Konur eru betri skurðlæknar en karlar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. september 2023 14:02 Heilaskurðlæknir skoðar sneiðmyndir af mannsheilanum. Getty Eru konur betri skurðlæknar en karlar? Þessa spurningu lögðu vísindamenn í Kanada og Svíþjóð upp með fyrir nokkrum misserum og nú hefur svarið verið birt. Já, þær virðast vera talsvert betri skurðlæknar. Skoðuðu 1.200.000 sjúkraskrár Læknateymið sem stóð að rannsókninni í Kanada fór í gegnum sjúkraskýrslur 1.200 þúsund sjúklinga á árunum 2007 til 2019, þannig að úrtakið er rúmlega þrisvar sinnum fjölmennara en öll íslenska þjóðin. 25 ólíkar skurðaðgerðir voru skoðaðar, sem snertu hjarta, heila, bein, blóð og önnur líffæri. Niðurstöðurnar sem birtust í læknatímaritinu Jama Surgery, sýna að þremur mánuðum eftir skurðaðgerð kvarta tæp 14% sjúklinga sem skorin voru af körlum undan ýmsum aukaverkunum, en 12,5% þeirra sem lögðust undir hnífinn hjá konum. Meiri aukaverkanir og fleiri endurinnlagnir hjá sjúklingum karllækna Ári eftir aðgerð kvörtuðu 25% sjúklinga karlanna undan aukaverkunum, en rúm 20% þeirra sem höfðu kvenkyns skurðlækna. Sjúklingar karllæknanna voru einnig líklegri til að leggjast aftur inn á sjúkrahús innan þriggja mánaða eftir aðgerð. Þá sýndu gögnin að sjúklingar sem voru til meðferðar hjá körlum voru í 25% meiri hættu á að deyja innan árs eftir aðgerð. Sjúklingar sem nutu handleiðslu kvenkyns skurðlækna dvöldu einnig skemur á sjúkrahúsi. Sambærileg rannsókn sem gerð var í Svíþjóð og vann með 150.000 manna úrtak sýndi sömu eða svipaðar niðurstöður. Kvenskurðlæknar fara sér hægar og hlusta betur á sjúklinga Dr. My Blohm við Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi, segir að víða um heim sé það enn trú manna að karlar séu betri skurðlæknar en konur, en að þessar rannsóknir ættu aðeins að slá á þá hugaróra. Rannsakendur eru enn að rýna í niðurstöðurnar og leita skýringa á þessum kynjamuni, en vísbendingar eru um að kvenkyns skurðlæknar taki sér lengri tíma í aðgerðirnar og það kunni að vera hluti skýringarinnar. Þá hafa skurðlæknar sem hafa tjáð sig um rannsóknina einng velt upp þeim möguleika að konur sem mundi skurðhnífanna undirbúi sjúklinga sína hugsanlega betur fyrir aðgerðir og hlusti betur á þá eftir aðgerðina. Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Skoðuðu 1.200.000 sjúkraskrár Læknateymið sem stóð að rannsókninni í Kanada fór í gegnum sjúkraskýrslur 1.200 þúsund sjúklinga á árunum 2007 til 2019, þannig að úrtakið er rúmlega þrisvar sinnum fjölmennara en öll íslenska þjóðin. 25 ólíkar skurðaðgerðir voru skoðaðar, sem snertu hjarta, heila, bein, blóð og önnur líffæri. Niðurstöðurnar sem birtust í læknatímaritinu Jama Surgery, sýna að þremur mánuðum eftir skurðaðgerð kvarta tæp 14% sjúklinga sem skorin voru af körlum undan ýmsum aukaverkunum, en 12,5% þeirra sem lögðust undir hnífinn hjá konum. Meiri aukaverkanir og fleiri endurinnlagnir hjá sjúklingum karllækna Ári eftir aðgerð kvörtuðu 25% sjúklinga karlanna undan aukaverkunum, en rúm 20% þeirra sem höfðu kvenkyns skurðlækna. Sjúklingar karllæknanna voru einnig líklegri til að leggjast aftur inn á sjúkrahús innan þriggja mánaða eftir aðgerð. Þá sýndu gögnin að sjúklingar sem voru til meðferðar hjá körlum voru í 25% meiri hættu á að deyja innan árs eftir aðgerð. Sjúklingar sem nutu handleiðslu kvenkyns skurðlækna dvöldu einnig skemur á sjúkrahúsi. Sambærileg rannsókn sem gerð var í Svíþjóð og vann með 150.000 manna úrtak sýndi sömu eða svipaðar niðurstöður. Kvenskurðlæknar fara sér hægar og hlusta betur á sjúklinga Dr. My Blohm við Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi, segir að víða um heim sé það enn trú manna að karlar séu betri skurðlæknar en konur, en að þessar rannsóknir ættu aðeins að slá á þá hugaróra. Rannsakendur eru enn að rýna í niðurstöðurnar og leita skýringa á þessum kynjamuni, en vísbendingar eru um að kvenkyns skurðlæknar taki sér lengri tíma í aðgerðirnar og það kunni að vera hluti skýringarinnar. Þá hafa skurðlæknar sem hafa tjáð sig um rannsóknina einng velt upp þeim möguleika að konur sem mundi skurðhnífanna undirbúi sjúklinga sína hugsanlega betur fyrir aðgerðir og hlusti betur á þá eftir aðgerðina.
Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira