Listasafnið mögulega í gamla Landsbankahúsið Oddur Ævar Gunnarsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 15. september 2023 12:04 Ríkisstjórnin kannar nú fýsileika þess að gera breytingar á húsnæðiskosti stofnanna og flytja þær á milli húsnæða. Vísir Ríkisstjórnin hyggst kanna fýsileika þess að gera breytingar á húsnæði opinberra stofnanna. Það sem er til skoðunar er meðal annars að Listasafn Íslands flytji í gamla Landsbankahúsið, að Hæstiréttur fari í Safnahúsið og að húsnæði Hæstaréttar geti nýst fyrir Landsrétt. Forsætisráðherra kveðst bjartsýn á mögulegar breytingar á stjórnarskrá. „Við höfum verið að skoða húsnæðismál tiltekinna opinberra stofnana. Við höfum ákveðið að meta kostnað og fýsileika þess að Listasafn Íslands fái mögulega rými í gamla Landsbankahúsinu í Austurstræti, þar sem auðvitað hafa áður verið gríðarlega mikilvæg listaverk og að húsið verði metið út frá annarri mögulegri menningarstarfsemi,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. Hún segir að auk þess sé ætlunin að kanna möguleiki á að Safnahúsið verði nýtt undir starfsemi Hæstaréttar. Þá verði það metið hvort Landsréttur, sem nú er til húsa á Kársnesi í Kópavogi, geti nýtt sér núverandi húsnæði Hæstaréttar í miðbæ Reykjavíkur. Þá sé á döfinni að skoða húsnæðismál Héraðsdóms Reykjaness og Héraðsdóms Reykjavíkur. Katrín segir að gamli Sjómannaskólinn hafi komið til tals í því samhengi. Bjartsýn á breytingar á stjórnarskrá Katrín kveðst vera bjartsýn á að formenn flokka á þingi muni geta komið sér saman um breytingar á stjórnarskrá sem lagðar eru fram í greinargerðum sérfræðinga og greint var frá í morgun. „Markmið mitt að setja saman samtal með formönnum allra stjórnmálaflokka um áramót og kanna hvort við getum náð saman um breytingar á stjórnarskrá,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Eins og fram hefur komið hefur greinargerðum sérfræðinga um kafla stjórnarskrárinnar um Alþingi, dómstóla og mannréttindi verið skilað til forsætisráðuneytisins. Katrín segist ætla að stuðla að því að samtal muni eiga sér stað í samfélaginu, við fræðasamfélagið, félagasamtök og á vettavangi stjórnmálanna um þær tillögur sem lagðar eru fram í greinargerðinni. Að það muni eiga sér opin umræða um þær í haust. „Mér finnst þetta gríðarlega vönduð vinna og ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt að við í stjórmmálum, að það skiptir máli að það sé sem breiðust samstaða um þær.“ Hversu langt erum við frá breyttri stjórnarskrá? „Ég er nú alltaf gríðarlega bjartsýn og hef þá einnlægu sannfæringu að það sé mikilvægt að gerðar verði ákveðnar breytingar á stjórnarskrá,“ segir Katrín og nefnir umhverfis-og auðlindamál í því samhengi. „Ég ætla leyfa mér að vera bjartsýn. Ég hef upplýst formenn allra flokka um þessa vinnu og sendi þeim þessa greinargerð í vikunni. Allir þessir formenn eru tilbúnir i að nalgast verkefnið á nýjan leik.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
„Við höfum verið að skoða húsnæðismál tiltekinna opinberra stofnana. Við höfum ákveðið að meta kostnað og fýsileika þess að Listasafn Íslands fái mögulega rými í gamla Landsbankahúsinu í Austurstræti, þar sem auðvitað hafa áður verið gríðarlega mikilvæg listaverk og að húsið verði metið út frá annarri mögulegri menningarstarfsemi,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. Hún segir að auk þess sé ætlunin að kanna möguleiki á að Safnahúsið verði nýtt undir starfsemi Hæstaréttar. Þá verði það metið hvort Landsréttur, sem nú er til húsa á Kársnesi í Kópavogi, geti nýtt sér núverandi húsnæði Hæstaréttar í miðbæ Reykjavíkur. Þá sé á döfinni að skoða húsnæðismál Héraðsdóms Reykjaness og Héraðsdóms Reykjavíkur. Katrín segir að gamli Sjómannaskólinn hafi komið til tals í því samhengi. Bjartsýn á breytingar á stjórnarskrá Katrín kveðst vera bjartsýn á að formenn flokka á þingi muni geta komið sér saman um breytingar á stjórnarskrá sem lagðar eru fram í greinargerðum sérfræðinga og greint var frá í morgun. „Markmið mitt að setja saman samtal með formönnum allra stjórnmálaflokka um áramót og kanna hvort við getum náð saman um breytingar á stjórnarskrá,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Eins og fram hefur komið hefur greinargerðum sérfræðinga um kafla stjórnarskrárinnar um Alþingi, dómstóla og mannréttindi verið skilað til forsætisráðuneytisins. Katrín segist ætla að stuðla að því að samtal muni eiga sér stað í samfélaginu, við fræðasamfélagið, félagasamtök og á vettavangi stjórnmálanna um þær tillögur sem lagðar eru fram í greinargerðinni. Að það muni eiga sér opin umræða um þær í haust. „Mér finnst þetta gríðarlega vönduð vinna og ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt að við í stjórmmálum, að það skiptir máli að það sé sem breiðust samstaða um þær.“ Hversu langt erum við frá breyttri stjórnarskrá? „Ég er nú alltaf gríðarlega bjartsýn og hef þá einnlægu sannfæringu að það sé mikilvægt að gerðar verði ákveðnar breytingar á stjórnarskrá,“ segir Katrín og nefnir umhverfis-og auðlindamál í því samhengi. „Ég ætla leyfa mér að vera bjartsýn. Ég hef upplýst formenn allra flokka um þessa vinnu og sendi þeim þessa greinargerð í vikunni. Allir þessir formenn eru tilbúnir i að nalgast verkefnið á nýjan leik.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira