Raðfrumkvöðlar á Íslandi Magnús Daði Eyjólfsson skrifar 16. september 2023 11:00 Raðfrumkvöðlar er hugtak sem er lítt þekkt meðal almennings á Íslandi. Raðfrumkvöðlar eru þeir frumkvöðlar sem stofna nýtt sprotafyrirtæki í framhaldi af öðru en um helmingur allra frumkvöðla teljast raðfrumkvöðlar. Rannsóknir hafa sýnt að það sem helst einkennir þessa tegund frumkvöðla er að þeir gefast ekki upp, þrífast best í hámarks óvissu og eru með mikla sköpunarþörf. Raðfrumkvöðlar eru taldir hæfari og félagslega tengdari en hefðbundnir frumkvöðlar þar sem þeir standa sig betur í síðari verkefnum sínum vegna reynslu sinnar af mistökum og mikillar sköpunargleði sem þeir búa yfir. Ísland hefur byggt upp sterkt stuðningsnet fyrir frumkvöðla og erum við nokkuð framarlega á því sviði á heimsmælikvarða. Stuðningsumhverfi nýsköpunar hérlendis hefur eflst mjög mikið undanfarin ár og hafa sennilega aldrei verið betri aðstæður til þess að vera raðfrumkvöðull hér á landi en nú. Fjölmargir viðskiptahraðlar eru haldnir árlega á Íslandi og KLAK - Icelandic Startups er í sérflokki hérlendis varðandi stuðning við frumkvöðla og sprotafyrirtæki. Verðmætasköpun ofar öllu Ég gerði rannsókn á upplifun raðfrumkvöðla af frumkvöðlastarfsemi á Íslandi fyrir BS ritðgerðina mína í viðskiptafræði og tók viðtöl við fimm íslenska raðfrumkvöðla sem hafa stofnað allt frá́ þremur upp í tuttugu sprotafyrirtæki. Niðurstöðurnar sýna að raðfrumkvöðlar gera óteljandi mistök og mæta ýmsum hindrunum á vegferð sinni. Viðmælendur rannsóknarinnar voru á sama máli að rekstur sprotafyrirtækja hafi reynst þeim talsvert erfiðari en þeir höfðu reiknað með og hindranir raðfrumkvöðla komi úr ýmsum óvæntum áttum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna það að besta leiðin að takast á við allar þær hindranir sem þeir standa frammi fyrir er að berskjalda sig og viðurkenna mistökin fyrir sjálfum sér. Hæfileikinn að líta ekki endalaust í baksýnisspegilinn heldur beint fram á veginn og hugsa um mistökin sem lærdóm skipti öllu máli til þess að starfa sem raðfrumkvöðull. Ýmis vandamál koma upp á vegferðinni en helstu hvatar raðfrumkvöðlanna er að skapa verðmæti fyrir almenning - það er ofar öllu. Þrátt fyrir að fjárhagslegur ávinningur sé óneitanlega mikilvægur þáttur í augum raðfrumkvöðla, þá er vegur ánægja þeirra af því að skapa verðmæti og að gefa af sér fyrir samfélagið talsvert meira en fjárhagslegur ávinningur í augum viðmælenda rannsóknarinnar. Ástríða þeirra fyrir starfi sínu og verðmætasköpun er mjög merkileg og gerir raðfrumkvöðla að mjög áhugaverðu fyrirbæri. Fyrir þá sem vilja lesa meira, þá er ritgerðin opin öllum á www.skemman.is og ber hún heitið Að skapa verðmæti er ofar öllu. Upplifun raðfrumkvöðla á frumkvöðlastarfsemi á Íslandi. Höfundur er verkefnastjóri hjá KLAK - Icelandic Startups. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Raðfrumkvöðlar er hugtak sem er lítt þekkt meðal almennings á Íslandi. Raðfrumkvöðlar eru þeir frumkvöðlar sem stofna nýtt sprotafyrirtæki í framhaldi af öðru en um helmingur allra frumkvöðla teljast raðfrumkvöðlar. Rannsóknir hafa sýnt að það sem helst einkennir þessa tegund frumkvöðla er að þeir gefast ekki upp, þrífast best í hámarks óvissu og eru með mikla sköpunarþörf. Raðfrumkvöðlar eru taldir hæfari og félagslega tengdari en hefðbundnir frumkvöðlar þar sem þeir standa sig betur í síðari verkefnum sínum vegna reynslu sinnar af mistökum og mikillar sköpunargleði sem þeir búa yfir. Ísland hefur byggt upp sterkt stuðningsnet fyrir frumkvöðla og erum við nokkuð framarlega á því sviði á heimsmælikvarða. Stuðningsumhverfi nýsköpunar hérlendis hefur eflst mjög mikið undanfarin ár og hafa sennilega aldrei verið betri aðstæður til þess að vera raðfrumkvöðull hér á landi en nú. Fjölmargir viðskiptahraðlar eru haldnir árlega á Íslandi og KLAK - Icelandic Startups er í sérflokki hérlendis varðandi stuðning við frumkvöðla og sprotafyrirtæki. Verðmætasköpun ofar öllu Ég gerði rannsókn á upplifun raðfrumkvöðla af frumkvöðlastarfsemi á Íslandi fyrir BS ritðgerðina mína í viðskiptafræði og tók viðtöl við fimm íslenska raðfrumkvöðla sem hafa stofnað allt frá́ þremur upp í tuttugu sprotafyrirtæki. Niðurstöðurnar sýna að raðfrumkvöðlar gera óteljandi mistök og mæta ýmsum hindrunum á vegferð sinni. Viðmælendur rannsóknarinnar voru á sama máli að rekstur sprotafyrirtækja hafi reynst þeim talsvert erfiðari en þeir höfðu reiknað með og hindranir raðfrumkvöðla komi úr ýmsum óvæntum áttum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna það að besta leiðin að takast á við allar þær hindranir sem þeir standa frammi fyrir er að berskjalda sig og viðurkenna mistökin fyrir sjálfum sér. Hæfileikinn að líta ekki endalaust í baksýnisspegilinn heldur beint fram á veginn og hugsa um mistökin sem lærdóm skipti öllu máli til þess að starfa sem raðfrumkvöðull. Ýmis vandamál koma upp á vegferðinni en helstu hvatar raðfrumkvöðlanna er að skapa verðmæti fyrir almenning - það er ofar öllu. Þrátt fyrir að fjárhagslegur ávinningur sé óneitanlega mikilvægur þáttur í augum raðfrumkvöðla, þá er vegur ánægja þeirra af því að skapa verðmæti og að gefa af sér fyrir samfélagið talsvert meira en fjárhagslegur ávinningur í augum viðmælenda rannsóknarinnar. Ástríða þeirra fyrir starfi sínu og verðmætasköpun er mjög merkileg og gerir raðfrumkvöðla að mjög áhugaverðu fyrirbæri. Fyrir þá sem vilja lesa meira, þá er ritgerðin opin öllum á www.skemman.is og ber hún heitið Að skapa verðmæti er ofar öllu. Upplifun raðfrumkvöðla á frumkvöðlastarfsemi á Íslandi. Höfundur er verkefnastjóri hjá KLAK - Icelandic Startups.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar