„Við verðum að gera betur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 9. september 2023 11:00 Hákon Arnar í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Hulda Margrét Hákon Arnar Haraldsson skoraði mark Íslands í tapinu gegn Lúxemborg í gær. Hann sagði liðið hafa fengið færi til að skora fleiri mörk í leiknum. „Þetta er drullusvekkjandi. Við gefum þeim þrjú mörk og mér finnst ótrúlegt að við fáum á okkur þrjú mörk og skorum ekki fleiri. Þetta er svekkjandi eftir á,“ sagði Hákon Arnar í viðtali við Stefán Árna Pálsson eftir leikinn í gær. „Mér finnst við fá helling af góðum stöðum sem við nýtum ekki nógu vel. Við hefðum alveg getað búið til fleiri hættuleg færi en við fáum samt alveg helling af færum til að skora fleiri mörk.“ Hákon Arnar var spurður að því hvernig væri að spila leik þar sem dómari flautaði jafn mikið og georgíski dómarinn Goca Kikacheishvili gerði í gær. „Það er pirrandi stundum. Þeir skora snemma og fara strax í að tefja. Það er þeirra leikur og stundum er þetta þannig. Þá þarf maður sjálfur að gíra upp tempóið og mér finnst við gera það alveg ágætlega á köflum. Við verðum að gera betur.“ Eins og áður segir skoraði Hákon Arnar eina mark Íslands í gær. Hann skoraði þá með góðu skoti í fjærhornið. „Ég sný með boltann í millisvæðinu. Orri (Steinn Óskarsson) tekur gott hlaup og opnar allt svæðið fyrir mig. Ég hleyp og skýt og skora.“ Staða Íslands í riðlinum er erfið. Liðið er með þrjú stig eftir fimm umferðir og von um sæti á EM í Þýskalandi á næsta ári afar veik. „Auðvitað verður þetta erfiðara. Við gefumst aldrei upp og þurfum að horfa fram á við og vinna næsta leik á mánudag. Það er heima og við þurfum allan stuðning. Það er stefnt á að fá þrjú stig þar og sjá hvað gerist.“ Allt viðtalið við Hákon Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hákon Arnar - Viðtal Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
„Þetta er drullusvekkjandi. Við gefum þeim þrjú mörk og mér finnst ótrúlegt að við fáum á okkur þrjú mörk og skorum ekki fleiri. Þetta er svekkjandi eftir á,“ sagði Hákon Arnar í viðtali við Stefán Árna Pálsson eftir leikinn í gær. „Mér finnst við fá helling af góðum stöðum sem við nýtum ekki nógu vel. Við hefðum alveg getað búið til fleiri hættuleg færi en við fáum samt alveg helling af færum til að skora fleiri mörk.“ Hákon Arnar var spurður að því hvernig væri að spila leik þar sem dómari flautaði jafn mikið og georgíski dómarinn Goca Kikacheishvili gerði í gær. „Það er pirrandi stundum. Þeir skora snemma og fara strax í að tefja. Það er þeirra leikur og stundum er þetta þannig. Þá þarf maður sjálfur að gíra upp tempóið og mér finnst við gera það alveg ágætlega á köflum. Við verðum að gera betur.“ Eins og áður segir skoraði Hákon Arnar eina mark Íslands í gær. Hann skoraði þá með góðu skoti í fjærhornið. „Ég sný með boltann í millisvæðinu. Orri (Steinn Óskarsson) tekur gott hlaup og opnar allt svæðið fyrir mig. Ég hleyp og skýt og skora.“ Staða Íslands í riðlinum er erfið. Liðið er með þrjú stig eftir fimm umferðir og von um sæti á EM í Þýskalandi á næsta ári afar veik. „Auðvitað verður þetta erfiðara. Við gefumst aldrei upp og þurfum að horfa fram á við og vinna næsta leik á mánudag. Það er heima og við þurfum allan stuðning. Það er stefnt á að fá þrjú stig þar og sjá hvað gerist.“ Allt viðtalið við Hákon Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hákon Arnar - Viðtal
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti