótrúlega oft vitlaust gefið og samgöngur og þjónusta eru oftar en ekki ófullnægjandi. Um þá staðreynd er mér tíðrætt og hef unnið ötullega að því að breyta því. Bestu samfélögin innihalda nefnilega ekki bara atvinnu og húsnæði. Við þurfum menntun og menningu, fjölbreytileika og heilnæmt umhverfi til þess að þrífast og vaxa sem manneskjur. Húsnæðisskorturinn á landsbyggðinni er stórt vandamál sem þarf að leysa í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Ég hlakka til að taka á móti okkar góða varaþingmanni á þinginu í haust og dreg ekki í efa að hún beri hag síns svæðis fyrir brjósti. Það geri ég líka en það er mikilvægt að við þingmenn lítum til landsins alls í málaflokkum sem varða okkur öll sem myndum þetta samfélag. Ég mun áfram berjast fyrir mannréttindum, betri kjörum og samfélagi fyrir okkur öll, óháð búsetu, uppruna eða efnahag. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Húsnæðismál Jódís Skúladóttir Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég og reyndar allir þingmenn kjördæmisins, fengum kaldar kveðjur frá formanni SSA, formanni byggðaráðs Múlaþings og varaþingmanninum Berglindi Hörpu Svavarsdóttur í morgunútvarpinu. Þar upplifði ég ásökun um áhugaleysi fyrir málefnum Austurlands og að við 10 þingmenn kjördæmisins værum ekki að standa okkur í stikkinu. Mér finnst það engum til framdráttar að egna saman ólíkum svæðum kjördæma sem eru stór og öll jafn mikilvæg. Sjálf er ég stödd á Mývatni eftir mjög þétta yfirreið í kjördæmi sem hófst á þriðjudagsmorgunn. Í þessum túr höfum við Bjarkey Ólsen lagt áherslu á framhaldsskólana auk þess að hitta sveitarstjórnarfólk, menningarmiðstöðvar og atvinnulífið. Ég bý á Austurlandi og dvaldi þar sumarlangt og tók þátt í lífi og starfi fólksins á svæðinu Það er af sem áður var í karllægum heimi fortíðar að spari klæddir þingmenn, sem nær allir voru karlar, riðu um héruð og lofuðu togurum og brúarframkvæmdum í skiptum fyrir atkvæði meðan konan sá um börn og bú. Þá byrjaði þingið seint og endaði snemma og gafst þá meira svigrúm til að ferðast um kjördæmin. Í nútímanum viljum við og þurfum fjölbreyttar raddir á þingi sem endurspegla flóru samfélagsins þvert á kyn, fjárhag og búsetu. Ég hef lagt mig fram um að tala máli kjördæmisins og ekki síst Austurlands en ólíkt sumum er ég ekki eingöngu í kjördæma poti og alls ekki einskorðaður málsvari atvinnulífs og stórkapítals. Ég tala við og hlusta á íbúa og fylgi málum eftir sem varða hag heildarinnar. Heilbrigðismál, menntamál, velferðarmál, samgöngumál, atvinnulíf og öll hin málin sem spila saman við gerð samfélags varða allt landið og ég vinn í anda félagslegs réttlætis og jöfnuðar. Þá er jafnrétti óháð búsetu engin undantekning. Við viljum öll búa í samfélagi sem tryggir okkur öllum velsæld og öryggi. Þegar kemur að landsbyggðinni er ótrúlega oft vitlaust gefið og samgöngur og þjónusta eru oftar en ekki ófullnægjandi. Um þá staðreynd er mér tíðrætt og hef unnið ötullega að því að breyta því. Bestu samfélögin innihalda nefnilega ekki bara atvinnu og húsnæði. Við þurfum menntun og menningu, fjölbreytileika og heilnæmt umhverfi til þess að þrífast og vaxa sem manneskjur. Húsnæðisskorturinn á landsbyggðinni er stórt vandamál sem þarf að leysa í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Ég hlakka til að taka á móti okkar góða varaþingmanni á þinginu í haust og dreg ekki í efa að hún beri hag síns svæðis fyrir brjósti. Það geri ég líka en það er mikilvægt að við þingmenn lítum til landsins alls í málaflokkum sem varða okkur öll sem myndum þetta samfélag. Ég mun áfram berjast fyrir mannréttindum, betri kjörum og samfélagi fyrir okkur öll, óháð búsetu, uppruna eða efnahag. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar