Byrjunarlið Íslands gegn Bosníu: Orri leiðir sóknarlínuna Aron Guðmundsson skrifar 11. september 2023 17:34 Orri fær stórt tækifæri til að láta að sér kveða með íslenska landsliðinu í kvöld. Vísir/Getty Byrjunarlið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, fyrir leik liðsins gegn Bosníu & Herzegovinu á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2024 í kvöld, hefur verið opinberað. Orri Óskarsson leikur sinn fyrsta leik í byrjunarliði íslenska landsliðsins í kvöld, hann leiðir sóknarlínu Íslands en alls gerir Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands fimm breytingar á liði sínu milli leikja. Byrjunarlið Íslands: Markvörður: Rúnar Alex Rúnarsson Hægri-bakvörður: Alfons Sampsted Miðverðir: Hjörtur Hermannsson, Guðlaugur Victor Pálsson Vinstri bakvörður: Kolbeinn Finnsson Miðjumenn: Jóhann Berg Guðmundsson, Arnór Ingvi Traustason, Willum Þór Willumsson, Mikael Neville Anderson Sóknarmenn: Orri Óskarsson, Hákon Arnar Haraldsson Varnarjaxlinn Hörður Björgvin Magnússon tekur út leikbann í leiknum en hann var rekinn af velli með rautt spjald í leik Íslands gegn Lúxemborg fyrir helgi. Inn í hans stað í hjarta íslensku varnarinnar kemur Hjörtur Hermannsson og þá má einnig finna Alfons Sampsted í hægri bakvarðarstöðunni. Þá tekur Willum Þór Willumsson sér aftur stöðu á miðjunni en Willum hefur nú tekið út leikbann sitt sem hann fékk eftir að hafa verið rekinn af velli gegn Portúgal í síðasta landsliðsglugga. Ísland mátti þola neyðarlegt tap gegn Lúxemborg fyrir helgi og hefur liðið nú aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum í undankeppninni og situr liðið í 5.sæti í sínum riðli með aðeins þrjú stig. Fyrri leik þessara liða lauk með öruggum 3-0 sigri Bosníu & Herzegovinu en leikið var í Bosníu. Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands hafði greint frá því í viðtölum í aðdraganda leiksins í kvöld að breytingar yrðu á byrjunarliði Íslands frá leik liðsins gegn Lúxemborg. „Við verðum að sækja gegn Bosníu og Hersegóvínu en við verðum að geta varist líka. Virkar í báðar áttir. Við munum gera breytingar, ég treysti hópnum og að ferskir fætur geti komið inn og unnið hart að því að sanna sig,“ sagði Åge Hareide. Leikurinn Íslands og Bosníu & Herzegovinu er sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst upphitun fyrir hann klukkan 17.45 og leikurinn klukkustund síðar eða kl. 18.45. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Settum pressu á þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Leik lokið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Sjá meira
Orri Óskarsson leikur sinn fyrsta leik í byrjunarliði íslenska landsliðsins í kvöld, hann leiðir sóknarlínu Íslands en alls gerir Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands fimm breytingar á liði sínu milli leikja. Byrjunarlið Íslands: Markvörður: Rúnar Alex Rúnarsson Hægri-bakvörður: Alfons Sampsted Miðverðir: Hjörtur Hermannsson, Guðlaugur Victor Pálsson Vinstri bakvörður: Kolbeinn Finnsson Miðjumenn: Jóhann Berg Guðmundsson, Arnór Ingvi Traustason, Willum Þór Willumsson, Mikael Neville Anderson Sóknarmenn: Orri Óskarsson, Hákon Arnar Haraldsson Varnarjaxlinn Hörður Björgvin Magnússon tekur út leikbann í leiknum en hann var rekinn af velli með rautt spjald í leik Íslands gegn Lúxemborg fyrir helgi. Inn í hans stað í hjarta íslensku varnarinnar kemur Hjörtur Hermannsson og þá má einnig finna Alfons Sampsted í hægri bakvarðarstöðunni. Þá tekur Willum Þór Willumsson sér aftur stöðu á miðjunni en Willum hefur nú tekið út leikbann sitt sem hann fékk eftir að hafa verið rekinn af velli gegn Portúgal í síðasta landsliðsglugga. Ísland mátti þola neyðarlegt tap gegn Lúxemborg fyrir helgi og hefur liðið nú aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum í undankeppninni og situr liðið í 5.sæti í sínum riðli með aðeins þrjú stig. Fyrri leik þessara liða lauk með öruggum 3-0 sigri Bosníu & Herzegovinu en leikið var í Bosníu. Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands hafði greint frá því í viðtölum í aðdraganda leiksins í kvöld að breytingar yrðu á byrjunarliði Íslands frá leik liðsins gegn Lúxemborg. „Við verðum að sækja gegn Bosníu og Hersegóvínu en við verðum að geta varist líka. Virkar í báðar áttir. Við munum gera breytingar, ég treysti hópnum og að ferskir fætur geti komið inn og unnið hart að því að sanna sig,“ sagði Åge Hareide. Leikurinn Íslands og Bosníu & Herzegovinu er sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst upphitun fyrir hann klukkan 17.45 og leikurinn klukkustund síðar eða kl. 18.45.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Settum pressu á þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Leik lokið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn