Tugir fallnir í drónaárás á markað í Khartoum Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2023 09:18 Liðsmenn RSF nærri Khartoum. Sveitin berst við stjórnarherinn í Súdan. AP/Hussein Malla Að minnsta kosti 43 eru sagðir fallnir og tugir til viðbótar særðir eftir drónaárás á útimarkað í Khartoum, höfuðborg Súdans, í gær. Vopnuð átök geisa á milli stjórnarhersins og vopnaðrar sveitar en hvorug fylkingin vill taka ábyrgð á ódæðinu. Árásin átti sér stað í May-hverfinu í Khartoum þar sem fjöldi meðlima í samtökunum Rapid Support Forces (RSF) undir stjórn hershöfðingjans Mohameds Hamdan Dagalo hefur haldið til, að sögn AP-fréttastofunnar. Samtökin skelltu skuldinni á stjórnarherinn en hann segist ekki ráðast á óbreytta borgara. Báðar fylkingar eru sagðar beita fallbyssum og loftárásum án þess að skeyta mikið um hættuna fyrir óbreytta borgara. Þannig segja mannréttindasamtök í landinu að stjórnarherinn hafi varpað sprengjum á íbúðarhverfi eftir að liðsmenn RSF gerðu heimili fólks upptæk og notuðu þau sem starfsstöðvar. Bandaríkjastjórn lagði viðskiptaþvinganir á Dagalo, yfirmann RSF, fyrir ofbeldisverk og mannréttindabrot hermanna hans í síðustu viku. Fleiri en fjögur þúsund manns hafa fallið í stríðsátökunum samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna frá því í ágúst. Læknar og aðgerðarsinnar í landinu telja raunverulegt mannfall mun meira. Þá eru meira en sjö milljónir manna á vergangi og rúm milljón til viðbótar er flúin til nágrannalandanna. Súdan Tengdar fréttir Óttast hrun heilbrigðiskerfisins í Súdan Heilbrigðisstarfsmenn í Súdan segja innviði landsins að hruni komna. Lík safnast upp á götum úti í höfuðborginni Khartoum, fólk hefur neyðst til að drekka mengað vatn og skortur er á mat og eldsneyti. 2. maí 2023 07:29 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Árásin átti sér stað í May-hverfinu í Khartoum þar sem fjöldi meðlima í samtökunum Rapid Support Forces (RSF) undir stjórn hershöfðingjans Mohameds Hamdan Dagalo hefur haldið til, að sögn AP-fréttastofunnar. Samtökin skelltu skuldinni á stjórnarherinn en hann segist ekki ráðast á óbreytta borgara. Báðar fylkingar eru sagðar beita fallbyssum og loftárásum án þess að skeyta mikið um hættuna fyrir óbreytta borgara. Þannig segja mannréttindasamtök í landinu að stjórnarherinn hafi varpað sprengjum á íbúðarhverfi eftir að liðsmenn RSF gerðu heimili fólks upptæk og notuðu þau sem starfsstöðvar. Bandaríkjastjórn lagði viðskiptaþvinganir á Dagalo, yfirmann RSF, fyrir ofbeldisverk og mannréttindabrot hermanna hans í síðustu viku. Fleiri en fjögur þúsund manns hafa fallið í stríðsátökunum samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna frá því í ágúst. Læknar og aðgerðarsinnar í landinu telja raunverulegt mannfall mun meira. Þá eru meira en sjö milljónir manna á vergangi og rúm milljón til viðbótar er flúin til nágrannalandanna.
Súdan Tengdar fréttir Óttast hrun heilbrigðiskerfisins í Súdan Heilbrigðisstarfsmenn í Súdan segja innviði landsins að hruni komna. Lík safnast upp á götum úti í höfuðborginni Khartoum, fólk hefur neyðst til að drekka mengað vatn og skortur er á mat og eldsneyti. 2. maí 2023 07:29 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Óttast hrun heilbrigðiskerfisins í Súdan Heilbrigðisstarfsmenn í Súdan segja innviði landsins að hruni komna. Lík safnast upp á götum úti í höfuðborginni Khartoum, fólk hefur neyðst til að drekka mengað vatn og skortur er á mat og eldsneyti. 2. maí 2023 07:29