Hinn 78 ára Þorgeir sýndi snilldartakta í beinni: Sló út meistara og vann riðilinn Aron Guðmundsson skrifar 14. september 2023 09:30 Þorgeir Guðmundsson tryggði sér sæti í 8-manna úrslitum Úrvalsdeildarinnar í pílukasti í gærkvöldi og sýndu um leið magnaða takta. Vísir/Skjáskot Það má með sanni segja að Þorgeir Guðmundsson, 78 ára gamall pílukastari og KR goðsögn, hafi átt sviðið í gær í Úrvalsdeildinni í pílukasti þegar að keppni í C-riðli fór fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þorgeir, sem á að baki nokkra Íslandsmeistaratitla á sínum ferli í pílukasti, sýndi snilldartakta og tryggði sér sæti í 8-manna úrslitum Úrvalsdeildarinnar og sló um leið nýkrýnda Íslandsmeistarann í 301 og þrefaldan Íslandsmeistara í 501, Matthías Örn Friðriksson, úr leik. Tilþrif kvöldsins átti Þorgeir í viðureign sinni gegn Kittu Einarsdóttir í 101 útskoti þar sem að hann hitti 20, þrefaldan 19 og tvöfaldan tólf og kláraði þar með fimmtán pílna legg. Tilþrifin má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Hinn 78 ára gamli Þorgeir átti tilþrif kvöldsins í beinni útsendingu Þorgeir sýndi einstaka takta í öllum sínum leikjum þar sem hann var með þrjú stórglæsileg útskot fyrir 116, 101 og 127 öll gegn sitthvorum andstæðingnum. Eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Atla Kolbeini Atlasyni í öðrum leik kvöldsins hrökk díselvélin í gang og sigldi Þorgeir sigrinum í höfn í lokaleik kvöldsins gegn Matthías Erni 3-1. Fjórða kvöld Úrvalsdeildarinnar verður 11.október en þá fer fram E-riðill sem er sannkallaður dauðariðill. Í riðlinum mætast Karl Helgi Jónsson úr PFR, Hallgrímur Egilsson úr PFR, Óskar Jónasson úr Þór og Lukasz Knapik úr PFH. Goðsögn hjá KR Þorgeir var á sínum tíma nokkrum sinnum meistari með knattspyrnuliði KR og í viðtali sem tekið var við hann árið 2020 í samkomubanni mátti sjá aðstöðuna sem hann hefur komið upp í tengslum við pílukastið í bílskúrnum hjá sér. Þá fór hann einnig yfir þróunina í pílukasti hér á landi. Óhætt er að mæla með áhorfi á þetta skemmtilega innslag svona í tilefni að tilþrifum Þorgeirs í gærkvöldi. Pílukast Reykjavík KR Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Fleiri fréttir Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Giftu sig á gamlársdag Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sjá meira
Þorgeir, sem á að baki nokkra Íslandsmeistaratitla á sínum ferli í pílukasti, sýndi snilldartakta og tryggði sér sæti í 8-manna úrslitum Úrvalsdeildarinnar og sló um leið nýkrýnda Íslandsmeistarann í 301 og þrefaldan Íslandsmeistara í 501, Matthías Örn Friðriksson, úr leik. Tilþrif kvöldsins átti Þorgeir í viðureign sinni gegn Kittu Einarsdóttir í 101 útskoti þar sem að hann hitti 20, þrefaldan 19 og tvöfaldan tólf og kláraði þar með fimmtán pílna legg. Tilþrifin má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Hinn 78 ára gamli Þorgeir átti tilþrif kvöldsins í beinni útsendingu Þorgeir sýndi einstaka takta í öllum sínum leikjum þar sem hann var með þrjú stórglæsileg útskot fyrir 116, 101 og 127 öll gegn sitthvorum andstæðingnum. Eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Atla Kolbeini Atlasyni í öðrum leik kvöldsins hrökk díselvélin í gang og sigldi Þorgeir sigrinum í höfn í lokaleik kvöldsins gegn Matthías Erni 3-1. Fjórða kvöld Úrvalsdeildarinnar verður 11.október en þá fer fram E-riðill sem er sannkallaður dauðariðill. Í riðlinum mætast Karl Helgi Jónsson úr PFR, Hallgrímur Egilsson úr PFR, Óskar Jónasson úr Þór og Lukasz Knapik úr PFH. Goðsögn hjá KR Þorgeir var á sínum tíma nokkrum sinnum meistari með knattspyrnuliði KR og í viðtali sem tekið var við hann árið 2020 í samkomubanni mátti sjá aðstöðuna sem hann hefur komið upp í tengslum við pílukastið í bílskúrnum hjá sér. Þá fór hann einnig yfir þróunina í pílukasti hér á landi. Óhætt er að mæla með áhorfi á þetta skemmtilega innslag svona í tilefni að tilþrifum Þorgeirs í gærkvöldi.
Pílukast Reykjavík KR Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Fleiri fréttir Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Giftu sig á gamlársdag Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sjá meira