Sjö ára fann þriggja karata demant úti á víðavangi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. september 2023 23:34 Demantinn fékk stúlkan í raun í afmælisgjöf. Arkansas State Parks Sjö ára stúlka fann 2,95 karata demant í þjóðgarði í Arkansas í Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum. Þjóðgarðsvörður segir demantinn með þeim fallegri sem hún hefur séð. Það eru fáir staðir í heiminum þar sem almenningur getur freistað þess að finna demanta úti á víðavangi en í þjóðgarðinum, sem heitir Demantagígur, gefst fólki kostur á að leita að gersemum. Leitarsvæðið er ofan á gömlu eldfjalli og jarðlögin geta verið gjöful. Það er í raun ekki óalgengt að göngugarpar finni demanta í þjóðgarðinum, líklega finnast einn til tveir á dag, en sjaldnast ná þeir almennilegri stærð. Það gerði hann þó í þetta skipti. Stúlkan átti sjö ára afmæli og ákvað að fara með föður sínum og ömmu í þjóðgarðinn – í tilefni dagsins. Í afmælisgjöf fékk hún risastóran demant, þann næststærsta sem fundist hefur á árinu. „Henni varð heitt og ætlaði þess vegna að hvíla sig í stutta stund. Hún settist niður og ekki leið á löngu þar til hún kom hlaupandi og kallaði: Pabbi, pabbi, ég fann einn!“ Þetta segir faðir stúlkunnar um fundinn en feðginin fóru í kjölfarið saman í þjónustumiðstöð þjóðgarðarins, þar sem starfsmenn staðfestu að steinninn væri svo sannarlega demantur. Þjóðgarðsvörður segir demantinn einn þann fallegasta sem hún hefur séð. Þjóðgarðurinn deilir sögu stúlkunnar á heimasíðu sinni en samkvæmt óformlegri könnun gæti verðmæti demantarins hlaupið á nokkrum milljónum króna. Bandaríkin Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Það eru fáir staðir í heiminum þar sem almenningur getur freistað þess að finna demanta úti á víðavangi en í þjóðgarðinum, sem heitir Demantagígur, gefst fólki kostur á að leita að gersemum. Leitarsvæðið er ofan á gömlu eldfjalli og jarðlögin geta verið gjöful. Það er í raun ekki óalgengt að göngugarpar finni demanta í þjóðgarðinum, líklega finnast einn til tveir á dag, en sjaldnast ná þeir almennilegri stærð. Það gerði hann þó í þetta skipti. Stúlkan átti sjö ára afmæli og ákvað að fara með föður sínum og ömmu í þjóðgarðinn – í tilefni dagsins. Í afmælisgjöf fékk hún risastóran demant, þann næststærsta sem fundist hefur á árinu. „Henni varð heitt og ætlaði þess vegna að hvíla sig í stutta stund. Hún settist niður og ekki leið á löngu þar til hún kom hlaupandi og kallaði: Pabbi, pabbi, ég fann einn!“ Þetta segir faðir stúlkunnar um fundinn en feðginin fóru í kjölfarið saman í þjónustumiðstöð þjóðgarðarins, þar sem starfsmenn staðfestu að steinninn væri svo sannarlega demantur. Þjóðgarðsvörður segir demantinn einn þann fallegasta sem hún hefur séð. Þjóðgarðurinn deilir sögu stúlkunnar á heimasíðu sinni en samkvæmt óformlegri könnun gæti verðmæti demantarins hlaupið á nokkrum milljónum króna.
Bandaríkin Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira